Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. apríl 2023 16:27 864 drónar flögruðu fyrir ofan sviðið í litadýrð við tónlist Bjarkar. Santiago Felipe Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. Björk var eitt af aðalnúmerum gærdagsins á hátíðinni ásamt tónlistarmönnum á borð við Frank Ocean, Chris Lake og Kali Uchis. En hátíðin er haldin í eyðimerkurbænum Indio, austan við Los Angeles og San Diego. Var þetta í þriðja skiptið sem Björk kemur fram á Coachella, en 16 ár eru síðan síðast. Flutti Björk lög frá öllum ferlinum við undirleik sinfóníuhljómsveitar og mikinn fögnuð áhorfenda. Meðal annars tók hún lögin Isobel, I´ve Seen it All, Hunter og Jóga. . @bjork, Orchestra, Drones & @coachella 2023 pic.twitter.com/mtVnkgAJ4K— Adib Hidayat (@AdibHidayat) April 17, 2023 Á meðan flögruðu drónarnir yfir sviðinu og skiptu um liti eftir hrynjanda tónlistarinnar. Var það mikið sjónarspil. 864 drónar Tilkynnti Björk það á sviðinu að drónafyrirtækið Studio Drift hefði verið í samstarfi við hana um sýninguna. „Ég vildi deila með ykkur því að ég er mjög spennt að hafa 864 dróna með mér í kvöld,“ sagði Björk samkvæmt tónlistartímaritinu NME. En Björk hefur alla tíð lagt mikla áherslu á sjónræna hluta tónleikahaldsins. Seinna á árinu mun Björk túra um Evrópu með sýninguna sína Cornucopia. Þar á meðal í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní. Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Fleiri fréttir Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Björk var eitt af aðalnúmerum gærdagsins á hátíðinni ásamt tónlistarmönnum á borð við Frank Ocean, Chris Lake og Kali Uchis. En hátíðin er haldin í eyðimerkurbænum Indio, austan við Los Angeles og San Diego. Var þetta í þriðja skiptið sem Björk kemur fram á Coachella, en 16 ár eru síðan síðast. Flutti Björk lög frá öllum ferlinum við undirleik sinfóníuhljómsveitar og mikinn fögnuð áhorfenda. Meðal annars tók hún lögin Isobel, I´ve Seen it All, Hunter og Jóga. . @bjork, Orchestra, Drones & @coachella 2023 pic.twitter.com/mtVnkgAJ4K— Adib Hidayat (@AdibHidayat) April 17, 2023 Á meðan flögruðu drónarnir yfir sviðinu og skiptu um liti eftir hrynjanda tónlistarinnar. Var það mikið sjónarspil. 864 drónar Tilkynnti Björk það á sviðinu að drónafyrirtækið Studio Drift hefði verið í samstarfi við hana um sýninguna. „Ég vildi deila með ykkur því að ég er mjög spennt að hafa 864 dróna með mér í kvöld,“ sagði Björk samkvæmt tónlistartímaritinu NME. En Björk hefur alla tíð lagt mikla áherslu á sjónræna hluta tónleikahaldsins. Seinna á árinu mun Björk túra um Evrópu með sýninguna sína Cornucopia. Þar á meðal í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní.
Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Fleiri fréttir Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31