„Snýst um að hámarka virði vörunnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2023 09:02 Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ. vísir/arnar Ekki liggur fyrir hvar Olís-deildir karla og kvenna í handbolta verða sýndar á næsta tímabili. Sjónvarpssamningar eru lausir. Olís-deildirnar hafa átt heimili á Stöð 2 Sport undanfarin sex tímabil. Það gæti breyst á næsta tímabili en HSÍ íhugar nú stöðu sína er viðkemur sjónvarpsréttarmálum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi sjónvarpsréttarmálin við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „Eins og fram hefur komið eru samningarnir lausir núna í vor og unnið er að framlengingu. Við skoðum þá möguleika sem eru í boði,“ sagði Róbert. Hann segir að einn kosturinn í stöðunni sé að semja aftur við Stöð 2 Sport enda hafi HSÍ verið ánægt með hvernig stöðin hafi sinnt handboltanum. „Stöð 2 hefur staðið sig mjög vel í vetur og umfjöllunin hefur held ég aldrei verið betri síðan við komum til þeirra. Við erum mjög ánægðir með það samstarf. Það er klárlega einn af þeim kostum sem eru ofarlega á borði.“ Olís-deildirnar verða ekki í streymi Viðræður HSÍ og Stöðvar 2 Sports hafa staðið yfir í nokkra mánuði en lítið hefur þokast í þeim. „Þetta er ekkert óeðlilegur tími ef við getum orðað það þannig. Við erum með okkar kröfur og þeir með sínar og það tekur alltaf tíma að ná samkomulagi. Síðan erum við líka að skoða hvaða aðrir kostir eru í stöðunni, til dæmis hvað varðar neðri deildirnir og yngri flokkana.“ Róbert segir að það komi vel til greina að sinna neðri deildunum og yngri flokkunum með sjálfvirkum myndavélum. Það komi hins vegar ekki til greina með Olís-deildirnar. Þær eigi heima í sjónvarpi. Má alltaf gera betur „Fyrir okkur snýst þetta aðallega um að hámarka virði vörunnar okkar og gera henni hátt undir höfði. Þá er ýmislegt sem blandast þar inn í. Það er ekki bara verið að horfa á réttindagreiðslur heldur líka umfjöllun og faglegheit,“ sagði Róbert. „Það má alltaf gera betur og það á við um alla, hvort sem það eru við eða aðrir,“ bætti Róbert við. Hann vildi þó ekki fara nákvæmlega út í það hvað Stöð 2 Sport gæti gert betur. Að sögn Róberts hefur HSÍ ekki verið í viðræðum við aðra dreifingaraðila þótt vissulega hafi greining á markaðnum verið gerð. „Þegar þú ert með samninga lausa skoðarðu markaðinn og hvernig hann lítur út, eðlilega,“ sagði Róbert. Varan þarf að vera sýnileg En hefur HSÍ rætt það innan sinna raða hversu mikinn tekjumissi það myndi hafa í för með sér fyrir félögin ef samningar myndu ekki nást við Stöð 2 Sport? „Vissulega. Eins og ég sagði í byrjun snýst þetta um að hámarka virði vörunnar og til að hámarka það þarf hún að vera sýnileg. Menn eru mjög meðvitaðir um það,“ svaraði Róbert. Aðspurður um næstu skref sagðist hann vonast til að þessi mál yrðu komin á hreint fljótlega í byrjun næsta mánaðar. „Von mín er að það verði komin skýr niðurstaða á næstu 2-3 vikum,“ sagði Róbert að lokum. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Róbert hefst á 07:50. Stöð 2 Sport er í eigu Sýnar. Handkastið Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fjölmiðlar HSÍ Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Olís-deildirnar hafa átt heimili á Stöð 2 Sport undanfarin sex tímabil. Það gæti breyst á næsta tímabili en HSÍ íhugar nú stöðu sína er viðkemur sjónvarpsréttarmálum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi sjónvarpsréttarmálin við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „Eins og fram hefur komið eru samningarnir lausir núna í vor og unnið er að framlengingu. Við skoðum þá möguleika sem eru í boði,“ sagði Róbert. Hann segir að einn kosturinn í stöðunni sé að semja aftur við Stöð 2 Sport enda hafi HSÍ verið ánægt með hvernig stöðin hafi sinnt handboltanum. „Stöð 2 hefur staðið sig mjög vel í vetur og umfjöllunin hefur held ég aldrei verið betri síðan við komum til þeirra. Við erum mjög ánægðir með það samstarf. Það er klárlega einn af þeim kostum sem eru ofarlega á borði.“ Olís-deildirnar verða ekki í streymi Viðræður HSÍ og Stöðvar 2 Sports hafa staðið yfir í nokkra mánuði en lítið hefur þokast í þeim. „Þetta er ekkert óeðlilegur tími ef við getum orðað það þannig. Við erum með okkar kröfur og þeir með sínar og það tekur alltaf tíma að ná samkomulagi. Síðan erum við líka að skoða hvaða aðrir kostir eru í stöðunni, til dæmis hvað varðar neðri deildirnir og yngri flokkana.“ Róbert segir að það komi vel til greina að sinna neðri deildunum og yngri flokkunum með sjálfvirkum myndavélum. Það komi hins vegar ekki til greina með Olís-deildirnar. Þær eigi heima í sjónvarpi. Má alltaf gera betur „Fyrir okkur snýst þetta aðallega um að hámarka virði vörunnar okkar og gera henni hátt undir höfði. Þá er ýmislegt sem blandast þar inn í. Það er ekki bara verið að horfa á réttindagreiðslur heldur líka umfjöllun og faglegheit,“ sagði Róbert. „Það má alltaf gera betur og það á við um alla, hvort sem það eru við eða aðrir,“ bætti Róbert við. Hann vildi þó ekki fara nákvæmlega út í það hvað Stöð 2 Sport gæti gert betur. Að sögn Róberts hefur HSÍ ekki verið í viðræðum við aðra dreifingaraðila þótt vissulega hafi greining á markaðnum verið gerð. „Þegar þú ert með samninga lausa skoðarðu markaðinn og hvernig hann lítur út, eðlilega,“ sagði Róbert. Varan þarf að vera sýnileg En hefur HSÍ rætt það innan sinna raða hversu mikinn tekjumissi það myndi hafa í för með sér fyrir félögin ef samningar myndu ekki nást við Stöð 2 Sport? „Vissulega. Eins og ég sagði í byrjun snýst þetta um að hámarka virði vörunnar og til að hámarka það þarf hún að vera sýnileg. Menn eru mjög meðvitaðir um það,“ svaraði Róbert. Aðspurður um næstu skref sagðist hann vonast til að þessi mál yrðu komin á hreint fljótlega í byrjun næsta mánaðar. „Von mín er að það verði komin skýr niðurstaða á næstu 2-3 vikum,“ sagði Róbert að lokum. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Róbert hefst á 07:50. Stöð 2 Sport er í eigu Sýnar.
Handkastið Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fjölmiðlar HSÍ Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira