Verum örugg í vorumferðinni Ágúst Mogensen skrifar 24. apríl 2023 10:30 Nú eru árstíðaskipti í umferðinni og tími sumardekkja runninn upp. Maí er líka skoðunarmánuður ferðavagna, bifhjóla og fornbíla. Takturinn í umferðinni er að breytast, bifhjól koma á götuna, fleiri fara út að ganga og átakið hjólað í vinnuna hefst. Það er umhverfislegur ávinningur af því að nota liprari farartæki í léttari færð og betra veðri. Áherslan á öryggi verður samt að fylgja líka en tölfræði alvarlegra umferðarslysa bendir til að úrbóta sé þörf. Árið 2022 voru alvarlega slasaðir og látnir í umferðinni 204 sem er 31% yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hár fjöldi alvarlega slasaðra á rafhlaupahjólum og reiðhjólum er áhyggjuefni og bifhjólaslys eru of mörg. Líttu tvisvar Árið 2022 slösuðust 22 alvarlega á bifhjólum en það er töluvert yfir markmiðum. Ef þú átt bifhjól en hefur ekki sest á það lengi er kjörið að taka æfingu áður en farið er í lengri ferðir. Farðu á plan og taktu léttar jafnvægisæfingar, æfðu öfugstýringu og nauðhemlun. Ef það eru mörg ár síðan þú fórst á bifhjól síðast þá gæti verið skynsamlegt að taka upprifjunartíma hjá ökukennara. Ökumenn bifreiða geta líkið spilað stórt hlutverk í að auka öryggi bifhjólafólks með því að vera meðvitaðir um umferð bifhjóla, líta tvisvar á gatnamótum og áður en þeir skipta um akrein. Alvarleg slys á reið- og rafhlaupahjólum eru of mörg Árið 2022 urðu 82 alvarleg slys á hjólandi vegfarenda, þar af 48 á rafmagnshlaupahjóli, 28 á reiðhjóli en 5 af öðrum gerðum. Þessi fjöldi er 210% yfir markmiðum um fækkun slysa en neikvæða slysaþróun vegfarenda á ýmiss konar hjólum hefur verið viðvarandi undanfarin 3 ár. Það ætti að ýta við okkur að bæta okkur á þessu sviði. Ekki liggur fyrir greining á orsökum slysanna en fyrri rannsóknir benda til þess að meiðsli á efri útlimum séu algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Slys á rafhlaupahjólum eru frábrugðin hjólreiðaslysum í tveimur grundvallaratriðum. Hlutfall ölvaðra sem detta á rafhlaupahjólum er hátt og notkun öryggisbúnaðar er mjög ábótavant. Markmið um fækkun alvarlegra slysa í bifreiðum nást frekar Það er ánægjulegt að sjá að markmið um fækkun slysa sem rekja má til ölvunar- eða fíkniefnaaksturs nást, en jafnframt æskilegt að svipuð þróun ætti sér stað í flokki rafhlaupahjóla. Alvarlegum slysum ungra ökumanna 17-20 ára heldur áfram að fækka, sem og framanákeyrslum. Verulegt átak hefur verið gert sl. áratugi í aðgreiningu umferðar úr gagnstæðum áttum og það skilar sér. Vert er að fagna því sem vel er gert og halda áfram á sömu braut. En við viljum ná markmiðum okkar líka í fjölbreyttri umferð á stígum og götum í þéttbýlinu. Æskilegt er að bæta við þekkingu á því sviði og nýta við fækkun umferðarslysa. Undanfarna áratugi hefur verið lögð þung áhersla á að fækka alvarlegum umferðarslysum og banaslysum á þjóðvegum í dreifbýli enda „beindi“ tölfræði slysanna okkur þangað. Spurningin er hvort við höfum gleymt okkur og vanrækt aðra umferð eða náum ekki að bregðast nógu hratt við breytingum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Umferðaröryggi Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru árstíðaskipti í umferðinni og tími sumardekkja runninn upp. Maí er líka skoðunarmánuður ferðavagna, bifhjóla og fornbíla. Takturinn í umferðinni er að breytast, bifhjól koma á götuna, fleiri fara út að ganga og átakið hjólað í vinnuna hefst. Það er umhverfislegur ávinningur af því að nota liprari farartæki í léttari færð og betra veðri. Áherslan á öryggi verður samt að fylgja líka en tölfræði alvarlegra umferðarslysa bendir til að úrbóta sé þörf. Árið 2022 voru alvarlega slasaðir og látnir í umferðinni 204 sem er 31% yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hár fjöldi alvarlega slasaðra á rafhlaupahjólum og reiðhjólum er áhyggjuefni og bifhjólaslys eru of mörg. Líttu tvisvar Árið 2022 slösuðust 22 alvarlega á bifhjólum en það er töluvert yfir markmiðum. Ef þú átt bifhjól en hefur ekki sest á það lengi er kjörið að taka æfingu áður en farið er í lengri ferðir. Farðu á plan og taktu léttar jafnvægisæfingar, æfðu öfugstýringu og nauðhemlun. Ef það eru mörg ár síðan þú fórst á bifhjól síðast þá gæti verið skynsamlegt að taka upprifjunartíma hjá ökukennara. Ökumenn bifreiða geta líkið spilað stórt hlutverk í að auka öryggi bifhjólafólks með því að vera meðvitaðir um umferð bifhjóla, líta tvisvar á gatnamótum og áður en þeir skipta um akrein. Alvarleg slys á reið- og rafhlaupahjólum eru of mörg Árið 2022 urðu 82 alvarleg slys á hjólandi vegfarenda, þar af 48 á rafmagnshlaupahjóli, 28 á reiðhjóli en 5 af öðrum gerðum. Þessi fjöldi er 210% yfir markmiðum um fækkun slysa en neikvæða slysaþróun vegfarenda á ýmiss konar hjólum hefur verið viðvarandi undanfarin 3 ár. Það ætti að ýta við okkur að bæta okkur á þessu sviði. Ekki liggur fyrir greining á orsökum slysanna en fyrri rannsóknir benda til þess að meiðsli á efri útlimum séu algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Slys á rafhlaupahjólum eru frábrugðin hjólreiðaslysum í tveimur grundvallaratriðum. Hlutfall ölvaðra sem detta á rafhlaupahjólum er hátt og notkun öryggisbúnaðar er mjög ábótavant. Markmið um fækkun alvarlegra slysa í bifreiðum nást frekar Það er ánægjulegt að sjá að markmið um fækkun slysa sem rekja má til ölvunar- eða fíkniefnaaksturs nást, en jafnframt æskilegt að svipuð þróun ætti sér stað í flokki rafhlaupahjóla. Alvarlegum slysum ungra ökumanna 17-20 ára heldur áfram að fækka, sem og framanákeyrslum. Verulegt átak hefur verið gert sl. áratugi í aðgreiningu umferðar úr gagnstæðum áttum og það skilar sér. Vert er að fagna því sem vel er gert og halda áfram á sömu braut. En við viljum ná markmiðum okkar líka í fjölbreyttri umferð á stígum og götum í þéttbýlinu. Æskilegt er að bæta við þekkingu á því sviði og nýta við fækkun umferðarslysa. Undanfarna áratugi hefur verið lögð þung áhersla á að fækka alvarlegum umferðarslysum og banaslysum á þjóðvegum í dreifbýli enda „beindi“ tölfræði slysanna okkur þangað. Spurningin er hvort við höfum gleymt okkur og vanrækt aðra umferð eða náum ekki að bregðast nógu hratt við breytingum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun