Snorri Steinn gæti spilað í kvöld: „Ég er í fínu formi“ Sindri Sverrisson og Valur Páll Eiríksson skrifa 19. apríl 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson á æfingu Vals. Mögulegt er að hann spili í kvöld eftir langt hlé. VÍSIR/VILHELM Tímabilið er undir hjá Íslandsmeisturum Vals í kvöld þegar þeir mæta Haukum öðru sinni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Þjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson verður mögulega með í leiknum vegna meiðsla í herbúðum Vals. Snorri Steinn var ráðinn spilandi þjálfari Vals árið 2017 en lagði skóna svo á hilluna ári síðar og einbeitti sér að þjálfun liðsins. Árið 2016 hafði hann lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa leikið lykilhlutverk í bláu treyjunni um langt árabil. En þó að tæp fimm ár séu liðin síðan að Snorri spilaði síðast handbolta í efstu deild þá er ekki útilokað að hann taki fram skóna á Ásvöllum í kvöld, vegna mikilla forfalla hjá Valsmönnum. Þessi 41 árs gamli þjálfari hefur tekið þátt í æfingum Vals í vikunni og staðfesti við Bylgjuna í dag að hann yrði á skýrslu ef að Tryggvi Garðar Jónsson næði ekki að jafna sig fyrir leik. „Ekki viss um að ég geri mikið gagn“ „Ég er að bíða eftir skilaboðum frá Tryggva. Hann er búinn að vera rúmlega fárveikur og hefur ekkert getað æft með okkur. Þetta er svona spurning hvort Tryggvi eða ég verði í hóp. Þú mátt giska á hvort ég vil,“ sagði Snorri. „Ef Tryggvi er ekki með í kvöld þá er ég í hóp. Staðfest. Nú er bara allt undir og ef illa fer þá er ekkert á morgun. Menn vilja bara fórna sér eins langt og það nær,“ sagði Snorri. Svo að meira að segja þjáflarinn er til í að fórna sér? „Það er af illri nauðsyn, ég er nú ekki viss um að ég geri mikið gagn. Við verðum allavega að fylla skýrsluna.“ En í hvernig ástandi er Snorri og hvenær spilaði hann síðast? „Ætli ég hafi ekki dottið út fyrir Bjögga og Haukum síðast, einmitt í átta liða úrslitum. Það eru einhver fjögur, fimm ár síðan. Ég hef ekki æft neitt síðan og hef ekki saknað þess neitt, svona ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þetta er klárlega ekkert eitthvað sem við viljum, bara langt í frá. En ég er nú í fínu formi. Ég er duglegur að æfa en ég hef ekkert æft handbolta.“ Valsmenn í sumarfrí ef þeir tapa Valsmenn eru með bakið uppi við vegg eftir 24-22 tap gegn Haukum á heimavelli á sunnudaginn. Eftir dapurt gengi að undanförnu small vörn liðsins saman í þeim leik og Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í markinu en það dugði ekki til gegn Haukum, sem geta orðið fyrsta liðið sem endar í 8. sæti en nær að slá út deildarmeistara. Magnús Óli Magnússon, besti sóknarmaður Vals, fór af velli meiddur í ökkla í leiknum á sunnudag og bættist á langan lista Valsara yfir meidda lykilmenn. Nýjasti landsliðsmaðurinn, Stiven Tobar Valencia, gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla, né heldur Tryggvi Garðar, og þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Róbert Aron Hostert spila varla aftur fyrr en í haust vegna meiðsla. Snorri bindur þó vonir við að Stiven yrði með í leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Vinni Haukar komast þeir áfram í undanúrslit en vinni Valur mætast liðin í oddaleik á Hlíðarenda á laugardaginn. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira
Snorri Steinn var ráðinn spilandi þjálfari Vals árið 2017 en lagði skóna svo á hilluna ári síðar og einbeitti sér að þjálfun liðsins. Árið 2016 hafði hann lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa leikið lykilhlutverk í bláu treyjunni um langt árabil. En þó að tæp fimm ár séu liðin síðan að Snorri spilaði síðast handbolta í efstu deild þá er ekki útilokað að hann taki fram skóna á Ásvöllum í kvöld, vegna mikilla forfalla hjá Valsmönnum. Þessi 41 árs gamli þjálfari hefur tekið þátt í æfingum Vals í vikunni og staðfesti við Bylgjuna í dag að hann yrði á skýrslu ef að Tryggvi Garðar Jónsson næði ekki að jafna sig fyrir leik. „Ekki viss um að ég geri mikið gagn“ „Ég er að bíða eftir skilaboðum frá Tryggva. Hann er búinn að vera rúmlega fárveikur og hefur ekkert getað æft með okkur. Þetta er svona spurning hvort Tryggvi eða ég verði í hóp. Þú mátt giska á hvort ég vil,“ sagði Snorri. „Ef Tryggvi er ekki með í kvöld þá er ég í hóp. Staðfest. Nú er bara allt undir og ef illa fer þá er ekkert á morgun. Menn vilja bara fórna sér eins langt og það nær,“ sagði Snorri. Svo að meira að segja þjáflarinn er til í að fórna sér? „Það er af illri nauðsyn, ég er nú ekki viss um að ég geri mikið gagn. Við verðum allavega að fylla skýrsluna.“ En í hvernig ástandi er Snorri og hvenær spilaði hann síðast? „Ætli ég hafi ekki dottið út fyrir Bjögga og Haukum síðast, einmitt í átta liða úrslitum. Það eru einhver fjögur, fimm ár síðan. Ég hef ekki æft neitt síðan og hef ekki saknað þess neitt, svona ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þetta er klárlega ekkert eitthvað sem við viljum, bara langt í frá. En ég er nú í fínu formi. Ég er duglegur að æfa en ég hef ekkert æft handbolta.“ Valsmenn í sumarfrí ef þeir tapa Valsmenn eru með bakið uppi við vegg eftir 24-22 tap gegn Haukum á heimavelli á sunnudaginn. Eftir dapurt gengi að undanförnu small vörn liðsins saman í þeim leik og Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í markinu en það dugði ekki til gegn Haukum, sem geta orðið fyrsta liðið sem endar í 8. sæti en nær að slá út deildarmeistara. Magnús Óli Magnússon, besti sóknarmaður Vals, fór af velli meiddur í ökkla í leiknum á sunnudag og bættist á langan lista Valsara yfir meidda lykilmenn. Nýjasti landsliðsmaðurinn, Stiven Tobar Valencia, gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla, né heldur Tryggvi Garðar, og þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Róbert Aron Hostert spila varla aftur fyrr en í haust vegna meiðsla. Snorri bindur þó vonir við að Stiven yrði með í leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Vinni Haukar komast þeir áfram í undanúrslit en vinni Valur mætast liðin í oddaleik á Hlíðarenda á laugardaginn.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira