Mikilvægt að upplýsa íbúa Bragi Bjarnason skrifar 25. apríl 2023 12:01 Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. Leysum úr vandanum Fulltrúar KPMG lýstu í einföldu máli hvernig fjárhagsstaða sveitarfélagsins hafi tekið skarpa dýfu á fáeinum árum. Þar kom helst fram að aukin skuldsetning og útgjöld í örum íbúavexti hafa sett sveitafélagið í stöðu sem mikilvægt er að bregðast við strax. Verkefnið er erfitt en vel viðráðanlegt enda er Sveitarfélagið Árborg hvorki fyrsta né síðasta sveitarfélagið sem takast þarf á við fjárhagslega endurskipulagningu. Reynsla frá sambærilegum verkefnum og ráðgjöf KPMG nýtist okkur í bæjarstjórn vel. Þá er gott að finna stuðning og skilning íbúa á nauðsyn þess að grípa til ýmissa erfiðra úrræða. Vil ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef átt samtöl við eða fengið skilaboð frá í kjölfar kynningarfundarins. Það er okkur mikilvægt að heyra að íbúar séu umfram allt bjartsýnir og geri sér grein fyrir því að núverandi bæjarstjórn hafi ekki stofnað til þessarar stöðu heldur sé einhuga að leysa úr henni. Raunhæf markmið Sé miðað útfrá forsendum sem við búum við í dag er raunhæft að Árborg verði undir skuldaviðmiði sveitarfélaga strax árið 2028. Öll vinna bæjarstjórnar markast þó af því að ná settum fjárhagslegum markmiðum fyrr. Ég hef fulla trú á að með samstilltu átaki muni það takast enda tækifærin á svæðinu mikil og mörg spennandi verkefni í farvatninu. Við erum að taka saman svör við þeim rúmlega hundrað spurningum sem upp komu á fundinum. Ætlunin er að þau liggi fyrir á heimasíðu Svf. Árborgar fljótlega. Vor í loftinu Það er alltaf ákveðin vorboði þegar bæjarhátíðirnar byrja hver af annarri og nú er „Vori í Árborg“ nýlokið. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt að vanda, hófst með hátíðardagskrá skátafélagsins Fossbúa á sumardaginn fyrsta og hélt svo áfram yfir helgina þar sem henni lauk með 10 ára afmælisveislu Konubókastofu á Eyrarbakka. Vel var staðið að hátíðinni og vil ég þakka öllum sem komu að. Annar vorboði eru úrslitakeppnir í íþróttum, Grýlupottahlaup og vormót hér og þar. Leyfi ég mér að nefna sérstaklega kvennalið Umf. Selfoss í handbolta sem er í úrslitaumspili um úrvalsdeildarsæti en umspilið hefst miðvikudaginn 26.apríl í Set-höllinni á Selfossi. Hvet ég fólk til að mæta og styðja okkar frábæra lið í þeirri keppni. Þá minni ég á stóra plokkdaginn sem verður haldinn 30. apríl nk. Þá geta íbúar fengið glæra plastpoka, gengið um sitt nánasta umhverfi og gert það snyrtilegra. Sveitarfélagið leggur til sérstakar tunnur þar sem íbúar geta losað sig við plastpokana. Nánari upplýsingar má finna á www.arborg.is. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. Leysum úr vandanum Fulltrúar KPMG lýstu í einföldu máli hvernig fjárhagsstaða sveitarfélagsins hafi tekið skarpa dýfu á fáeinum árum. Þar kom helst fram að aukin skuldsetning og útgjöld í örum íbúavexti hafa sett sveitafélagið í stöðu sem mikilvægt er að bregðast við strax. Verkefnið er erfitt en vel viðráðanlegt enda er Sveitarfélagið Árborg hvorki fyrsta né síðasta sveitarfélagið sem takast þarf á við fjárhagslega endurskipulagningu. Reynsla frá sambærilegum verkefnum og ráðgjöf KPMG nýtist okkur í bæjarstjórn vel. Þá er gott að finna stuðning og skilning íbúa á nauðsyn þess að grípa til ýmissa erfiðra úrræða. Vil ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef átt samtöl við eða fengið skilaboð frá í kjölfar kynningarfundarins. Það er okkur mikilvægt að heyra að íbúar séu umfram allt bjartsýnir og geri sér grein fyrir því að núverandi bæjarstjórn hafi ekki stofnað til þessarar stöðu heldur sé einhuga að leysa úr henni. Raunhæf markmið Sé miðað útfrá forsendum sem við búum við í dag er raunhæft að Árborg verði undir skuldaviðmiði sveitarfélaga strax árið 2028. Öll vinna bæjarstjórnar markast þó af því að ná settum fjárhagslegum markmiðum fyrr. Ég hef fulla trú á að með samstilltu átaki muni það takast enda tækifærin á svæðinu mikil og mörg spennandi verkefni í farvatninu. Við erum að taka saman svör við þeim rúmlega hundrað spurningum sem upp komu á fundinum. Ætlunin er að þau liggi fyrir á heimasíðu Svf. Árborgar fljótlega. Vor í loftinu Það er alltaf ákveðin vorboði þegar bæjarhátíðirnar byrja hver af annarri og nú er „Vori í Árborg“ nýlokið. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt að vanda, hófst með hátíðardagskrá skátafélagsins Fossbúa á sumardaginn fyrsta og hélt svo áfram yfir helgina þar sem henni lauk með 10 ára afmælisveislu Konubókastofu á Eyrarbakka. Vel var staðið að hátíðinni og vil ég þakka öllum sem komu að. Annar vorboði eru úrslitakeppnir í íþróttum, Grýlupottahlaup og vormót hér og þar. Leyfi ég mér að nefna sérstaklega kvennalið Umf. Selfoss í handbolta sem er í úrslitaumspili um úrvalsdeildarsæti en umspilið hefst miðvikudaginn 26.apríl í Set-höllinni á Selfossi. Hvet ég fólk til að mæta og styðja okkar frábæra lið í þeirri keppni. Þá minni ég á stóra plokkdaginn sem verður haldinn 30. apríl nk. Þá geta íbúar fengið glæra plastpoka, gengið um sitt nánasta umhverfi og gert það snyrtilegra. Sveitarfélagið leggur til sérstakar tunnur þar sem íbúar geta losað sig við plastpokana. Nánari upplýsingar má finna á www.arborg.is. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun