Hin 29 ára gamla Fields hefur leikið í bandarísku atvinnumannadeildinni undanfarin ár. Alls hefur hún spilað fyrir fjögur lið; Washington Spirit, Houston Dash, Orlando Pride og Western New York Flash. Hún spilaði með Toni Pressley vestanhafs en sú gekk í raðir Breiðabliks fyrir ekki svo löngu síðan.
Þá hefur Fields áður spilað á Norðurlöndum en árið 2018 spilaði hún með Arna-Bjørnar og Avaldsnes í Noregi.
Fields er loks komin með leikheimild en ef marka má samfélagsmiðla hennar hefur leikmaðurinn verið hér í nokkrar vikur. Virðist hún bæði hafa skoðað Reykjavík sem og séð hluta af náttúruperlum landsins.
Valur og Breiðablik mætast í 1. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Upphitun Bestu markanna hefst 18.10 og útsending frá Hlíðarenda kl. 18.45 á sömu stöð.