Segir engin kjarnavopn hafa verið á Íslandi eða í landhelginni síðustu fimm ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2023 06:38 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráðherra segir traust ríkja um að bandamenn virði friðlýsingu um kjarnavopn. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir mögulegt að staðhæfa að engin kjarnavopn hafi verið á Íslandi eða í landhelginni á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata. Andrés spurði meðal annars að því hvort Keflavíkurflugvöllur hefði verið notaður eða hvort til stæði að nota hann í tengslum við flutninga vegna uppfærslu á kjarnaoddum Bandaríkjanna í herstöðvum í Evrópu. Svar ráðherra var einfalt: Nei. Þá segir í svörum ráðherra að kafbátar búnir kjarnavopnum hafi ekki haft för um eða dvalið í landhelginni á síðustu fimm árum. Það hefði gerst að sérstakt samráð hefði átt sér stað vegna komu tveggja tegunda sprengjuflugvéla frá Bandaríkjunum; árin 2018, 2019 og 2021. Um var að ræða eina B-52 og fjórar B-2 flugvélar en þær báru ekki kjarnavopn. „Koma erlendra ríkisloftfara, þ.m.t. herflugvéla, sem og erlendra ríkisskipa, þ.m.t. herskipa, inn á íslenskt yfirráðasvæði er háð samþykki utanríkisráðherra í samræmi við ákvæði laga um loftferðir og laga um vaktstöð siglinga. Ríkisför óska eftir heimild til komu eða ferðar um íslenskt yfirráðasvæði og er það gert með formlegri orðsendingu sem gildir annaðhvort um einstaka komu sjófars eða flugvélar eða sem almenn heimild til tiltekins tíma,“ segir í svörum ráðherra. Ríkisför njóti almennt friðhelgi og því fari almennt ekki fram skoðun á farmi eða búnaði þeirra af hálfu íslenskra stjórnvalda. Bandamenn þekki þó stefnu Íslands hvað varðar friðlýsingu landsins og landhelginnar fyrir kjarnavopnum og virði hana. „Umfram almennt eftirlit með flug- og skipaumferð um íslenskt yfirráðasvæði er ekki viðhaft sérstakt eftirlit með friðlýsingu Íslands og íslenskrar landhelgi fyrir kjarnavopnum heldur ríkir traust um það að önnur ríki, einkum bandalagsríki, virði friðlýsinguna og stefnu Íslands.“ Kjarnorka Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Andrés spurði meðal annars að því hvort Keflavíkurflugvöllur hefði verið notaður eða hvort til stæði að nota hann í tengslum við flutninga vegna uppfærslu á kjarnaoddum Bandaríkjanna í herstöðvum í Evrópu. Svar ráðherra var einfalt: Nei. Þá segir í svörum ráðherra að kafbátar búnir kjarnavopnum hafi ekki haft för um eða dvalið í landhelginni á síðustu fimm árum. Það hefði gerst að sérstakt samráð hefði átt sér stað vegna komu tveggja tegunda sprengjuflugvéla frá Bandaríkjunum; árin 2018, 2019 og 2021. Um var að ræða eina B-52 og fjórar B-2 flugvélar en þær báru ekki kjarnavopn. „Koma erlendra ríkisloftfara, þ.m.t. herflugvéla, sem og erlendra ríkisskipa, þ.m.t. herskipa, inn á íslenskt yfirráðasvæði er háð samþykki utanríkisráðherra í samræmi við ákvæði laga um loftferðir og laga um vaktstöð siglinga. Ríkisför óska eftir heimild til komu eða ferðar um íslenskt yfirráðasvæði og er það gert með formlegri orðsendingu sem gildir annaðhvort um einstaka komu sjófars eða flugvélar eða sem almenn heimild til tiltekins tíma,“ segir í svörum ráðherra. Ríkisför njóti almennt friðhelgi og því fari almennt ekki fram skoðun á farmi eða búnaði þeirra af hálfu íslenskra stjórnvalda. Bandamenn þekki þó stefnu Íslands hvað varðar friðlýsingu landsins og landhelginnar fyrir kjarnavopnum og virði hana. „Umfram almennt eftirlit með flug- og skipaumferð um íslenskt yfirráðasvæði er ekki viðhaft sérstakt eftirlit með friðlýsingu Íslands og íslenskrar landhelgi fyrir kjarnavopnum heldur ríkir traust um það að önnur ríki, einkum bandalagsríki, virði friðlýsinguna og stefnu Íslands.“
Kjarnorka Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira