„Ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir brenni fyrir þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2023 10:33 Christian Berge þjálfaði norska landsliðið á árunum 2014-22. Hann tók við hinum nýríka ofurliði Kolstad í fyrra. getty/Nikola Krstic Ólafur Stefánsson er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. HSÍ leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti eftir HM í Svíþjóð og Póllandi. Nokkrir erlendir þjálfarar hafa verið orðaðir við starfið, meðal annars Michael Apelgren, Nicolej Krickau og Christian Berge. Sá síðastnefndi er þjálfari Kolstad í Noregi og þjálfaði norska landsliðið lengi. Undir hans stjórn unnu Norðmenn til tveggja silfurverðlauna á heimsmeistaramótum. Í samtali við fjölmiðla í heimalandinu staðfesti hann áhuga frá Íslandi. Krickau vildi aftur á móti ekki tjá sig um íslenskan áhuga. Ólafur var í löngu viðtali í Handkastinu þar sem hann ræddi um landsliðsþjálfaraleitina og möguleikana í stöðunni. Hann vill helst að Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson taki við landsliðinu og erlendur þjálfari heillar hann ekki mikið. „Ef við ætlum að fá útlendinga, þú þarft að þekkja karakter leikmannanna sem eru núna svo vel. Þetta er svo mikið stjórnunarstarf. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar Sovétríkin voru með liðið sitt í tvö ár þrisvar á dag. Þú þarft að hafa svo mikinn skilning á leikmönnunum, hver getur spilað síðustu tvær mínúturnar í leiknum, hver er að fara að byrja, hver höndlar pressu, hver ekki, hver er í formi, hver ekki,“ sagði Ólafur. „Mér finnst það tala fyrir innlendum þjálfara. Auðvitað megum við ekki vera of miklir Íslendingar og þora ekki að taka neitt að utan. En ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir fokking brenni fyrir þetta. Þeir þurfa bara að leigja íbúð heima og búa á Íslandi finnst mér. Það er alveg nóg pressa á Berge í Kolstad og ætla svo að hoppa eina og eina helgi eða viku til Íslands. Mér finnst það frekar langsótt.“ Ólafur var þó hrifinn af þeirri hugmynd Arnars Daða Arnarssonar að Berge tæki við landsliðinu með Snorra Stein Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann og væntanlegan eftirmann. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Handkastið Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
HSÍ leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti eftir HM í Svíþjóð og Póllandi. Nokkrir erlendir þjálfarar hafa verið orðaðir við starfið, meðal annars Michael Apelgren, Nicolej Krickau og Christian Berge. Sá síðastnefndi er þjálfari Kolstad í Noregi og þjálfaði norska landsliðið lengi. Undir hans stjórn unnu Norðmenn til tveggja silfurverðlauna á heimsmeistaramótum. Í samtali við fjölmiðla í heimalandinu staðfesti hann áhuga frá Íslandi. Krickau vildi aftur á móti ekki tjá sig um íslenskan áhuga. Ólafur var í löngu viðtali í Handkastinu þar sem hann ræddi um landsliðsþjálfaraleitina og möguleikana í stöðunni. Hann vill helst að Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson taki við landsliðinu og erlendur þjálfari heillar hann ekki mikið. „Ef við ætlum að fá útlendinga, þú þarft að þekkja karakter leikmannanna sem eru núna svo vel. Þetta er svo mikið stjórnunarstarf. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar Sovétríkin voru með liðið sitt í tvö ár þrisvar á dag. Þú þarft að hafa svo mikinn skilning á leikmönnunum, hver getur spilað síðustu tvær mínúturnar í leiknum, hver er að fara að byrja, hver höndlar pressu, hver ekki, hver er í formi, hver ekki,“ sagði Ólafur. „Mér finnst það tala fyrir innlendum þjálfara. Auðvitað megum við ekki vera of miklir Íslendingar og þora ekki að taka neitt að utan. En ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir fokking brenni fyrir þetta. Þeir þurfa bara að leigja íbúð heima og búa á Íslandi finnst mér. Það er alveg nóg pressa á Berge í Kolstad og ætla svo að hoppa eina og eina helgi eða viku til Íslands. Mér finnst það frekar langsótt.“ Ólafur var þó hrifinn af þeirri hugmynd Arnars Daða Arnarssonar að Berge tæki við landsliðinu með Snorra Stein Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann og væntanlegan eftirmann. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan.
Handkastið Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
„Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01