Segir engin kjarnavopn hafa verið á Íslandi eða í landhelginni síðustu fimm ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2023 06:38 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráðherra segir traust ríkja um að bandamenn virði friðlýsingu um kjarnavopn. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir mögulegt að staðhæfa að engin kjarnavopn hafi verið á Íslandi eða í landhelginni á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata. Andrés spurði meðal annars að því hvort Keflavíkurflugvöllur hefði verið notaður eða hvort til stæði að nota hann í tengslum við flutninga vegna uppfærslu á kjarnaoddum Bandaríkjanna í herstöðvum í Evrópu. Svar ráðherra var einfalt: Nei. Þá segir í svörum ráðherra að kafbátar búnir kjarnavopnum hafi ekki haft för um eða dvalið í landhelginni á síðustu fimm árum. Það hefði gerst að sérstakt samráð hefði átt sér stað vegna komu tveggja tegunda sprengjuflugvéla frá Bandaríkjunum; árin 2018, 2019 og 2021. Um var að ræða eina B-52 og fjórar B-2 flugvélar en þær báru ekki kjarnavopn. „Koma erlendra ríkisloftfara, þ.m.t. herflugvéla, sem og erlendra ríkisskipa, þ.m.t. herskipa, inn á íslenskt yfirráðasvæði er háð samþykki utanríkisráðherra í samræmi við ákvæði laga um loftferðir og laga um vaktstöð siglinga. Ríkisför óska eftir heimild til komu eða ferðar um íslenskt yfirráðasvæði og er það gert með formlegri orðsendingu sem gildir annaðhvort um einstaka komu sjófars eða flugvélar eða sem almenn heimild til tiltekins tíma,“ segir í svörum ráðherra. Ríkisför njóti almennt friðhelgi og því fari almennt ekki fram skoðun á farmi eða búnaði þeirra af hálfu íslenskra stjórnvalda. Bandamenn þekki þó stefnu Íslands hvað varðar friðlýsingu landsins og landhelginnar fyrir kjarnavopnum og virði hana. „Umfram almennt eftirlit með flug- og skipaumferð um íslenskt yfirráðasvæði er ekki viðhaft sérstakt eftirlit með friðlýsingu Íslands og íslenskrar landhelgi fyrir kjarnavopnum heldur ríkir traust um það að önnur ríki, einkum bandalagsríki, virði friðlýsinguna og stefnu Íslands.“ Kjarnorka Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Andrés spurði meðal annars að því hvort Keflavíkurflugvöllur hefði verið notaður eða hvort til stæði að nota hann í tengslum við flutninga vegna uppfærslu á kjarnaoddum Bandaríkjanna í herstöðvum í Evrópu. Svar ráðherra var einfalt: Nei. Þá segir í svörum ráðherra að kafbátar búnir kjarnavopnum hafi ekki haft för um eða dvalið í landhelginni á síðustu fimm árum. Það hefði gerst að sérstakt samráð hefði átt sér stað vegna komu tveggja tegunda sprengjuflugvéla frá Bandaríkjunum; árin 2018, 2019 og 2021. Um var að ræða eina B-52 og fjórar B-2 flugvélar en þær báru ekki kjarnavopn. „Koma erlendra ríkisloftfara, þ.m.t. herflugvéla, sem og erlendra ríkisskipa, þ.m.t. herskipa, inn á íslenskt yfirráðasvæði er háð samþykki utanríkisráðherra í samræmi við ákvæði laga um loftferðir og laga um vaktstöð siglinga. Ríkisför óska eftir heimild til komu eða ferðar um íslenskt yfirráðasvæði og er það gert með formlegri orðsendingu sem gildir annaðhvort um einstaka komu sjófars eða flugvélar eða sem almenn heimild til tiltekins tíma,“ segir í svörum ráðherra. Ríkisför njóti almennt friðhelgi og því fari almennt ekki fram skoðun á farmi eða búnaði þeirra af hálfu íslenskra stjórnvalda. Bandamenn þekki þó stefnu Íslands hvað varðar friðlýsingu landsins og landhelginnar fyrir kjarnavopnum og virði hana. „Umfram almennt eftirlit með flug- og skipaumferð um íslenskt yfirráðasvæði er ekki viðhaft sérstakt eftirlit með friðlýsingu Íslands og íslenskrar landhelgi fyrir kjarnavopnum heldur ríkir traust um það að önnur ríki, einkum bandalagsríki, virði friðlýsinguna og stefnu Íslands.“
Kjarnorka Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira