Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 19. apríl 2023 12:24 Forsætisráðherra segir að sjónarmið Íslands í málinu hljóti að mæta skilningi. Vísir/Arnar Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. Þessar nýju reglur ná til Íslands á grundvelli EES samningsins. Reglurnar eru sagðar skaða hagsmuni íslenskra flugfélaga og veikja samkeppnisstöðu þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt því harðlega að þurfa að taka upp tilskipunina án breytinga sem taka tillit til landfræðilegrar legu Íslands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afstaða ríkisstjórnarinnar sé algjörlega óbreytt eftir að löggjöfin var samþykkt. „Við sem búum hér á Íslandi höfum í raun og veru enga valkosti við það að fljúga til og frá landinu því héðan getur fólk ekki tekið lestir eða aðra samgöngumáta sem losa minna en hefðbundið flug. Við ætlumst til þess að það verði tekið tillit til þess þegar um er að ræða gjaldtöku.“ Klippa: Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Mikið gerst síðan bréfið barst Katrín segir þá að heilmikið vatn hafi runnið til sjávar síðan henni barst svar frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi sínu um málið síðasta sumar. Mjög mörg samtöl hafi átt sér stað síðan þá. „Utanríkisráðuneytið hefur verið þar í fararbroddi en aðrir ráðherrar hafa ljáð þessum málstað lið, ég þar að sjálfsögðu en líka menningar- og viðskiptaráðherra, innviðaráðherra og fleiri ráðherrar sem koma málinu við,“ segir Katrín. „Þannig ég held í raun og veru að þau gögn sem við höfum lagt fram sýni fram á þessi hlutfallslega miklu áhrif hér á Íslandi, bara einfaldlega vegna landfræðilegrar legu. Ég held að það hljóti að koma að því að þau sjónarmið mæti skilningi.“ Skipti máli að sanngirni sé gætt Varðandi hvað geti gerst ef Ísland neita að innleiða þessar reglur segir Katrín að það hafi ekki mikið upp á sig að ræða málið í viðtengingarhætti. „Við höfum bara verið algjörlega skýr með það,“ segir hún og bætir við að ekki séu komnar fram þær lausnir sem þarf til að skipta öllu flugi yfir á grænt eldsneyti. „Það hefur nú ekki skort upp á viljann hjá Íslendingum í þeim mæli. Ég minni á að hér hefur verið unnið mjög mikið starf í að þróa til dæmis að færa flug yfir á rafmagn, eins og kunnugt er, og við getum verið að sjá mjög hraðar breytingar í því á næstu árum.“ Að lokum segist Katrín halda að þessi skýra afstaða hljóti að skila sér. „Af því það skiptir máli í þessum málum að sanngirni sé gætt,“ segir hún. „Ég trúi því að það finnist einhver raunhæf lausn á þessu.“ Evrópusambandið Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Þessar nýju reglur ná til Íslands á grundvelli EES samningsins. Reglurnar eru sagðar skaða hagsmuni íslenskra flugfélaga og veikja samkeppnisstöðu þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt því harðlega að þurfa að taka upp tilskipunina án breytinga sem taka tillit til landfræðilegrar legu Íslands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afstaða ríkisstjórnarinnar sé algjörlega óbreytt eftir að löggjöfin var samþykkt. „Við sem búum hér á Íslandi höfum í raun og veru enga valkosti við það að fljúga til og frá landinu því héðan getur fólk ekki tekið lestir eða aðra samgöngumáta sem losa minna en hefðbundið flug. Við ætlumst til þess að það verði tekið tillit til þess þegar um er að ræða gjaldtöku.“ Klippa: Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Mikið gerst síðan bréfið barst Katrín segir þá að heilmikið vatn hafi runnið til sjávar síðan henni barst svar frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi sínu um málið síðasta sumar. Mjög mörg samtöl hafi átt sér stað síðan þá. „Utanríkisráðuneytið hefur verið þar í fararbroddi en aðrir ráðherrar hafa ljáð þessum málstað lið, ég þar að sjálfsögðu en líka menningar- og viðskiptaráðherra, innviðaráðherra og fleiri ráðherrar sem koma málinu við,“ segir Katrín. „Þannig ég held í raun og veru að þau gögn sem við höfum lagt fram sýni fram á þessi hlutfallslega miklu áhrif hér á Íslandi, bara einfaldlega vegna landfræðilegrar legu. Ég held að það hljóti að koma að því að þau sjónarmið mæti skilningi.“ Skipti máli að sanngirni sé gætt Varðandi hvað geti gerst ef Ísland neita að innleiða þessar reglur segir Katrín að það hafi ekki mikið upp á sig að ræða málið í viðtengingarhætti. „Við höfum bara verið algjörlega skýr með það,“ segir hún og bætir við að ekki séu komnar fram þær lausnir sem þarf til að skipta öllu flugi yfir á grænt eldsneyti. „Það hefur nú ekki skort upp á viljann hjá Íslendingum í þeim mæli. Ég minni á að hér hefur verið unnið mjög mikið starf í að þróa til dæmis að færa flug yfir á rafmagn, eins og kunnugt er, og við getum verið að sjá mjög hraðar breytingar í því á næstu árum.“ Að lokum segist Katrín halda að þessi skýra afstaða hljóti að skila sér. „Af því það skiptir máli í þessum málum að sanngirni sé gætt,“ segir hún. „Ég trúi því að það finnist einhver raunhæf lausn á þessu.“
Evrópusambandið Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent