Nýtt afbrigði sem valdið hefur augnsýkingum ekki greinst hér á landi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2023 14:51 Guðrún segir að mikil fjölgun hafi orðið á smitum af völdum Arcturus í Indlandi en afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi. Vísir/Arnar Alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með nýju undirafbrigði Ómíkrón XBB veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og heitir latneska heitinu Arcturus. Fjölgun augnsýkinga hefur verið tengd við afbrigðið í frásögnum á netinu. Sóttvarnarlæknir segir ekki að merkja fjölgun slíkra sýkinga í gögnum heilbrigðisyfirvalda. Afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi en tilfellum fer fjölgandi á alþjóðavísu og því megi búast við því. Afbrigðið hefur hlotið heitið XBB.1.16. af heilbrigðisyfirvöldum en einnig hlotið latneska heitið Arcturus sem upprunalega má finna í grísku og þýðir verndari, að því er fram kemur í umfjöllun LA Times. Afbrigðið fannst fyrst í Indlandi en hefur nú greinst í yfir tuttugu löndum. „Þetta tiltekna afbrigði Ómíkron XBB hefur ekki greinst hér en hins vegar er annað og náskylt undiraafbrigði ómíkron XBB.1.5 ríkjandi hérlendis eins og í mörgum löndum,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir í svari við fyrirspurn Vísis. „XBB.1.16 hefur sérstaklega verið að breiðast út í Indlandi en einnig komið í mörg önnur lönd samkvæmt þeim upplýsingum sem fást frá raðgreiningum og þá má búast við því hingað,“ segir Guðrún. Frásagnir af fjölgun augnsýkinga á samfélagsmiðlum Frásagnir af fjölgun augnsýkinga sem hluti af einkennum vegna afbrigðisins hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum. Vitnar LA Times meðal annars í Twitter færslu indverska læknisins Vipin M. Vashishtha. Hann segist hafa tekið eftir fjölgun augnsýkinga, þá sérstaklega í ungabörnum sem greinst hafi með afbrigðið. Guðrún segir í svörum við fyrirspurn Vísis að ekki hafi orðið vart við ný einkenni sem fylgi afbrigðinu, augnsýkingar hafi áður verið og séu enn ein af mögulegum einkennum vegna sýkinga sem valda Covid-19 „Aftur á móti hefur ekki orðið vart við ný einkenni eða verri veikindi vegna þessara fjölmörgu ómíkron afbrigða sem eru í gangi og þar með talið ekki vegna XBB.1.5 eða XBB.1.16,“ segir Guðrún. „Bólga og roði í auga (tárubólga) er þekkt einkenni vegna Covid-19 (og margra annarra veirusýkinga) þó það sé ekki algengt einkenni og okkur er ekki kunnugt um að það sé algengara með þessu afbrigði frekar en öðrum.“ Smitum af völdum Arcturus hratt fjölgandi Í umfjöllun LA Times kemur fram að næstmesta fjölda Covid smita í Bandaríkjunum nú megi rekja til Arcturus afbrigðsins, eða 7,2 prósent miðað við upplýsingar frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum. Í upphafi apríl mánaðar var fjöldi smita af völdum afbrigðisins 2,1 prósent af öllum smitum á meðan hið ríkjandi afbrigði XBB.1.5 ber ábyrgð á 78 prósentum nýrra smita vestanhafs. „Þetta er afbrigði sem við fylgjumst vel með,“ segir Maria Van Kerkhove hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í samtali við miðilinn. 1 til 3 prósent smitaðra hafi hingað til fengið einkenni líkt og augnsýkingu vegna Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil fækkun umframdauðsfalla Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. 19. apríl 2023 15:59 „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Afbrigðið hefur hlotið heitið XBB.1.16. af heilbrigðisyfirvöldum en einnig hlotið latneska heitið Arcturus sem upprunalega má finna í grísku og þýðir verndari, að því er fram kemur í umfjöllun LA Times. Afbrigðið fannst fyrst í Indlandi en hefur nú greinst í yfir tuttugu löndum. „Þetta tiltekna afbrigði Ómíkron XBB hefur ekki greinst hér en hins vegar er annað og náskylt undiraafbrigði ómíkron XBB.1.5 ríkjandi hérlendis eins og í mörgum löndum,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir í svari við fyrirspurn Vísis. „XBB.1.16 hefur sérstaklega verið að breiðast út í Indlandi en einnig komið í mörg önnur lönd samkvæmt þeim upplýsingum sem fást frá raðgreiningum og þá má búast við því hingað,“ segir Guðrún. Frásagnir af fjölgun augnsýkinga á samfélagsmiðlum Frásagnir af fjölgun augnsýkinga sem hluti af einkennum vegna afbrigðisins hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum. Vitnar LA Times meðal annars í Twitter færslu indverska læknisins Vipin M. Vashishtha. Hann segist hafa tekið eftir fjölgun augnsýkinga, þá sérstaklega í ungabörnum sem greinst hafi með afbrigðið. Guðrún segir í svörum við fyrirspurn Vísis að ekki hafi orðið vart við ný einkenni sem fylgi afbrigðinu, augnsýkingar hafi áður verið og séu enn ein af mögulegum einkennum vegna sýkinga sem valda Covid-19 „Aftur á móti hefur ekki orðið vart við ný einkenni eða verri veikindi vegna þessara fjölmörgu ómíkron afbrigða sem eru í gangi og þar með talið ekki vegna XBB.1.5 eða XBB.1.16,“ segir Guðrún. „Bólga og roði í auga (tárubólga) er þekkt einkenni vegna Covid-19 (og margra annarra veirusýkinga) þó það sé ekki algengt einkenni og okkur er ekki kunnugt um að það sé algengara með þessu afbrigði frekar en öðrum.“ Smitum af völdum Arcturus hratt fjölgandi Í umfjöllun LA Times kemur fram að næstmesta fjölda Covid smita í Bandaríkjunum nú megi rekja til Arcturus afbrigðsins, eða 7,2 prósent miðað við upplýsingar frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum. Í upphafi apríl mánaðar var fjöldi smita af völdum afbrigðisins 2,1 prósent af öllum smitum á meðan hið ríkjandi afbrigði XBB.1.5 ber ábyrgð á 78 prósentum nýrra smita vestanhafs. „Þetta er afbrigði sem við fylgjumst vel með,“ segir Maria Van Kerkhove hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í samtali við miðilinn. 1 til 3 prósent smitaðra hafi hingað til fengið einkenni líkt og augnsýkingu vegna Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil fækkun umframdauðsfalla Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. 19. apríl 2023 15:59 „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Mikil fækkun umframdauðsfalla Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. 19. apríl 2023 15:59
„Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00