Mikilvægt að grípa börn með lesblindu snemma Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. apríl 2023 12:11 Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, gerði rannsóknina og segir hún niðurstöðurnar merkilegar. HÍ/Kristinn Ingvarsson Um tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára hér á landi glíma við lesblindu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Félag lesblindra. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir niðurstöðurnar sláandi. Hingað til hefur verið miðað við að einn af hverjum tíu glími með lesblindu og benda niðurstöðurnar til þess að þeir séu mun fleiri. Þetta er í fyrsta sinn sem aldurshópurinn átján til tuttugu og fjögurra ára er rannsakaður og segir Ásdís stöðu þeirra sem eru með lesblindu mjög ólíka þeirra sem ekki eru með lesblindu. Áhugavert sé að sjá muninn á hópunum. „Þau sem eru með lesblindu og greindust með lesblindu eftir tíu ára aldur eru líklegri til að vera hvorki í námi né með vinnu heldur en þau sem að ekki eru með lesblindu greiningu og þau sem greindust fyrir tíu ára aldur. Það er svona ein meginniðurstaða í könnuninni að þau sem greinast tiltölulega seint með lesblindu, eftir tíu ára aldur, staða þeirra er að mörgu leyti verri en þeirra sem greindust fyrr,“ segir Ásdís. Það gefi vísbendingu um að mikilvægt sé að grípa börn með lesblindu snemma og veita þeim viðunandi stuðning við hæfi upp á framtíðarmöguleika þeirra í námi og starfi. Ásdís segir markmið rannsóknarinnar hafa verið að skoða ungt fólk sem er að fóta sig í námi og starfi. Niðurstöðurnar séu merkilegar, til að mynda séu þeir sem eru með lesblindu mun ólíklegri til að vera í háskólanámi. „Þannig þetta gefur vísbendingar um að þau sem eru með lesblindu fari síður í nám. Við spurðum líka út í kvíðan, þau sem eru að greinast með lesblindu eftir tíu ára aldurinn þau eru að upplifa meiri kvíða,“ segir Ásdís. Hún bætir við að viðtöl hafi verið tekin við ungmenni sem tóku þátt í rannsókninni. Þau hafi lýst kvíða sem þau höfðu upplifað frá unga aldri. Ásdís segir kvíðan hafa tengst náminu og að þurfa standa upp fyrir framan bekkinn og lesa upphátt. Mögulega skýri það að hluta hvers vegna ungmenni með lesblindu sæki síður í áframhaldandi nám. Ásdís vonar að niðurstöðurnar auki vitund fólks á vandamálinu og að úrbætur verði gerðar fyrir lesblinda. Til standi að rannsaka lesblindu enn frekar líkt og fólk á vinnumarkaði með lesblindu. Heilbrigðismál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. 16. mars 2021 14:32 Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. 21. desember 2016 00:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Hingað til hefur verið miðað við að einn af hverjum tíu glími með lesblindu og benda niðurstöðurnar til þess að þeir séu mun fleiri. Þetta er í fyrsta sinn sem aldurshópurinn átján til tuttugu og fjögurra ára er rannsakaður og segir Ásdís stöðu þeirra sem eru með lesblindu mjög ólíka þeirra sem ekki eru með lesblindu. Áhugavert sé að sjá muninn á hópunum. „Þau sem eru með lesblindu og greindust með lesblindu eftir tíu ára aldur eru líklegri til að vera hvorki í námi né með vinnu heldur en þau sem að ekki eru með lesblindu greiningu og þau sem greindust fyrir tíu ára aldur. Það er svona ein meginniðurstaða í könnuninni að þau sem greinast tiltölulega seint með lesblindu, eftir tíu ára aldur, staða þeirra er að mörgu leyti verri en þeirra sem greindust fyrr,“ segir Ásdís. Það gefi vísbendingu um að mikilvægt sé að grípa börn með lesblindu snemma og veita þeim viðunandi stuðning við hæfi upp á framtíðarmöguleika þeirra í námi og starfi. Ásdís segir markmið rannsóknarinnar hafa verið að skoða ungt fólk sem er að fóta sig í námi og starfi. Niðurstöðurnar séu merkilegar, til að mynda séu þeir sem eru með lesblindu mun ólíklegri til að vera í háskólanámi. „Þannig þetta gefur vísbendingar um að þau sem eru með lesblindu fari síður í nám. Við spurðum líka út í kvíðan, þau sem eru að greinast með lesblindu eftir tíu ára aldurinn þau eru að upplifa meiri kvíða,“ segir Ásdís. Hún bætir við að viðtöl hafi verið tekin við ungmenni sem tóku þátt í rannsókninni. Þau hafi lýst kvíða sem þau höfðu upplifað frá unga aldri. Ásdís segir kvíðan hafa tengst náminu og að þurfa standa upp fyrir framan bekkinn og lesa upphátt. Mögulega skýri það að hluta hvers vegna ungmenni með lesblindu sæki síður í áframhaldandi nám. Ásdís vonar að niðurstöðurnar auki vitund fólks á vandamálinu og að úrbætur verði gerðar fyrir lesblinda. Til standi að rannsaka lesblindu enn frekar líkt og fólk á vinnumarkaði með lesblindu.
Heilbrigðismál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Tengdar fréttir Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. 16. mars 2021 14:32 Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. 21. desember 2016 00:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. 16. mars 2021 14:32
Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. 21. desember 2016 00:00