„Ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir brenni fyrir þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2023 10:33 Christian Berge þjálfaði norska landsliðið á árunum 2014-22. Hann tók við hinum nýríka ofurliði Kolstad í fyrra. getty/Nikola Krstic Ólafur Stefánsson er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. HSÍ leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti eftir HM í Svíþjóð og Póllandi. Nokkrir erlendir þjálfarar hafa verið orðaðir við starfið, meðal annars Michael Apelgren, Nicolej Krickau og Christian Berge. Sá síðastnefndi er þjálfari Kolstad í Noregi og þjálfaði norska landsliðið lengi. Undir hans stjórn unnu Norðmenn til tveggja silfurverðlauna á heimsmeistaramótum. Í samtali við fjölmiðla í heimalandinu staðfesti hann áhuga frá Íslandi. Krickau vildi aftur á móti ekki tjá sig um íslenskan áhuga. Ólafur var í löngu viðtali í Handkastinu þar sem hann ræddi um landsliðsþjálfaraleitina og möguleikana í stöðunni. Hann vill helst að Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson taki við landsliðinu og erlendur þjálfari heillar hann ekki mikið. „Ef við ætlum að fá útlendinga, þú þarft að þekkja karakter leikmannanna sem eru núna svo vel. Þetta er svo mikið stjórnunarstarf. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar Sovétríkin voru með liðið sitt í tvö ár þrisvar á dag. Þú þarft að hafa svo mikinn skilning á leikmönnunum, hver getur spilað síðustu tvær mínúturnar í leiknum, hver er að fara að byrja, hver höndlar pressu, hver ekki, hver er í formi, hver ekki,“ sagði Ólafur. „Mér finnst það tala fyrir innlendum þjálfara. Auðvitað megum við ekki vera of miklir Íslendingar og þora ekki að taka neitt að utan. En ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir fokking brenni fyrir þetta. Þeir þurfa bara að leigja íbúð heima og búa á Íslandi finnst mér. Það er alveg nóg pressa á Berge í Kolstad og ætla svo að hoppa eina og eina helgi eða viku til Íslands. Mér finnst það frekar langsótt.“ Ólafur var þó hrifinn af þeirri hugmynd Arnars Daða Arnarssonar að Berge tæki við landsliðinu með Snorra Stein Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann og væntanlegan eftirmann. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Handkastið Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira
HSÍ leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti eftir HM í Svíþjóð og Póllandi. Nokkrir erlendir þjálfarar hafa verið orðaðir við starfið, meðal annars Michael Apelgren, Nicolej Krickau og Christian Berge. Sá síðastnefndi er þjálfari Kolstad í Noregi og þjálfaði norska landsliðið lengi. Undir hans stjórn unnu Norðmenn til tveggja silfurverðlauna á heimsmeistaramótum. Í samtali við fjölmiðla í heimalandinu staðfesti hann áhuga frá Íslandi. Krickau vildi aftur á móti ekki tjá sig um íslenskan áhuga. Ólafur var í löngu viðtali í Handkastinu þar sem hann ræddi um landsliðsþjálfaraleitina og möguleikana í stöðunni. Hann vill helst að Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson taki við landsliðinu og erlendur þjálfari heillar hann ekki mikið. „Ef við ætlum að fá útlendinga, þú þarft að þekkja karakter leikmannanna sem eru núna svo vel. Þetta er svo mikið stjórnunarstarf. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar Sovétríkin voru með liðið sitt í tvö ár þrisvar á dag. Þú þarft að hafa svo mikinn skilning á leikmönnunum, hver getur spilað síðustu tvær mínúturnar í leiknum, hver er að fara að byrja, hver höndlar pressu, hver ekki, hver er í formi, hver ekki,“ sagði Ólafur. „Mér finnst það tala fyrir innlendum þjálfara. Auðvitað megum við ekki vera of miklir Íslendingar og þora ekki að taka neitt að utan. En ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir fokking brenni fyrir þetta. Þeir þurfa bara að leigja íbúð heima og búa á Íslandi finnst mér. Það er alveg nóg pressa á Berge í Kolstad og ætla svo að hoppa eina og eina helgi eða viku til Íslands. Mér finnst það frekar langsótt.“ Ólafur var þó hrifinn af þeirri hugmynd Arnars Daða Arnarssonar að Berge tæki við landsliðinu með Snorra Stein Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann og væntanlegan eftirmann. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan.
Handkastið Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira
„Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01