Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 15:42 Mótmælendur vekja athygli á máli drengsins sem var skotinn þegar hann bankaði upp á í röngu húsi í Kansas-borg í Missouri í síðustu viku. AP/Susan Pfannmuller/The Kansas City Star Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. Yfirvöld hafa litlar upplýsingar viljað gefa um hvað gerðist þegar sextán ára gamall svartur drengur var skotinn lífshættulega þegar hann ætlaði að sækja yngri tvíburabræður sína á fimmtudagskvöld. Staðarfjölmiðlar segja að húsráðandinn sem skaut hann virðist vera hvítur, að sögn AP-fréttastofunnar. Frænka piltsins segir að hann honum hafi verið falið að sækja bræður sína en hann farið húsavillt og knúið dyra í röngu húsi. Hún segir að karlmaður hafi komið til dyra, séð drenginn og skotið hann í höfuðið. Þegar hann féll í jörðina hafi maðurinn skotið hann aftur. Piltinum hafi tekist að komast undan en þurft að leita ásjár í þremur húsum áður en honum var loks hjálpað. Lögreglan vill ekki staðfesta hversu oft pilturinn var skotinn. Stacey Graves, lögreglustjóri, segir að þær upplýsingar sem lögregla hafi í höndunum nú bendi ekki til þess að kynþáttur drengsins hafi verið ástæða þess að hann var skotinn en það sé enn til rannsóknar. Rannsóknin beinist einnig að því hvort að húsráðandinn hafi verið í rétti á grundvelli laga í Missouri sem gefur fólk leyfi til að verja heimili sitt með valdi. Húsráðandinn var handtekinn á fimmtudagskvöld og haldið í sólarhring. Ástand piltsins er sagt stöðugt en að sár hans séu lífshættuleg. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Yfirvöld hafa litlar upplýsingar viljað gefa um hvað gerðist þegar sextán ára gamall svartur drengur var skotinn lífshættulega þegar hann ætlaði að sækja yngri tvíburabræður sína á fimmtudagskvöld. Staðarfjölmiðlar segja að húsráðandinn sem skaut hann virðist vera hvítur, að sögn AP-fréttastofunnar. Frænka piltsins segir að hann honum hafi verið falið að sækja bræður sína en hann farið húsavillt og knúið dyra í röngu húsi. Hún segir að karlmaður hafi komið til dyra, séð drenginn og skotið hann í höfuðið. Þegar hann féll í jörðina hafi maðurinn skotið hann aftur. Piltinum hafi tekist að komast undan en þurft að leita ásjár í þremur húsum áður en honum var loks hjálpað. Lögreglan vill ekki staðfesta hversu oft pilturinn var skotinn. Stacey Graves, lögreglustjóri, segir að þær upplýsingar sem lögregla hafi í höndunum nú bendi ekki til þess að kynþáttur drengsins hafi verið ástæða þess að hann var skotinn en það sé enn til rannsóknar. Rannsóknin beinist einnig að því hvort að húsráðandinn hafi verið í rétti á grundvelli laga í Missouri sem gefur fólk leyfi til að verja heimili sitt með valdi. Húsráðandinn var handtekinn á fimmtudagskvöld og haldið í sólarhring. Ástand piltsins er sagt stöðugt en að sár hans séu lífshættuleg.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira