Búinn að vera draumur síðan hann sá Snorra Stein og Óla Stef spila með liðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2023 07:01 Arnór Snær Óskarsson var kynntur sem nýr leikmaður Rhein-Neckar Löwen í gær. Vísir/Sigurjón Arnór Snær Óskarsson samdi í gær við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen og mun spila þar á næstu leiktíð. Hann segir draum vera að rætast. „Það er búinn að vera draumur síðan maður var lítill, síðan maður horfði á Snorra [Stein Guðjónsson] og Óla [Ólaf Stefánsson] og alla þessa gæja spila í þessum leikjum,“ sagði Arnór Snær í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er bara búinn að vera draumur síðan maður var lítill þannig að þetta er algjör snilld.“ Tilkynnt var um skipti Arnórs í gær, en hann gekk hins vegar frá þeim þegar Valur mætti Göppingen ytra í Evrópudeildinni á dögunum. „Það var planað að klára þetta bara eftir leikinn. Þannig að ég spilaði leikinn og keyrði síðan um kvöldið til Mannheim og kláraði þetta daginn eftir.“ Hjá Rhein-Neckar Löwen hittir Arnór fyrir annan Íslending og Valsara, Ými Örn Gíslason. „Við erum búnir að vera í ágætis sambandi. Hann fékk að vita það frá þjálfaranum að þeir væru að skoða Íslendinga og eftir að ég fékk að vita þetta þá heyrði hann í mér og við erum búnir að vera í sambandi um hitt og þetta. Hvernig þetta er og íbúðir og alls konar þannig. Hann er búinn að hjálpa mér mjög mikið.“ Klippa: Arnór Snær Óskarsson gengur í raðir Rhein-Neckar Löwen Þjálfari Arnórs hjá Val, Snorri Steinn Guðjónsson, lék einnig með Rhein-Neckar Löwen á sínum tíma og Arnór segist að sjálfsögðu hafa rætt þetta við hann. „Já, auðvitað. Ég talaði við hann um leið og þeir heyrðu í mér og lét hann auðvitað vita af þessu. Hann sagði mér bara að þetta væri frábær staður, gott lið og flottur klúbbur og kannski ekkert ósvipað og hér.“ „Hann allavega sagði að þetta væri frábær staður og hann naut þess að vera þarna. Og ég auðvitað treysti honum“ „Þetta leggst vel í mig núna. Svo verðum við bara að sjá þegar það gerist þá kemur það í ljós hvort að maður höndli þetta eða ekki. Þetta er bara eins og þegar maður er að fara í leiki. Maður er kannski ekki stressaður fyrr en maður er mættur í höllina og þetta er kannski svipuð tilfinning. Þetta er geggjað gaman núna að vera að fara og flytja og allt það en svo um leið og maður er mættur og klukkan orðin sjö og enginn matur tilbúinn og engin mamma og allt það þá verður það kannski svolítið erfitt,“ sagði Arnór léttur að lokum. Olís-deild karla Þýski handboltinn Valur Tengdar fréttir Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
„Það er búinn að vera draumur síðan maður var lítill, síðan maður horfði á Snorra [Stein Guðjónsson] og Óla [Ólaf Stefánsson] og alla þessa gæja spila í þessum leikjum,“ sagði Arnór Snær í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er bara búinn að vera draumur síðan maður var lítill þannig að þetta er algjör snilld.“ Tilkynnt var um skipti Arnórs í gær, en hann gekk hins vegar frá þeim þegar Valur mætti Göppingen ytra í Evrópudeildinni á dögunum. „Það var planað að klára þetta bara eftir leikinn. Þannig að ég spilaði leikinn og keyrði síðan um kvöldið til Mannheim og kláraði þetta daginn eftir.“ Hjá Rhein-Neckar Löwen hittir Arnór fyrir annan Íslending og Valsara, Ými Örn Gíslason. „Við erum búnir að vera í ágætis sambandi. Hann fékk að vita það frá þjálfaranum að þeir væru að skoða Íslendinga og eftir að ég fékk að vita þetta þá heyrði hann í mér og við erum búnir að vera í sambandi um hitt og þetta. Hvernig þetta er og íbúðir og alls konar þannig. Hann er búinn að hjálpa mér mjög mikið.“ Klippa: Arnór Snær Óskarsson gengur í raðir Rhein-Neckar Löwen Þjálfari Arnórs hjá Val, Snorri Steinn Guðjónsson, lék einnig með Rhein-Neckar Löwen á sínum tíma og Arnór segist að sjálfsögðu hafa rætt þetta við hann. „Já, auðvitað. Ég talaði við hann um leið og þeir heyrðu í mér og lét hann auðvitað vita af þessu. Hann sagði mér bara að þetta væri frábær staður, gott lið og flottur klúbbur og kannski ekkert ósvipað og hér.“ „Hann allavega sagði að þetta væri frábær staður og hann naut þess að vera þarna. Og ég auðvitað treysti honum“ „Þetta leggst vel í mig núna. Svo verðum við bara að sjá þegar það gerist þá kemur það í ljós hvort að maður höndli þetta eða ekki. Þetta er bara eins og þegar maður er að fara í leiki. Maður er kannski ekki stressaður fyrr en maður er mættur í höllina og þetta er kannski svipuð tilfinning. Þetta er geggjað gaman núna að vera að fara og flytja og allt það en svo um leið og maður er mættur og klukkan orðin sjö og enginn matur tilbúinn og engin mamma og allt það þá verður það kannski svolítið erfitt,“ sagði Arnór léttur að lokum.
Olís-deild karla Þýski handboltinn Valur Tengdar fréttir Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15