„Snýst um að hámarka virði vörunnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2023 09:02 Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ. vísir/arnar Ekki liggur fyrir hvar Olís-deildir karla og kvenna í handbolta verða sýndar á næsta tímabili. Sjónvarpssamningar eru lausir. Olís-deildirnar hafa átt heimili á Stöð 2 Sport undanfarin sex tímabil. Það gæti breyst á næsta tímabili en HSÍ íhugar nú stöðu sína er viðkemur sjónvarpsréttarmálum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi sjónvarpsréttarmálin við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „Eins og fram hefur komið eru samningarnir lausir núna í vor og unnið er að framlengingu. Við skoðum þá möguleika sem eru í boði,“ sagði Róbert. Hann segir að einn kosturinn í stöðunni sé að semja aftur við Stöð 2 Sport enda hafi HSÍ verið ánægt með hvernig stöðin hafi sinnt handboltanum. „Stöð 2 hefur staðið sig mjög vel í vetur og umfjöllunin hefur held ég aldrei verið betri síðan við komum til þeirra. Við erum mjög ánægðir með það samstarf. Það er klárlega einn af þeim kostum sem eru ofarlega á borði.“ Olís-deildirnar verða ekki í streymi Viðræður HSÍ og Stöðvar 2 Sports hafa staðið yfir í nokkra mánuði en lítið hefur þokast í þeim. „Þetta er ekkert óeðlilegur tími ef við getum orðað það þannig. Við erum með okkar kröfur og þeir með sínar og það tekur alltaf tíma að ná samkomulagi. Síðan erum við líka að skoða hvaða aðrir kostir eru í stöðunni, til dæmis hvað varðar neðri deildirnir og yngri flokkana.“ Róbert segir að það komi vel til greina að sinna neðri deildunum og yngri flokkunum með sjálfvirkum myndavélum. Það komi hins vegar ekki til greina með Olís-deildirnar. Þær eigi heima í sjónvarpi. Má alltaf gera betur „Fyrir okkur snýst þetta aðallega um að hámarka virði vörunnar okkar og gera henni hátt undir höfði. Þá er ýmislegt sem blandast þar inn í. Það er ekki bara verið að horfa á réttindagreiðslur heldur líka umfjöllun og faglegheit,“ sagði Róbert. „Það má alltaf gera betur og það á við um alla, hvort sem það eru við eða aðrir,“ bætti Róbert við. Hann vildi þó ekki fara nákvæmlega út í það hvað Stöð 2 Sport gæti gert betur. Að sögn Róberts hefur HSÍ ekki verið í viðræðum við aðra dreifingaraðila þótt vissulega hafi greining á markaðnum verið gerð. „Þegar þú ert með samninga lausa skoðarðu markaðinn og hvernig hann lítur út, eðlilega,“ sagði Róbert. Varan þarf að vera sýnileg En hefur HSÍ rætt það innan sinna raða hversu mikinn tekjumissi það myndi hafa í för með sér fyrir félögin ef samningar myndu ekki nást við Stöð 2 Sport? „Vissulega. Eins og ég sagði í byrjun snýst þetta um að hámarka virði vörunnar og til að hámarka það þarf hún að vera sýnileg. Menn eru mjög meðvitaðir um það,“ svaraði Róbert. Aðspurður um næstu skref sagðist hann vonast til að þessi mál yrðu komin á hreint fljótlega í byrjun næsta mánaðar. „Von mín er að það verði komin skýr niðurstaða á næstu 2-3 vikum,“ sagði Róbert að lokum. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Róbert hefst á 07:50. Stöð 2 Sport er í eigu Sýnar. Handkastið Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fjölmiðlar HSÍ Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Olís-deildirnar hafa átt heimili á Stöð 2 Sport undanfarin sex tímabil. Það gæti breyst á næsta tímabili en HSÍ íhugar nú stöðu sína er viðkemur sjónvarpsréttarmálum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi sjónvarpsréttarmálin við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „Eins og fram hefur komið eru samningarnir lausir núna í vor og unnið er að framlengingu. Við skoðum þá möguleika sem eru í boði,“ sagði Róbert. Hann segir að einn kosturinn í stöðunni sé að semja aftur við Stöð 2 Sport enda hafi HSÍ verið ánægt með hvernig stöðin hafi sinnt handboltanum. „Stöð 2 hefur staðið sig mjög vel í vetur og umfjöllunin hefur held ég aldrei verið betri síðan við komum til þeirra. Við erum mjög ánægðir með það samstarf. Það er klárlega einn af þeim kostum sem eru ofarlega á borði.“ Olís-deildirnar verða ekki í streymi Viðræður HSÍ og Stöðvar 2 Sports hafa staðið yfir í nokkra mánuði en lítið hefur þokast í þeim. „Þetta er ekkert óeðlilegur tími ef við getum orðað það þannig. Við erum með okkar kröfur og þeir með sínar og það tekur alltaf tíma að ná samkomulagi. Síðan erum við líka að skoða hvaða aðrir kostir eru í stöðunni, til dæmis hvað varðar neðri deildirnir og yngri flokkana.“ Róbert segir að það komi vel til greina að sinna neðri deildunum og yngri flokkunum með sjálfvirkum myndavélum. Það komi hins vegar ekki til greina með Olís-deildirnar. Þær eigi heima í sjónvarpi. Má alltaf gera betur „Fyrir okkur snýst þetta aðallega um að hámarka virði vörunnar okkar og gera henni hátt undir höfði. Þá er ýmislegt sem blandast þar inn í. Það er ekki bara verið að horfa á réttindagreiðslur heldur líka umfjöllun og faglegheit,“ sagði Róbert. „Það má alltaf gera betur og það á við um alla, hvort sem það eru við eða aðrir,“ bætti Róbert við. Hann vildi þó ekki fara nákvæmlega út í það hvað Stöð 2 Sport gæti gert betur. Að sögn Róberts hefur HSÍ ekki verið í viðræðum við aðra dreifingaraðila þótt vissulega hafi greining á markaðnum verið gerð. „Þegar þú ert með samninga lausa skoðarðu markaðinn og hvernig hann lítur út, eðlilega,“ sagði Róbert. Varan þarf að vera sýnileg En hefur HSÍ rætt það innan sinna raða hversu mikinn tekjumissi það myndi hafa í för með sér fyrir félögin ef samningar myndu ekki nást við Stöð 2 Sport? „Vissulega. Eins og ég sagði í byrjun snýst þetta um að hámarka virði vörunnar og til að hámarka það þarf hún að vera sýnileg. Menn eru mjög meðvitaðir um það,“ svaraði Róbert. Aðspurður um næstu skref sagðist hann vonast til að þessi mál yrðu komin á hreint fljótlega í byrjun næsta mánaðar. „Von mín er að það verði komin skýr niðurstaða á næstu 2-3 vikum,“ sagði Róbert að lokum. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Róbert hefst á 07:50. Stöð 2 Sport er í eigu Sýnar.
Handkastið Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fjölmiðlar HSÍ Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira