Vopnahlé í Súdan Máni Snær Þorláksson skrifar 24. apríl 2023 23:40 Tímabundið vopnahlé hófst í Súdan í kvöld en hörð átök hafa geisað þar undanfarna daga. Getty/Anadolu Agency Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá vopnahlénu í yfirlýsingu í dag. Hann segir viðræður við stjórnarher Súdans og uppreisnarsveita RSF um vopnahlé hafa staðið yfir í tvo sólarhringa. Niðurstaða hafi þó náðst að lokum og féllust báðar sveitir á að leggja niður vopn í þrjá sólarhringa. Samkvæmt Guardian eru Bandaríkin þessa stundina að reyna að koma um þúsund Bandaríkjamönnum sem eru fastir í Súdan í burtu frá landinu. Sendiráð Bandaríkjanna í Súdan getur ekki hjálpað þeim Bandaríkjamönnum þar sem Bandaríkin fluttu allt starfsfólk sitt þar í burtu um helgina og skellti í lás. Þessi hörðu átök í Súdan brutust út á milli súdanska stjórnarhersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo, þann 15. apríl síðastliðinn. Fljótlega eftir það dreifðust átökin út um allt landið. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Yfirstandandi átök eru rakin til mikillar valdabaráttu innan súdanska hersins. Rekja má þá baráttu til deilna um hvernig ætti að innleiða RSF inn í súdanska herinn. Súdan Hernaður Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá vopnahlénu í yfirlýsingu í dag. Hann segir viðræður við stjórnarher Súdans og uppreisnarsveita RSF um vopnahlé hafa staðið yfir í tvo sólarhringa. Niðurstaða hafi þó náðst að lokum og féllust báðar sveitir á að leggja niður vopn í þrjá sólarhringa. Samkvæmt Guardian eru Bandaríkin þessa stundina að reyna að koma um þúsund Bandaríkjamönnum sem eru fastir í Súdan í burtu frá landinu. Sendiráð Bandaríkjanna í Súdan getur ekki hjálpað þeim Bandaríkjamönnum þar sem Bandaríkin fluttu allt starfsfólk sitt þar í burtu um helgina og skellti í lás. Þessi hörðu átök í Súdan brutust út á milli súdanska stjórnarhersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo, þann 15. apríl síðastliðinn. Fljótlega eftir það dreifðust átökin út um allt landið. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Yfirstandandi átök eru rakin til mikillar valdabaráttu innan súdanska hersins. Rekja má þá baráttu til deilna um hvernig ætti að innleiða RSF inn í súdanska herinn.
Súdan Hernaður Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira