Fjárhagsáhyggjur stór þáttur í aukinni sókn í sjúkradagpeninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. apríl 2023 12:01 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir aukna sókn í sjúkrasjóði stéttarfélaga mega rekja að stórum hluta til fjárhagsáhyggja launþega. VÍSIR/VILHELM Sókn í sjúkrasjóð VR hefur aukist talsvert eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk. Formaður VR segir þróunina svipaða hjá flestum stéttarfélögum og mega rekja til álags vegna fjárhagsáhyggja launþega. Greint var frá því á Vísi í gær að gleraugna- og tannviðgerðastyrkir heyri sögunni til hjá Bandalagi háskólamanna vegna stóraukinnar sóknar félagsmanna í sjúkradagpeninga. Gissur Kolbeinsson, framkvæmdastjóri BHM, segir veikindatíðni félagsmanna hjá hinu opinbera hafa aukist svo mikið að skera hafi þurft niður styrki á móti svo áfram sé hægt að veita styrki fyrir framfærslu í veikindum. Þetta er ekki einsdæmi hjá BHM. Aðsókn í sjúkradagpeninga hefur einnig aukist meðal hjúkrunarfræðinga, félagsmanna Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Einingar-Iðju í Eyjafirði. Þá hefur einnig orðið aukning í sjúkrasjóð VR. „Frá 2017 byrjaði mikil aukning í afgreiðslu á sjúkradagpeningum vegna geðrænna kvilla sem má rekja til kulnunar og streitu. Við sáum þessa þróun vera mjög mikla upp á við frá 2017 og þurftum að gera ráðstafanir nokkrum árum síðar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Þessar tölur fóru síðan niður núna í kórónuveirufaraldrinum en eru að fara upp aftur. Sem betur fer standa sjóðir VR mjög sterkt þannig að við þurfum ekki að grípa til ráðstafana eins og BHM.“ Fjárhagsáhyggjur stór hluti Þróunin hafi verið svipuð hjá flestum stéttarfélögum síðustu ár sem rekja megi til streitutengdra sjúkdóma í miklu mæli. Þegar aukning varð um 2017 hafi það að hluta veirð rakið til álags í kjölfar fjármálarhunsins. „Þegar fór að hægjast um og fólk fór að vinna betur úr og fékk andrými til að takast á við álagið sem því fylgdi. Við höfum auðvitað auðvitað mjög miklar áhyggjur af því að við séum að horfa á svipaða þróun núna, þegar erfiðleikar steðja að hjá fólki að ná endum saman, að það muni á endanum leiða til þess að fólk hreinlega gefist upp,“ segir Ragnar. Taka þurfi á þessu í kjarasamningum og með aðkomu stjórnvalda. „Að tryggja það að fólk geti lifað með mannlegri reisn, náð endum saman og tryggja að framfærsla allra hópa sé tryggð og fólk þurfi ekki að vinna myrkranna á milli bara til að ná endum saman. Þá spilar allt inní: Húsnæðiskostnaður, leiguverð, matvælaverð, opinber gjöld og fleira. Við þurfum að tryggja að dagvinnukaupið standi undir þessu vegna þess að mikið og langvarandi álag út af framfærsluvanda og -áhyggjum er klárlega mjög stór áhrifaþáttur í þessari breytu,“ segir Ragnar. Geðheilbrigði Stéttarfélög Tengdar fréttir Styrkir úr sögunni vegna stóraukinna veikinda Gleraugna- og tannviðgerðastyrkir eru á meðal þeirra styrkja sem heyra sögunni til hjá Bandalagi háskólamanna. Ástæðan er stóraukin sókn félagsmanna í sjúkradagpeninga sem er í forgangi hjá félaginu. 17. apríl 2023 16:44 Mikil aukning á greiðslum úr sjúkrasjóðum Fjöldi þeirra hjúkrunarfræðinga sem fengu sjúkradagpeninga úr styrktarsjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á síðasta ári náði næsum fimm hundruð manns, sem gera um 3,2 prósent alls félagsfólks. 26. október 2022 06:48 Stór hópur í lausu lofti eftir nýja skilgreiningu á kulnun Sálfræðingar hafa áhyggjur af því að ný og þrengri skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar WHO á kulnun – um að hún geti eingöngu verið vinnutengd – verði til þess að fólk sem búið er að keyra streitukerfið sitt í þrot fái ekki viðurkenningu á vanda sínum og að það geti átt á hættu að fá ranga greiningu. Sálfræðingarnir benda á að það geti verið skaðlegt fyrir fólk í kulnun að fá meðferð við þunglyndi. Vont ástand geti orðið verra. 5. apríl 2023 16:28 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í gær að gleraugna- og tannviðgerðastyrkir heyri sögunni til hjá Bandalagi háskólamanna vegna stóraukinnar sóknar félagsmanna í sjúkradagpeninga. Gissur Kolbeinsson, framkvæmdastjóri BHM, segir veikindatíðni félagsmanna hjá hinu opinbera hafa aukist svo mikið að skera hafi þurft niður styrki á móti svo áfram sé hægt að veita styrki fyrir framfærslu í veikindum. Þetta er ekki einsdæmi hjá BHM. Aðsókn í sjúkradagpeninga hefur einnig aukist meðal hjúkrunarfræðinga, félagsmanna Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Einingar-Iðju í Eyjafirði. Þá hefur einnig orðið aukning í sjúkrasjóð VR. „Frá 2017 byrjaði mikil aukning í afgreiðslu á sjúkradagpeningum vegna geðrænna kvilla sem má rekja til kulnunar og streitu. Við sáum þessa þróun vera mjög mikla upp á við frá 2017 og þurftum að gera ráðstafanir nokkrum árum síðar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Þessar tölur fóru síðan niður núna í kórónuveirufaraldrinum en eru að fara upp aftur. Sem betur fer standa sjóðir VR mjög sterkt þannig að við þurfum ekki að grípa til ráðstafana eins og BHM.“ Fjárhagsáhyggjur stór hluti Þróunin hafi verið svipuð hjá flestum stéttarfélögum síðustu ár sem rekja megi til streitutengdra sjúkdóma í miklu mæli. Þegar aukning varð um 2017 hafi það að hluta veirð rakið til álags í kjölfar fjármálarhunsins. „Þegar fór að hægjast um og fólk fór að vinna betur úr og fékk andrými til að takast á við álagið sem því fylgdi. Við höfum auðvitað auðvitað mjög miklar áhyggjur af því að við séum að horfa á svipaða þróun núna, þegar erfiðleikar steðja að hjá fólki að ná endum saman, að það muni á endanum leiða til þess að fólk hreinlega gefist upp,“ segir Ragnar. Taka þurfi á þessu í kjarasamningum og með aðkomu stjórnvalda. „Að tryggja það að fólk geti lifað með mannlegri reisn, náð endum saman og tryggja að framfærsla allra hópa sé tryggð og fólk þurfi ekki að vinna myrkranna á milli bara til að ná endum saman. Þá spilar allt inní: Húsnæðiskostnaður, leiguverð, matvælaverð, opinber gjöld og fleira. Við þurfum að tryggja að dagvinnukaupið standi undir þessu vegna þess að mikið og langvarandi álag út af framfærsluvanda og -áhyggjum er klárlega mjög stór áhrifaþáttur í þessari breytu,“ segir Ragnar.
Geðheilbrigði Stéttarfélög Tengdar fréttir Styrkir úr sögunni vegna stóraukinna veikinda Gleraugna- og tannviðgerðastyrkir eru á meðal þeirra styrkja sem heyra sögunni til hjá Bandalagi háskólamanna. Ástæðan er stóraukin sókn félagsmanna í sjúkradagpeninga sem er í forgangi hjá félaginu. 17. apríl 2023 16:44 Mikil aukning á greiðslum úr sjúkrasjóðum Fjöldi þeirra hjúkrunarfræðinga sem fengu sjúkradagpeninga úr styrktarsjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á síðasta ári náði næsum fimm hundruð manns, sem gera um 3,2 prósent alls félagsfólks. 26. október 2022 06:48 Stór hópur í lausu lofti eftir nýja skilgreiningu á kulnun Sálfræðingar hafa áhyggjur af því að ný og þrengri skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar WHO á kulnun – um að hún geti eingöngu verið vinnutengd – verði til þess að fólk sem búið er að keyra streitukerfið sitt í þrot fái ekki viðurkenningu á vanda sínum og að það geti átt á hættu að fá ranga greiningu. Sálfræðingarnir benda á að það geti verið skaðlegt fyrir fólk í kulnun að fá meðferð við þunglyndi. Vont ástand geti orðið verra. 5. apríl 2023 16:28 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Styrkir úr sögunni vegna stóraukinna veikinda Gleraugna- og tannviðgerðastyrkir eru á meðal þeirra styrkja sem heyra sögunni til hjá Bandalagi háskólamanna. Ástæðan er stóraukin sókn félagsmanna í sjúkradagpeninga sem er í forgangi hjá félaginu. 17. apríl 2023 16:44
Mikil aukning á greiðslum úr sjúkrasjóðum Fjöldi þeirra hjúkrunarfræðinga sem fengu sjúkradagpeninga úr styrktarsjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á síðasta ári náði næsum fimm hundruð manns, sem gera um 3,2 prósent alls félagsfólks. 26. október 2022 06:48
Stór hópur í lausu lofti eftir nýja skilgreiningu á kulnun Sálfræðingar hafa áhyggjur af því að ný og þrengri skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar WHO á kulnun – um að hún geti eingöngu verið vinnutengd – verði til þess að fólk sem búið er að keyra streitukerfið sitt í þrot fái ekki viðurkenningu á vanda sínum og að það geti átt á hættu að fá ranga greiningu. Sálfræðingarnir benda á að það geti verið skaðlegt fyrir fólk í kulnun að fá meðferð við þunglyndi. Vont ástand geti orðið verra. 5. apríl 2023 16:28