Ætla að takmarka losun orkuvera í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 13:55 Kolaorkuver í Michigan. Gas- og kolaorkuver losa saman um fjórðung af öllum gróðurhúsalofttegundum sem losaðar eru í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta leggur nú drög að reglum sem eiga að draga úr losun orkuvera á gróðurhúsalofttegundum. Kola- og gasknúin orkuver eru um fjórðungur af losun Bandaríkjanna en þetta væri í fyrsta skipti sem reglur yrðu settar um orkuver sem eru þegar í rekstri. Samkvæmt reglum sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) vinnur að þyrftu nærri því öll kola- og gasknúin orkuver að draga úr eða fanga nær alla koltvísýringslosun sína fyrir árið 2040, að sögn New York Times. Innan við tuttugu af um 3.400 slíkum orkuverum notar nú kolefnisföngunartækni til þess að takmarka losun sína. Orkuverin yrðu ekki beinlínis skylduð til að koma slikum búnaði upp. Þeim væru hins vegar sett losunarmörk sem þýddu að þau þyrftu í reynd að nota kolefnisföngun til þess að halda sig innan þeirra. Gasknúin orkuver gætu skipt yfir í vetni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Bandaríska blaðið segir að Hvíta húsið sé enn að fara yfir tillögur EPA og að þær gætu enn tekið breytingum. Reuters-fréttastofan segir að reglurnar gætu verið kynntar strax í þessari viku. Verði tillögurnar að veruleika yrði þetta í fyrsta skiptið sem bandaríska alríkisstjórnin setur reglur um útblástur orkuvera. Enda á borði dómstóla Öruggt er að tillögurnar mæti harðri andspyrnu jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, forsvarsmanna orkuvera og bandamanna beggja á Bandaríkjaþingi. Afar sennilegt er að reglurnar kæmi til kasta dómstóla líkt og gerst hefur með allar meiriháttar loftslagsaðgerðir sem ríkisstjórn Baracks Obama reyndi að koma á. Hópur dómsmálaráðherra ríkja þar sem repúblikanar fara með völd hafa stefnt EPA ítrekað til þess að stöðva hertar reglur um útblástur og mengunarstaðla, einnig í forsetatíð Biden. Dómstólar felldu úr gildi bæði losunartakmörk sem stjórn Obama setti og útvatnaðar reglur sem stjórn Donalds Trump ætlaði að setja í stað þeirra. Reuters segir að nýju reglurnar taki tillit hæstaréttardóms frá því í fyrra til þess að minnka líkurnar á því að rétturinn hafni þeim. Biden-stjórnin hefur áður kynnt áform um að draga úr losun frá bifreiðum með rafbílavæðingu og að koma í veg fyrir metanleka frá olíu- og gaslindum. Loftslagsmál Orkumál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Samkvæmt reglum sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) vinnur að þyrftu nærri því öll kola- og gasknúin orkuver að draga úr eða fanga nær alla koltvísýringslosun sína fyrir árið 2040, að sögn New York Times. Innan við tuttugu af um 3.400 slíkum orkuverum notar nú kolefnisföngunartækni til þess að takmarka losun sína. Orkuverin yrðu ekki beinlínis skylduð til að koma slikum búnaði upp. Þeim væru hins vegar sett losunarmörk sem þýddu að þau þyrftu í reynd að nota kolefnisföngun til þess að halda sig innan þeirra. Gasknúin orkuver gætu skipt yfir í vetni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Bandaríska blaðið segir að Hvíta húsið sé enn að fara yfir tillögur EPA og að þær gætu enn tekið breytingum. Reuters-fréttastofan segir að reglurnar gætu verið kynntar strax í þessari viku. Verði tillögurnar að veruleika yrði þetta í fyrsta skiptið sem bandaríska alríkisstjórnin setur reglur um útblástur orkuvera. Enda á borði dómstóla Öruggt er að tillögurnar mæti harðri andspyrnu jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, forsvarsmanna orkuvera og bandamanna beggja á Bandaríkjaþingi. Afar sennilegt er að reglurnar kæmi til kasta dómstóla líkt og gerst hefur með allar meiriháttar loftslagsaðgerðir sem ríkisstjórn Baracks Obama reyndi að koma á. Hópur dómsmálaráðherra ríkja þar sem repúblikanar fara með völd hafa stefnt EPA ítrekað til þess að stöðva hertar reglur um útblástur og mengunarstaðla, einnig í forsetatíð Biden. Dómstólar felldu úr gildi bæði losunartakmörk sem stjórn Obama setti og útvatnaðar reglur sem stjórn Donalds Trump ætlaði að setja í stað þeirra. Reuters segir að nýju reglurnar taki tillit hæstaréttardóms frá því í fyrra til þess að minnka líkurnar á því að rétturinn hafni þeim. Biden-stjórnin hefur áður kynnt áform um að draga úr losun frá bifreiðum með rafbílavæðingu og að koma í veg fyrir metanleka frá olíu- og gaslindum.
Loftslagsmál Orkumál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira