Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 08:15 Arnór Snær hefur verið kynntur til leiks. Twitter@RNLoewen Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. Hinn 23 ára gamli Arnór Snær hefur verið frábær í liði Vals undanfarin misseri. Á hann stóran þátt í góðu gengi félagsins á þeim tíma. Arnór Snær er þó kominn í sumarfrí þar sem Íslands- og deildarmeistarar Vals féllu óvænt úr leik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Vitað var að Arnór Snær væri á leið erlendis eftir að tímabilinu hér heima lyki og nú hafa Ljónin staðfest að Arnór Snær verði leikmaður liðsins á komandi leiktíð. Skrifar hann undir samning til ársins 2025. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Arnór mun hjálpa okkur með gæðum sínum. Framför hans, sérstaklega á þessari leiktíð, sýnir hversu efnilegur hann er. Við erum ánægðir með að fá hann í okkar raðir,“ sagði Sebastian Hinze, þjálfari Löwen, um nýjasta leikmann liðsins. „Ég er viss um að nú sé rétti tíminn til að prófa mig áfram í bestu deild í heimi. Löwen býður upp á hið fullkomna umhverfi og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa,“ sagði Arnór Snær sjálfur við undirskriftina. Það má segja að Löwen sé hrifið af Íslendingum en ásamt Ými Erni þá spiluðu Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson með liðinu á sínum tíma. Sem stendur situr liðið í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliðunum þremur; Kiel, Füchse Berlin og Magdeburg. Liðið var í bullandi toppbaráttu en hefur fatast flugið og tapað síðustu fimm leikjum sínum. Löwen tókst þó að taka sig saman og landa þýska bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir æsispennandi leik gegn Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og félögum í Magdeburg. Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Arnór Snær hefur verið frábær í liði Vals undanfarin misseri. Á hann stóran þátt í góðu gengi félagsins á þeim tíma. Arnór Snær er þó kominn í sumarfrí þar sem Íslands- og deildarmeistarar Vals féllu óvænt úr leik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Vitað var að Arnór Snær væri á leið erlendis eftir að tímabilinu hér heima lyki og nú hafa Ljónin staðfest að Arnór Snær verði leikmaður liðsins á komandi leiktíð. Skrifar hann undir samning til ársins 2025. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Arnór mun hjálpa okkur með gæðum sínum. Framför hans, sérstaklega á þessari leiktíð, sýnir hversu efnilegur hann er. Við erum ánægðir með að fá hann í okkar raðir,“ sagði Sebastian Hinze, þjálfari Löwen, um nýjasta leikmann liðsins. „Ég er viss um að nú sé rétti tíminn til að prófa mig áfram í bestu deild í heimi. Löwen býður upp á hið fullkomna umhverfi og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa,“ sagði Arnór Snær sjálfur við undirskriftina. Það má segja að Löwen sé hrifið af Íslendingum en ásamt Ými Erni þá spiluðu Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson með liðinu á sínum tíma. Sem stendur situr liðið í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliðunum þremur; Kiel, Füchse Berlin og Magdeburg. Liðið var í bullandi toppbaráttu en hefur fatast flugið og tapað síðustu fimm leikjum sínum. Löwen tókst þó að taka sig saman og landa þýska bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir æsispennandi leik gegn Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og félögum í Magdeburg.
Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12