Ekki nógu stór skref tekin til að bregðast við ópíóðavandanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 26. apríl 2023 21:43 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að grípa þurfi til enn drastískari aðgerða til að bregðast við fíknifaraldri sem nú ríður yfir. Vísir/Vilhelm Þingmenn streymdu í pontu í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Yfirlæknir á Vogi óttast að andlátum vegna ópíóðafíknar muni fjölga til muna. Þingmaður segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða. Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu, sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu, hafi látið lífið vegna ofskömmtunar. Yfirlæknir á Vogi segir að ef þróunin heldur óbreytt áfram verði þeir hátt í tvöfalt fleiri um árslok. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn eins og aðra heyra ákall aðstandenda sem horft hafi á eftir ástvinum sínum, sem tapað hafi baráttunni við fíknisjúkdóma undanfarið. „Það er ljóst að þrátt fyrir að stigin hafi verið mjög jákvæð skref undanfarið af heilbrigðisráðherra í þessum málflokki þá kemur fólk með fíknisjúkdóma enn að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og fólk og ungt fólk er að deyja í hrönnum, á biðlistum, og það er bara fullkomlega óásættanlegt,“ segir Diljá Mist. „Þessi skref sem heilbrigðisráðherra hefur verið að taka eru jákvæð en þau eru ekki nægjanleg. Hann hefur sagst ætla að skera upp herör gegn þessum faraldri meðal annars með því að samþætta þjónustu, leita til annarra aðila og ég held að það sé full þörf á því að leita til sveitarfélaga, annarra ráðuneyta, félagsþjónustunnar og bara samfélagsins alls eins og hann hefur bent á.“ Diljá segist munu halda áfram að beita sér fyrir málaflokknum á þingi. „Ég hef gjarnan tekið þessi mál upp hér á þinginu. Þau standa mér mjög nærri og ég hef skrifað um það. Það er auðvitað mikilvægt starf hjá okkur þingmönnum að veita stjórnvöldum aðhald og ég mun gera það og beita mér ötullega fyrir þessum málaflokki,“ segir Diljá. Viðhorfsbreyting hafi orðið gagnvart fíknisjúkdómum að undanförnu en áherslur stjórnvalda og fjármagn hafi ekki fylgt þeirri viðhorfsbreytingu nógu vel. „Það er það sem aðstandendur hafa bent á, þeim finnst við bara taka þetta upp á tillidögum. En hvernig skýrum við annars að við séum sinnulaus gagnvart því að ungt fólk sé að deyja hér í svona miklu magni? Við verðum auðvitað bara að grípa til stórtækra aðgerða.“ Fíkn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þrjátíu og fimm manns undir fimmtugu, sem hafa undirgengist meðferð á Vogi á árinu, hafi látið lífið vegna ofskömmtunar. Yfirlæknir á Vogi segir að ef þróunin heldur óbreytt áfram verði þeir hátt í tvöfalt fleiri um árslok. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn eins og aðra heyra ákall aðstandenda sem horft hafi á eftir ástvinum sínum, sem tapað hafi baráttunni við fíknisjúkdóma undanfarið. „Það er ljóst að þrátt fyrir að stigin hafi verið mjög jákvæð skref undanfarið af heilbrigðisráðherra í þessum málflokki þá kemur fólk með fíknisjúkdóma enn að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu og fólk og ungt fólk er að deyja í hrönnum, á biðlistum, og það er bara fullkomlega óásættanlegt,“ segir Diljá Mist. „Þessi skref sem heilbrigðisráðherra hefur verið að taka eru jákvæð en þau eru ekki nægjanleg. Hann hefur sagst ætla að skera upp herör gegn þessum faraldri meðal annars með því að samþætta þjónustu, leita til annarra aðila og ég held að það sé full þörf á því að leita til sveitarfélaga, annarra ráðuneyta, félagsþjónustunnar og bara samfélagsins alls eins og hann hefur bent á.“ Diljá segist munu halda áfram að beita sér fyrir málaflokknum á þingi. „Ég hef gjarnan tekið þessi mál upp hér á þinginu. Þau standa mér mjög nærri og ég hef skrifað um það. Það er auðvitað mikilvægt starf hjá okkur þingmönnum að veita stjórnvöldum aðhald og ég mun gera það og beita mér ötullega fyrir þessum málaflokki,“ segir Diljá. Viðhorfsbreyting hafi orðið gagnvart fíknisjúkdómum að undanförnu en áherslur stjórnvalda og fjármagn hafi ekki fylgt þeirri viðhorfsbreytingu nógu vel. „Það er það sem aðstandendur hafa bent á, þeim finnst við bara taka þetta upp á tillidögum. En hvernig skýrum við annars að við séum sinnulaus gagnvart því að ungt fólk sé að deyja hér í svona miklu magni? Við verðum auðvitað bara að grípa til stórtækra aðgerða.“
Fíkn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59 „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40 Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. 26. apríl 2023 11:59
„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. 25. apríl 2023 15:40
Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28