Snorri Steinn gæti spilað í kvöld: „Ég er í fínu formi“ Sindri Sverrisson og Valur Páll Eiríksson skrifa 19. apríl 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson á æfingu Vals. Mögulegt er að hann spili í kvöld eftir langt hlé. VÍSIR/VILHELM Tímabilið er undir hjá Íslandsmeisturum Vals í kvöld þegar þeir mæta Haukum öðru sinni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Þjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson verður mögulega með í leiknum vegna meiðsla í herbúðum Vals. Snorri Steinn var ráðinn spilandi þjálfari Vals árið 2017 en lagði skóna svo á hilluna ári síðar og einbeitti sér að þjálfun liðsins. Árið 2016 hafði hann lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa leikið lykilhlutverk í bláu treyjunni um langt árabil. En þó að tæp fimm ár séu liðin síðan að Snorri spilaði síðast handbolta í efstu deild þá er ekki útilokað að hann taki fram skóna á Ásvöllum í kvöld, vegna mikilla forfalla hjá Valsmönnum. Þessi 41 árs gamli þjálfari hefur tekið þátt í æfingum Vals í vikunni og staðfesti við Bylgjuna í dag að hann yrði á skýrslu ef að Tryggvi Garðar Jónsson næði ekki að jafna sig fyrir leik. „Ekki viss um að ég geri mikið gagn“ „Ég er að bíða eftir skilaboðum frá Tryggva. Hann er búinn að vera rúmlega fárveikur og hefur ekkert getað æft með okkur. Þetta er svona spurning hvort Tryggvi eða ég verði í hóp. Þú mátt giska á hvort ég vil,“ sagði Snorri. „Ef Tryggvi er ekki með í kvöld þá er ég í hóp. Staðfest. Nú er bara allt undir og ef illa fer þá er ekkert á morgun. Menn vilja bara fórna sér eins langt og það nær,“ sagði Snorri. Svo að meira að segja þjáflarinn er til í að fórna sér? „Það er af illri nauðsyn, ég er nú ekki viss um að ég geri mikið gagn. Við verðum allavega að fylla skýrsluna.“ En í hvernig ástandi er Snorri og hvenær spilaði hann síðast? „Ætli ég hafi ekki dottið út fyrir Bjögga og Haukum síðast, einmitt í átta liða úrslitum. Það eru einhver fjögur, fimm ár síðan. Ég hef ekki æft neitt síðan og hef ekki saknað þess neitt, svona ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þetta er klárlega ekkert eitthvað sem við viljum, bara langt í frá. En ég er nú í fínu formi. Ég er duglegur að æfa en ég hef ekkert æft handbolta.“ Valsmenn í sumarfrí ef þeir tapa Valsmenn eru með bakið uppi við vegg eftir 24-22 tap gegn Haukum á heimavelli á sunnudaginn. Eftir dapurt gengi að undanförnu small vörn liðsins saman í þeim leik og Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í markinu en það dugði ekki til gegn Haukum, sem geta orðið fyrsta liðið sem endar í 8. sæti en nær að slá út deildarmeistara. Magnús Óli Magnússon, besti sóknarmaður Vals, fór af velli meiddur í ökkla í leiknum á sunnudag og bættist á langan lista Valsara yfir meidda lykilmenn. Nýjasti landsliðsmaðurinn, Stiven Tobar Valencia, gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla, né heldur Tryggvi Garðar, og þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Róbert Aron Hostert spila varla aftur fyrr en í haust vegna meiðsla. Snorri bindur þó vonir við að Stiven yrði með í leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Vinni Haukar komast þeir áfram í undanúrslit en vinni Valur mætast liðin í oddaleik á Hlíðarenda á laugardaginn. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Snorri Steinn var ráðinn spilandi þjálfari Vals árið 2017 en lagði skóna svo á hilluna ári síðar og einbeitti sér að þjálfun liðsins. Árið 2016 hafði hann lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa leikið lykilhlutverk í bláu treyjunni um langt árabil. En þó að tæp fimm ár séu liðin síðan að Snorri spilaði síðast handbolta í efstu deild þá er ekki útilokað að hann taki fram skóna á Ásvöllum í kvöld, vegna mikilla forfalla hjá Valsmönnum. Þessi 41 árs gamli þjálfari hefur tekið þátt í æfingum Vals í vikunni og staðfesti við Bylgjuna í dag að hann yrði á skýrslu ef að Tryggvi Garðar Jónsson næði ekki að jafna sig fyrir leik. „Ekki viss um að ég geri mikið gagn“ „Ég er að bíða eftir skilaboðum frá Tryggva. Hann er búinn að vera rúmlega fárveikur og hefur ekkert getað æft með okkur. Þetta er svona spurning hvort Tryggvi eða ég verði í hóp. Þú mátt giska á hvort ég vil,“ sagði Snorri. „Ef Tryggvi er ekki með í kvöld þá er ég í hóp. Staðfest. Nú er bara allt undir og ef illa fer þá er ekkert á morgun. Menn vilja bara fórna sér eins langt og það nær,“ sagði Snorri. Svo að meira að segja þjáflarinn er til í að fórna sér? „Það er af illri nauðsyn, ég er nú ekki viss um að ég geri mikið gagn. Við verðum allavega að fylla skýrsluna.“ En í hvernig ástandi er Snorri og hvenær spilaði hann síðast? „Ætli ég hafi ekki dottið út fyrir Bjögga og Haukum síðast, einmitt í átta liða úrslitum. Það eru einhver fjögur, fimm ár síðan. Ég hef ekki æft neitt síðan og hef ekki saknað þess neitt, svona ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þetta er klárlega ekkert eitthvað sem við viljum, bara langt í frá. En ég er nú í fínu formi. Ég er duglegur að æfa en ég hef ekkert æft handbolta.“ Valsmenn í sumarfrí ef þeir tapa Valsmenn eru með bakið uppi við vegg eftir 24-22 tap gegn Haukum á heimavelli á sunnudaginn. Eftir dapurt gengi að undanförnu small vörn liðsins saman í þeim leik og Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í markinu en það dugði ekki til gegn Haukum, sem geta orðið fyrsta liðið sem endar í 8. sæti en nær að slá út deildarmeistara. Magnús Óli Magnússon, besti sóknarmaður Vals, fór af velli meiddur í ökkla í leiknum á sunnudag og bættist á langan lista Valsara yfir meidda lykilmenn. Nýjasti landsliðsmaðurinn, Stiven Tobar Valencia, gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla, né heldur Tryggvi Garðar, og þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Róbert Aron Hostert spila varla aftur fyrr en í haust vegna meiðsla. Snorri bindur þó vonir við að Stiven yrði með í leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Vinni Haukar komast þeir áfram í undanúrslit en vinni Valur mætast liðin í oddaleik á Hlíðarenda á laugardaginn.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira