Barnastjarna segir tröllin munu drepa sig með ásökunum um barnagirnd Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. apríl 2023 23:12 Drake Bell hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Getty/Gregg DeGuire Leikarinn og barnastjarnan Drake Bell segir ásakanir nettrölla um meinta barnagirnd sína hafa haft gríðarlega slæm áhrif á geðheilsuna. Hann þvertekur fyrir ásakanirnar sem eru tilkomnar eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Drake Bell, þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Drake & Josh á Nickelodeon, hefur staðið í ströngu á samfélagsmiðlum undanfarið við að svara ásökunum þess efnis að hann sé barnaperri. Drake Bell hefur svarað ásökunum um barnagirnd fullum hálsi.Skjáskot/Twitter Síðastliðinn miðvikudag skrifaði einn Twitter-notandi „Gleymum því ekki að hann er barnaperri“ í tísti sem nú hefur verið eytt. Drake sagði viðkomandi að sinna smá heimildavinnu og að hann þyrfti að lifa við daglegar ásakanir sem myndu draga hann til dauða. Að lokum sagði hann „Það er blóð á höndum þeirra.“ Óviðeigandi og skaðleg skilaboð Bell hefur ítrekað verið uppnefndur barnaperri eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Hann var þá ákærður í tveimur liðum, fyrir að stofna barni í hættu og fyrir að dreifa skaðlegu efni til barns. Bell játaði sekt sína og var sakfelldur. Í kjölfarið var hann dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og gert að vinna 200 klukkutíma af samfélagsþjónustu. Eftir að dómurinn féll fór Bell á Instagram til að reyna að skýra mál sitt. Þar sagðist hann hafa svarað aðdáenda án þess að vita aldur hennar og hann hafi hætt samskiptum við hana um leið og hann komst að því hvað hún væri gömul. View this post on Instagram A post shared by Drake Campana (@drakebell) Hann sagðist aðeins hafa gengist við því að hafa sent „gáleysisleg og ábyrgðarlaus skilaboð“ en hann hafi ekki sent neinar kynferðislegar myndir. Þá hafi ekkert „líkamlegt“ átt sér stað milli þeirra tveggja heldur hafi aðeins verið um textaskilaboð að ræða. Hann segist hafa játað ásökununum til að klára málið eins fljótt og auðið var og svo allir hlutaðeigandi gætu haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa netverjar ekki leyft honum að gleyma málinu. Segir tröllin vera grimm Eftir að Bell svaraði ásökunum á miðvikudag skrifaði hann annað tíst þar sem hann sagðist ekki skilja það hvað fólk á Twitter væri grimmt við annað fólk sem væri „greinilega að glíma við andlega erfiðleika“ og átti væntanlega við sína eigin erfiðleika. Í lok tístsins sagði hann „Það er ótrúlegt hvað þið getið öll verið grimm.“ Bell hefur sjálfur verið að glíma við andlega erfiðleika undanfarið. Þann 13. apríl síðastliðinn lýsti lögregluna eftir honum þar sem hann var talinn týndur og í hættu eftir að hann hafði hótað því að fremja sjálfsmorð. Sjálfur gaf Bell lítið fyrir fréttir um að hann hefði týnst, hann hefði bara gleymt símanum sínum í bílnum yfir nótt. Þar að auki skildu Bell og Janet Von Schmeling, eiginkona hans til fjögurra ára, í janúar. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs á hún að hafa farið frá honum eftir að það sást til hans sniffa gasblöðrur á bílastæði fyrir framan rafrettubúllu á meðan ungur sonur hans var í aftursætinu. Von Schmeling sótti síðan opinberlega um skilnað á fimmtudaginn í síðustu viku. Á Twitter sagðist Bell hafa heyrt fréttirnar á TMZ og deildi um leið myndbandi af nýjasta lagi sínu. Það hefur því verið stormasamt undanfarið hjá barnastjörnunni. I found out my wife filed for divorce from TMZ...check out my new song https://t.co/34cYh4JsMA— DrakeBell.eth (@DrakeBell) April 21, 2023 Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Drake Bell, þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Drake & Josh á Nickelodeon, hefur staðið í ströngu á samfélagsmiðlum undanfarið við að svara ásökunum þess efnis að hann sé barnaperri. Drake Bell hefur svarað ásökunum um barnagirnd fullum hálsi.Skjáskot/Twitter Síðastliðinn miðvikudag skrifaði einn Twitter-notandi „Gleymum því ekki að hann er barnaperri“ í tísti sem nú hefur verið eytt. Drake sagði viðkomandi að sinna smá heimildavinnu og að hann þyrfti að lifa við daglegar ásakanir sem myndu draga hann til dauða. Að lokum sagði hann „Það er blóð á höndum þeirra.“ Óviðeigandi og skaðleg skilaboð Bell hefur ítrekað verið uppnefndur barnaperri eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Hann var þá ákærður í tveimur liðum, fyrir að stofna barni í hættu og fyrir að dreifa skaðlegu efni til barns. Bell játaði sekt sína og var sakfelldur. Í kjölfarið var hann dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og gert að vinna 200 klukkutíma af samfélagsþjónustu. Eftir að dómurinn féll fór Bell á Instagram til að reyna að skýra mál sitt. Þar sagðist hann hafa svarað aðdáenda án þess að vita aldur hennar og hann hafi hætt samskiptum við hana um leið og hann komst að því hvað hún væri gömul. View this post on Instagram A post shared by Drake Campana (@drakebell) Hann sagðist aðeins hafa gengist við því að hafa sent „gáleysisleg og ábyrgðarlaus skilaboð“ en hann hafi ekki sent neinar kynferðislegar myndir. Þá hafi ekkert „líkamlegt“ átt sér stað milli þeirra tveggja heldur hafi aðeins verið um textaskilaboð að ræða. Hann segist hafa játað ásökununum til að klára málið eins fljótt og auðið var og svo allir hlutaðeigandi gætu haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa netverjar ekki leyft honum að gleyma málinu. Segir tröllin vera grimm Eftir að Bell svaraði ásökunum á miðvikudag skrifaði hann annað tíst þar sem hann sagðist ekki skilja það hvað fólk á Twitter væri grimmt við annað fólk sem væri „greinilega að glíma við andlega erfiðleika“ og átti væntanlega við sína eigin erfiðleika. Í lok tístsins sagði hann „Það er ótrúlegt hvað þið getið öll verið grimm.“ Bell hefur sjálfur verið að glíma við andlega erfiðleika undanfarið. Þann 13. apríl síðastliðinn lýsti lögregluna eftir honum þar sem hann var talinn týndur og í hættu eftir að hann hafði hótað því að fremja sjálfsmorð. Sjálfur gaf Bell lítið fyrir fréttir um að hann hefði týnst, hann hefði bara gleymt símanum sínum í bílnum yfir nótt. Þar að auki skildu Bell og Janet Von Schmeling, eiginkona hans til fjögurra ára, í janúar. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs á hún að hafa farið frá honum eftir að það sást til hans sniffa gasblöðrur á bílastæði fyrir framan rafrettubúllu á meðan ungur sonur hans var í aftursætinu. Von Schmeling sótti síðan opinberlega um skilnað á fimmtudaginn í síðustu viku. Á Twitter sagðist Bell hafa heyrt fréttirnar á TMZ og deildi um leið myndbandi af nýjasta lagi sínu. Það hefur því verið stormasamt undanfarið hjá barnastjörnunni. I found out my wife filed for divorce from TMZ...check out my new song https://t.co/34cYh4JsMA— DrakeBell.eth (@DrakeBell) April 21, 2023
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira