Efna til „klórumyndasamkeppni” í tilefni af degi íslenska hestsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. apríl 2023 13:06 Hestum finnst ótrúlega gott að láta klóra sér og því hefur Íslandsstofa efnt til „Klórumyndbandasamkeppni“ þar sem vegleg verðlaun verða í boði. Christiane Slawik Alþjóðlegum degi íslenska hestsins verður fagnað 1. maí næstkomandi en þá verður meðal annars haldið upp á daginn í Nýja Sjálandi og Ástralíu og að sjálfsögðu á Íslandi. Í tilefni dagsins hefur Íslandsstofa efnt til „klórumyndasamkeppni” enda finnst hestum einstaklega gott að láta klóra sér. Íslenski hesturinn nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda, hvort sem það er hér heima eða erlendis. Mikið er flutt út af hestum á hverju ári og allskonar mót eru haldin hér heima og í útlöndum þar sem hesturinn er í aðalhlutverki í keppnum. Mánudaginn 1. maí næstkomandi er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu sér meðal annars um skipulagningu dagsins. „Þá fer fullt í gang í kringum íslenska hestinn, bæði hér og í útlöndum og við náttúrulega hvetjum alla til þess að fara í reiðtúra og taka fjölskylduna og vini með til að sýna þeim hvað það er gaman að vera í kringum hesta og fara á hestbak,” segir Berglind. Og hesturinn er víða í útlöndum og mikið af þeim, er það ekki? “Jú, alveg fullt af þeim. Það er til dæmis 22 lönd, sem eiga aðild að FEIF (International Federation of Icelandic Horse Associations), sem eru alþjóðleg samtök fyrir íslenska hestinn, þannig að það er alveg fullt af íslenskum hestum út um allan heim, alla leið til Nýja Sjálands og Ástralíu til dæmis,” segir Berglind. Íslenski hesturinn er mjög vinsæll á Íslandi og í löndum víða um heim.Christiane Slawik Í tilefni af Alþjóðadegi íslenska hestsins hefur Íslandsstofa efnt til "Klórumyndasamkeppni" þar sem fólk er beðið að deila myndböndum á samfélagsmiðlum merkt Horses of Iceland. Glæsileg verðlaun eru í boðið fyrir besta myndbandið. „Það er svo oft þegar maður fer að klóra þeim með höndunum eða kambi, sem hestarnir setja upp sælusvip því þeim finnst svo rosalega gott að láta klóra sér. Sumir vilja láta klóra sér á herðakambi á meðan aðrir á lendin. Við erum að biðja fólk að taka vídeó af því þegar það er að klóra hestunum sínum og þetta er verkefni, sem allir geta tekið þátt í,” segir Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu, sem heldur meðal annars utan um alþjóðlegan dag íslenska hestsins 1. maí næstkomandi.Aðsend Heimasíða Horses of Iceland Myndasamkeppnin, það sem þú þarft að gera er: · Birta „reel“ á Instagram, þú hefur til 30. apríl. Merkja @horsesoficeland á myndbandinu. · Nota #dayoftheicelandichorse og #horsesoficeland á myndbandinu. Fylgja Horses of Iceland á Instagram. · Vera með hjálm ef þú ert á baki á meðan þú klórar hestinum. · Ganga úr skugga um að hestinum þínum líði mjög vel allan tímann á meðan þú klórar honum · Með því að taka þátt samþykkir þú að Horses of Iceland deili myndbandinu/myndböndunum þínu(m). Horses of Iceland dregur út vinningshafa 1. maí en skilafrestur á myndböndunum er til 30. apríl. Reykjavík Hestar Landbúnaður Ljósmyndun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Íslenski hesturinn nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda, hvort sem það er hér heima eða erlendis. Mikið er flutt út af hestum á hverju ári og allskonar mót eru haldin hér heima og í útlöndum þar sem hesturinn er í aðalhlutverki í keppnum. Mánudaginn 1. maí næstkomandi er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu sér meðal annars um skipulagningu dagsins. „Þá fer fullt í gang í kringum íslenska hestinn, bæði hér og í útlöndum og við náttúrulega hvetjum alla til þess að fara í reiðtúra og taka fjölskylduna og vini með til að sýna þeim hvað það er gaman að vera í kringum hesta og fara á hestbak,” segir Berglind. Og hesturinn er víða í útlöndum og mikið af þeim, er það ekki? “Jú, alveg fullt af þeim. Það er til dæmis 22 lönd, sem eiga aðild að FEIF (International Federation of Icelandic Horse Associations), sem eru alþjóðleg samtök fyrir íslenska hestinn, þannig að það er alveg fullt af íslenskum hestum út um allan heim, alla leið til Nýja Sjálands og Ástralíu til dæmis,” segir Berglind. Íslenski hesturinn er mjög vinsæll á Íslandi og í löndum víða um heim.Christiane Slawik Í tilefni af Alþjóðadegi íslenska hestsins hefur Íslandsstofa efnt til "Klórumyndasamkeppni" þar sem fólk er beðið að deila myndböndum á samfélagsmiðlum merkt Horses of Iceland. Glæsileg verðlaun eru í boðið fyrir besta myndbandið. „Það er svo oft þegar maður fer að klóra þeim með höndunum eða kambi, sem hestarnir setja upp sælusvip því þeim finnst svo rosalega gott að láta klóra sér. Sumir vilja láta klóra sér á herðakambi á meðan aðrir á lendin. Við erum að biðja fólk að taka vídeó af því þegar það er að klóra hestunum sínum og þetta er verkefni, sem allir geta tekið þátt í,” segir Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu. Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu, sem heldur meðal annars utan um alþjóðlegan dag íslenska hestsins 1. maí næstkomandi.Aðsend Heimasíða Horses of Iceland Myndasamkeppnin, það sem þú þarft að gera er: · Birta „reel“ á Instagram, þú hefur til 30. apríl. Merkja @horsesoficeland á myndbandinu. · Nota #dayoftheicelandichorse og #horsesoficeland á myndbandinu. Fylgja Horses of Iceland á Instagram. · Vera með hjálm ef þú ert á baki á meðan þú klórar hestinum. · Ganga úr skugga um að hestinum þínum líði mjög vel allan tímann á meðan þú klórar honum · Með því að taka þátt samþykkir þú að Horses of Iceland deili myndbandinu/myndböndunum þínu(m). Horses of Iceland dregur út vinningshafa 1. maí en skilafrestur á myndböndunum er til 30. apríl.
Reykjavík Hestar Landbúnaður Ljósmyndun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira