Fjölskylda þeirrar látnu stefnir Baldwin Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2023 09:46 Halyna Hutchins var 42 ára gömul þegar hún lést af voðaskoti á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021. Hún lét eftir sig eiginmann og son á barnsaldri. Vísir/Getty Aðstandendur Halynu Hutchins, tökustjóra kvikmyndarinnar Rust, ætla að stefna Alec Baldwin þrátt fyrir að saksóknarar hafi fellt niður ákæru á hendur honum vegna dauða hennar. Lögmaður fjölskyldunnar segir leikarann ekki geta komið sér undan ábyrgð. Hutchins lést af völdum voðaskots á tökustað í Nýju Mexíkó í október 2021. Baldwin hélt á byssunni og var að æfa sig að skjóta úr henni þegar skaut hljóp úr byssunni og hæfði Hutchins. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en saksóknarar felldu ákæruna niður á fimmtudag. Vísuðu þeir til nýrra gagna sem krefðust frekari rannsóknar. Tóku þeir sérstaklega fram að Baldwin hefði þrátt fyrir þetta ekki verið hreinsaður af allri sök ennþá. Gloria Allred, lögmaður foreldra Hutchins og systur, segir fjölskylduna vongóða um sigur í einkamáli. Hún stefnir einnig Hönnuh Gutierrez-Reed, vopnaverðinum á tökustaðnum, en hún sætir einnig ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin hefur þegar gert sátt við eiginmann Hutchins og tíu ára gamlan son. Hutchins var 42 ára gömul þegar hún lést, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tökur á kvikmyndinni hófust í Montana á ný í vikunni, um einu og hálfu ári eftir voðaskotið. Þeim á að ljúka í maí. Engin nothæf skotvopn eða skotfæri verða leyfð á tökustaðnum. „Hann getur flúið til Montana og þóst vera bara leikari í villta vestursmynd en í raunveruleikanum getur hann ekki komið sér undan þeirri staðreynd að hann lék stórt hlutverk í harmleik sem hafði raunverulegar afleiðingar,“ sagði Allred um Baldwin. Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. 20. apríl 2023 20:30 Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. 15. mars 2023 14:20 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Hutchins lést af völdum voðaskots á tökustað í Nýju Mexíkó í október 2021. Baldwin hélt á byssunni og var að æfa sig að skjóta úr henni þegar skaut hljóp úr byssunni og hæfði Hutchins. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en saksóknarar felldu ákæruna niður á fimmtudag. Vísuðu þeir til nýrra gagna sem krefðust frekari rannsóknar. Tóku þeir sérstaklega fram að Baldwin hefði þrátt fyrir þetta ekki verið hreinsaður af allri sök ennþá. Gloria Allred, lögmaður foreldra Hutchins og systur, segir fjölskylduna vongóða um sigur í einkamáli. Hún stefnir einnig Hönnuh Gutierrez-Reed, vopnaverðinum á tökustaðnum, en hún sætir einnig ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin hefur þegar gert sátt við eiginmann Hutchins og tíu ára gamlan son. Hutchins var 42 ára gömul þegar hún lést, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tökur á kvikmyndinni hófust í Montana á ný í vikunni, um einu og hálfu ári eftir voðaskotið. Þeim á að ljúka í maí. Engin nothæf skotvopn eða skotfæri verða leyfð á tökustaðnum. „Hann getur flúið til Montana og þóst vera bara leikari í villta vestursmynd en í raunveruleikanum getur hann ekki komið sér undan þeirri staðreynd að hann lék stórt hlutverk í harmleik sem hafði raunverulegar afleiðingar,“ sagði Allred um Baldwin.
Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. 20. apríl 2023 20:30 Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. 15. mars 2023 14:20 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. 20. apríl 2023 20:30
Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. 15. mars 2023 14:20