Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2023 09:01 Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson voru glöð í bragði þegar þau handsöluðu áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf sitt í nóvember 2021. Verulega þarf að herða aðgeðrir til þess að markmið um 55% samdrátt í losun í stjórnarsáttmálanum verði að veruleika fyrir 2030. Vísir/Vilhelm Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Umhverfisstofnun skilaði árlegri landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins í mars en losunartölurnar voru gerðar opinberar í dag. Heildarlosun jókst um 0,8 prósent á milli 2020 og 2021 en sú losun sem íslensk stjórnvöld þurfa að standa skil á gagnvart alþjóðaskuldbindingum um 2,2 prósent. Hún var þó enn 3,3 prósentum lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Hækkunina má að mestu leyti rekja til aukinnar orkunotkunar, fyrst og fremst bíla og fiskiskipa. Auk nýrra talna um losun á Íslandi fyrir árið 2021 birti Umhverfisstofnun upplýsingar um framreiknaða losun Íslands til 2050. Samkvæmt útreikningunum, sem gerðir eru á tveggja ára fresti, er hætta á að Ísland standi ekki við væntanlegar skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Þá virðist sjálfstætt markmið ríkisstjórnarinnar um að ná 55 prósent samdrætti í losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda árið 2030 borið saman við árið 2005 einnig víðsfjarri. Samdrátturinn frá 2005 er talinn nema tíu prósentum árið 2021. Þegar tekið er mið af þeim aðgerðum sem eru þegar í gangi eða hafa verið staðfestar stefnir í að losunin dragist saman um 24 prósent á tímabilinu, vel innan við helming af yfirlýstu markmiðinu. Samkvæmt viðbótarsviðsmynd Umhverfisstofnunar, þar sem gert er ráð fyrir frekari aðgerðum sem raunhæft gætu bæst við en eru hvorki fjármagnaðar né staðfestar, gæti samdrátturinn náð 26 prósentum fyrir lok áratugsins. Hafa mögulega sveigjanleika til að standast núverandi skuldbindingu Íslensk stjórnvöld eru í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um að draga sameiginlega úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2030 vegna Parísarsamkomulagsins. Hlutdeild Íslands í því markmiði er 29 prósent samdráttur en það nær til losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Losun frá stóriðju og losun og binding vegna landnotkunar er þar undanskilin. Jafnvel þó að árangurinn sem Ísland nær í að draga úr losun á þessum áratug verði ekki meiri en þau 24 prósent sem Umhverfissstofnun framreiknar út frá núverandi aðgerðum gætu stjórnvöld staðið við þessa skuldbindingu sína með því að nýta sér sveigjanleika í framtalinu. Meðal annars er hægt að selja ónotaðar losunarheimildir í viðskiptakerfi fyrir stóriðju eða telja fram nettóbindingu vegna landnotkunar ef hún næst. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Evrópusambandið hefur þegar hert á losunarmarkmiði sínu og hljóðar það nú upp á 55 prósent samdrátt árið 2030 miðað við árið 2005. Ekki hefur enn verið staðfest hver hlutdeild Íslands í því markmiði verður en það gæti verið í kringum fjörutíu prósent samdráttur á losun á beinni ábyrgð stjórnvalda. Verði sú raunin gætu íslensk stjórnvöld átt erfitt með að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar á þessum áratug nema til komi nýjar og hertar aðgerðir. Þarf hertar aðgerðir í nýrri aðgerðaáætlun Enn lengra er í sjálfstæða 55 prósent losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigríður Rós Einarsdóttir, sérfræðingur í losunarbókhaldi hjá Umhverfisstofnun, segir við Vísi að samkvæmt framreikningnum náist markmiðið ekki. Spáin sé þó varfærin og ýmsar aðgerðir séu í gildi sem ekki sé hægt að leggja mat á. Hún nefnir þar ýmis fræðsluverkefni. Auk þess byggist spá Umhverfisstofnunar aðeins á aðgerðaáætlun stjórnvalda. Þannig eru ótalin áhrif aðgerða úti í samfélaginu eins og fyrirtækja sem draga úr losun sinni eða ráðast í kolefnisbindingarverkefni. Ríkisstjórnin vinnur nú að nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem á að kynna í ár eða í síðasta lagi á næsta ári. „Vonandi verða þá bara hertar aðgerðir í þeirri aðgerðaáætlun,“ segir Sigríður Rós. Losun á beinni ábyrgð meira en helmingist fyrir miðja öldina Spá Umhverfisstofnunar gerir ráð fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda hafi þegar náð hámarki sínu árið 2008. Eftir dýfu í kórónuveirufaraldrinum á milli 2020 og 2022 aukist losunin í ár en byrji svo að dragast saman eftir það. Reiknað er með því að losunin dragist saman um 0,6 prósent á ári að meðaltali á milli 2021 og 2050. Miðað við það drægist heildarlosun Íslands saman um sautján prósent fyrir miðja öldina. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda drægist saman um 57,1 prósent. Vegasamgöngur (31 prósent), landbúnaður (22 prósent) og fiskiskip (21 prósent) eru stærstu uppsprettur losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Saman telja þær 74 prósent losunarinnar. Mestum samdrætti í losun er spáð í orkunotkun, þar á meðal fyrir bíla og fiskiskip. Gert er ráð fyrir að hún dragist saman um fimmtung fyrir 2030 og 77 prósent fyrir miðja öldina. Losun frá landbúnaði á að dragast aðeins saman, fimm prósent fyrir 2030 og átta prósent fyrir 2050. Lítilli breytingu er spáð á losun frá iðnaði og landi. Umtalsverð vikmörk eru þó á gögnum um losun vegna landnotkunar og skógræktar þar sem nánari rannsóknar skortir á því sviði. Mikið hefur verið rætt um losun frá framræstu votlendi undanfarin ár en það er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Hægt hefur gengið að endurheimta votlendi. Til marks um það tilkynnti Votlendissjóður, sjálfseignasjóður sem vann að endurheimt votlendis, að dregið yrði úr rekstrinum, meðal annars vegna skorts á jörðum, í febrúar. Umhverfisstofnun áætlar að með aukinni landgræðslu og endurheimt votlendis dragist losun frá framræstu landi saman um fimm prósent árið 2050. Hún verði þá um þrjú hundruð þúsund tonnum koltvísýringsígilda minni þá en árið 2021. Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Losun dróst saman en áfram vantar upp í markmið Íslands Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. 3. maí 2022 16:56 Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 17. desember 2021 07:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Umhverfisstofnun skilaði árlegri landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins í mars en losunartölurnar voru gerðar opinberar í dag. Heildarlosun jókst um 0,8 prósent á milli 2020 og 2021 en sú losun sem íslensk stjórnvöld þurfa að standa skil á gagnvart alþjóðaskuldbindingum um 2,2 prósent. Hún var þó enn 3,3 prósentum lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Hækkunina má að mestu leyti rekja til aukinnar orkunotkunar, fyrst og fremst bíla og fiskiskipa. Auk nýrra talna um losun á Íslandi fyrir árið 2021 birti Umhverfisstofnun upplýsingar um framreiknaða losun Íslands til 2050. Samkvæmt útreikningunum, sem gerðir eru á tveggja ára fresti, er hætta á að Ísland standi ekki við væntanlegar skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Þá virðist sjálfstætt markmið ríkisstjórnarinnar um að ná 55 prósent samdrætti í losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda árið 2030 borið saman við árið 2005 einnig víðsfjarri. Samdrátturinn frá 2005 er talinn nema tíu prósentum árið 2021. Þegar tekið er mið af þeim aðgerðum sem eru þegar í gangi eða hafa verið staðfestar stefnir í að losunin dragist saman um 24 prósent á tímabilinu, vel innan við helming af yfirlýstu markmiðinu. Samkvæmt viðbótarsviðsmynd Umhverfisstofnunar, þar sem gert er ráð fyrir frekari aðgerðum sem raunhæft gætu bæst við en eru hvorki fjármagnaðar né staðfestar, gæti samdrátturinn náð 26 prósentum fyrir lok áratugsins. Hafa mögulega sveigjanleika til að standast núverandi skuldbindingu Íslensk stjórnvöld eru í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um að draga sameiginlega úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2030 vegna Parísarsamkomulagsins. Hlutdeild Íslands í því markmiði er 29 prósent samdráttur en það nær til losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Losun frá stóriðju og losun og binding vegna landnotkunar er þar undanskilin. Jafnvel þó að árangurinn sem Ísland nær í að draga úr losun á þessum áratug verði ekki meiri en þau 24 prósent sem Umhverfissstofnun framreiknar út frá núverandi aðgerðum gætu stjórnvöld staðið við þessa skuldbindingu sína með því að nýta sér sveigjanleika í framtalinu. Meðal annars er hægt að selja ónotaðar losunarheimildir í viðskiptakerfi fyrir stóriðju eða telja fram nettóbindingu vegna landnotkunar ef hún næst. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Evrópusambandið hefur þegar hert á losunarmarkmiði sínu og hljóðar það nú upp á 55 prósent samdrátt árið 2030 miðað við árið 2005. Ekki hefur enn verið staðfest hver hlutdeild Íslands í því markmiði verður en það gæti verið í kringum fjörutíu prósent samdráttur á losun á beinni ábyrgð stjórnvalda. Verði sú raunin gætu íslensk stjórnvöld átt erfitt með að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar á þessum áratug nema til komi nýjar og hertar aðgerðir. Þarf hertar aðgerðir í nýrri aðgerðaáætlun Enn lengra er í sjálfstæða 55 prósent losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigríður Rós Einarsdóttir, sérfræðingur í losunarbókhaldi hjá Umhverfisstofnun, segir við Vísi að samkvæmt framreikningnum náist markmiðið ekki. Spáin sé þó varfærin og ýmsar aðgerðir séu í gildi sem ekki sé hægt að leggja mat á. Hún nefnir þar ýmis fræðsluverkefni. Auk þess byggist spá Umhverfisstofnunar aðeins á aðgerðaáætlun stjórnvalda. Þannig eru ótalin áhrif aðgerða úti í samfélaginu eins og fyrirtækja sem draga úr losun sinni eða ráðast í kolefnisbindingarverkefni. Ríkisstjórnin vinnur nú að nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem á að kynna í ár eða í síðasta lagi á næsta ári. „Vonandi verða þá bara hertar aðgerðir í þeirri aðgerðaáætlun,“ segir Sigríður Rós. Losun á beinni ábyrgð meira en helmingist fyrir miðja öldina Spá Umhverfisstofnunar gerir ráð fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda hafi þegar náð hámarki sínu árið 2008. Eftir dýfu í kórónuveirufaraldrinum á milli 2020 og 2022 aukist losunin í ár en byrji svo að dragast saman eftir það. Reiknað er með því að losunin dragist saman um 0,6 prósent á ári að meðaltali á milli 2021 og 2050. Miðað við það drægist heildarlosun Íslands saman um sautján prósent fyrir miðja öldina. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda drægist saman um 57,1 prósent. Vegasamgöngur (31 prósent), landbúnaður (22 prósent) og fiskiskip (21 prósent) eru stærstu uppsprettur losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Saman telja þær 74 prósent losunarinnar. Mestum samdrætti í losun er spáð í orkunotkun, þar á meðal fyrir bíla og fiskiskip. Gert er ráð fyrir að hún dragist saman um fimmtung fyrir 2030 og 77 prósent fyrir miðja öldina. Losun frá landbúnaði á að dragast aðeins saman, fimm prósent fyrir 2030 og átta prósent fyrir 2050. Lítilli breytingu er spáð á losun frá iðnaði og landi. Umtalsverð vikmörk eru þó á gögnum um losun vegna landnotkunar og skógræktar þar sem nánari rannsóknar skortir á því sviði. Mikið hefur verið rætt um losun frá framræstu votlendi undanfarin ár en það er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Hægt hefur gengið að endurheimta votlendi. Til marks um það tilkynnti Votlendissjóður, sjálfseignasjóður sem vann að endurheimt votlendis, að dregið yrði úr rekstrinum, meðal annars vegna skorts á jörðum, í febrúar. Umhverfisstofnun áætlar að með aukinni landgræðslu og endurheimt votlendis dragist losun frá framræstu landi saman um fimm prósent árið 2050. Hún verði þá um þrjú hundruð þúsund tonnum koltvísýringsígilda minni þá en árið 2021.
Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Losun dróst saman en áfram vantar upp í markmið Íslands Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. 3. maí 2022 16:56 Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 17. desember 2021 07:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Losun dróst saman en áfram vantar upp í markmið Íslands Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. 3. maí 2022 16:56
Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53
Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 17. desember 2021 07:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent