Hús íslenskunnar heitir Edda Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 17:23 Edda er ansi glæsileg, sérstaklega þegar veggir hennar lýsast upp á kvöldin. Stjórnarráðið/Sigurður Stefán Jónsson Hús íslenskunnar, nýtt húsnæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, hefur fengið nafnið Edda. Nafnið var afhjúpað við hátíðlega athöfn í dag. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í nafnasamkeppni um húsið sem hefur verið í byggingu frá 2019. Meðal þeirra sem tóku til máls við vígsluathöfn hússins voru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður opið hús í Eddu þar sem gestir og gangandi geta skoðað húsið og notið skemmtilegrar dagskrár. Mun varðveita mestu gersemar Íslendinga Húsnæðið mun hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands og verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum; tungu, bókmenntum og sögu. Þar verða jafnframt varðveitt frumgögn um íslenska menningu, þ.e. handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn. Í byggingunni eru ýmis sérhönnuð rými fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á fornum íslenskum skinnhandritum. Þar verða einnig vinnustofur kennara og fræðimanna, lesaðstaða fyrir nemendur, fyrirlestra- og kennslusalir og bókasafn með lesaðstöðu. Langur aðdragandi að byggingu hússins Ákvörðun um framlag til byggingar hússins var tekin á Alþingi árið 2005. Niðurstaða hönnunarsamkeppni um útlit hússins var kynnt árið 2008 og fyrsta skóflustunga var tekin árið 2013. Verkefnið hefur því verið lengi í vinnslu. Á árunum 2016 til 2018 fór fram ítarleg endurskoðun og rýni á hönnun hússins með það fyrir augum að ná fram hagkvæmni í byggingu og rekstri. Í maí 2019 var gengið frá samningum um byggingu þess og hófust framkvæmdir í kjölfarið. Heildarkostnaður við byggingu hússins er um 98,9% áætlun frá 2019 á verðlagi dagsins í dag. Stefnt var að því að flytja inn í húsið í haust svo áfangi hefur náðst á undan áætlun. Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Skóla - og menntamál Reykjavík Háskólar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Meðal þeirra sem tóku til máls við vígsluathöfn hússins voru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður opið hús í Eddu þar sem gestir og gangandi geta skoðað húsið og notið skemmtilegrar dagskrár. Mun varðveita mestu gersemar Íslendinga Húsnæðið mun hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands og verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum; tungu, bókmenntum og sögu. Þar verða jafnframt varðveitt frumgögn um íslenska menningu, þ.e. handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn. Í byggingunni eru ýmis sérhönnuð rými fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á fornum íslenskum skinnhandritum. Þar verða einnig vinnustofur kennara og fræðimanna, lesaðstaða fyrir nemendur, fyrirlestra- og kennslusalir og bókasafn með lesaðstöðu. Langur aðdragandi að byggingu hússins Ákvörðun um framlag til byggingar hússins var tekin á Alþingi árið 2005. Niðurstaða hönnunarsamkeppni um útlit hússins var kynnt árið 2008 og fyrsta skóflustunga var tekin árið 2013. Verkefnið hefur því verið lengi í vinnslu. Á árunum 2016 til 2018 fór fram ítarleg endurskoðun og rýni á hönnun hússins með það fyrir augum að ná fram hagkvæmni í byggingu og rekstri. Í maí 2019 var gengið frá samningum um byggingu þess og hófust framkvæmdir í kjölfarið. Heildarkostnaður við byggingu hússins er um 98,9% áætlun frá 2019 á verðlagi dagsins í dag. Stefnt var að því að flytja inn í húsið í haust svo áfangi hefur náðst á undan áætlun.
Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Skóla - og menntamál Reykjavík Háskólar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira