„Þurfti bara að taka til í hausnum“ Atli Arason skrifar 26. apríl 2023 22:16 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, hefur átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum í úrslitakeppninni Subway-deild karla í körfubolta. Haukur hitti þó heldur betur á sinn leik í kvöld er Njarðvík vann 31 stiga sigur á Tindastól, 109-78. Haukur endaði leikinn stigahæstur með 20 stig. „Ég þurfti bara að sjá boltann fara ofan í fyrsta skipti,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik en hann hefur markvisst unnið í sjálfum sér fyrir leikinn í kvöld. „Ég átti gott samtal við íþróttasálfræðinginn okkar, að reyna að fá þetta slor úr hausnum á manni að hugsa of mikið og fara bara að spila körfubolta,“ bætti Haukur við en hann hefur einungis skorað 10 stig samanlagt í fyrri tveimur viðureignum Njarðvíkur og Tindastóls. „Hausinn er 90% af þessu. Líkaminn er í góðu standi en maður þurfti bara að taka til í hausnum,“ sagði Haukur sem taldi að leikplan Njarðvíkur hefði gengið fullkomlega upp í kvöld. „Leikplanið var að leyfa þeim ekki að hlaupa eins og þeir vilja. Þeir vilja bara hlaupa og troða, skjóta þristum og dansa. Það þurfti bara að kæfa það strax. Leikplanið var að spila fast, hlaupa til baka og láta þá alltaf spila fimm á fimm á okkur.“ „Þeir eru rosalegt sveiflulið. Þetta sást líka hjá þeim á móti Keflavík þar sem þeir vinna með 30 og tapa svo með 30. Ef þeir eru rétt stilltir, þá eru þeir rétt stilltir og óviðráðanlegir,“ svaraði Haukur aðspurður um stóru sveiflurnar í stigaskori á milli liðanna í leikjunum þremur til þessa. Með sigrinum sóttu Njarðvíkingar líflínu í einvíginu en Tindastóll leiðir einvígið nú með tveimur sigrum gegn einum. Til þess að forðast sumarfrí þá þurfa þeir grænklæddu að gera eitthvað sem ekkert lið hefur tekist að gera síðan í maí 2021, að sækja sigur á Sauðárkróki í úrslitakeppnisleik. „Við höfum unnið þarna áður og tapað þarna áður. Við þurfum bara að mæta með sjálfstraust og baráttuglaðir þrátt fyrir þennan heimavöll. Þetta er samt svakalegt vígi og það munu eflaust vera fimmfalt fleiri á næsta leik en á síðasta leik. Þetta á bara eftir að vera gaman en einnig mjög krefjandi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
„Ég þurfti bara að sjá boltann fara ofan í fyrsta skipti,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik en hann hefur markvisst unnið í sjálfum sér fyrir leikinn í kvöld. „Ég átti gott samtal við íþróttasálfræðinginn okkar, að reyna að fá þetta slor úr hausnum á manni að hugsa of mikið og fara bara að spila körfubolta,“ bætti Haukur við en hann hefur einungis skorað 10 stig samanlagt í fyrri tveimur viðureignum Njarðvíkur og Tindastóls. „Hausinn er 90% af þessu. Líkaminn er í góðu standi en maður þurfti bara að taka til í hausnum,“ sagði Haukur sem taldi að leikplan Njarðvíkur hefði gengið fullkomlega upp í kvöld. „Leikplanið var að leyfa þeim ekki að hlaupa eins og þeir vilja. Þeir vilja bara hlaupa og troða, skjóta þristum og dansa. Það þurfti bara að kæfa það strax. Leikplanið var að spila fast, hlaupa til baka og láta þá alltaf spila fimm á fimm á okkur.“ „Þeir eru rosalegt sveiflulið. Þetta sást líka hjá þeim á móti Keflavík þar sem þeir vinna með 30 og tapa svo með 30. Ef þeir eru rétt stilltir, þá eru þeir rétt stilltir og óviðráðanlegir,“ svaraði Haukur aðspurður um stóru sveiflurnar í stigaskori á milli liðanna í leikjunum þremur til þessa. Með sigrinum sóttu Njarðvíkingar líflínu í einvíginu en Tindastóll leiðir einvígið nú með tveimur sigrum gegn einum. Til þess að forðast sumarfrí þá þurfa þeir grænklæddu að gera eitthvað sem ekkert lið hefur tekist að gera síðan í maí 2021, að sækja sigur á Sauðárkróki í úrslitakeppnisleik. „Við höfum unnið þarna áður og tapað þarna áður. Við þurfum bara að mæta með sjálfstraust og baráttuglaðir þrátt fyrir þennan heimavöll. Þetta er samt svakalegt vígi og það munu eflaust vera fimmfalt fleiri á næsta leik en á síðasta leik. Þetta á bara eftir að vera gaman en einnig mjög krefjandi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00