Tindur hefur verið í þjónustu lögreglunnar í níu ár en hann er að verða ellefu ára gamall. Hans síðasti þjónustudagur var fyrir helgi og tekur nú hundurinn Buster við af honum.

Haldin var veisla til heiðurs honum á lögreglustöðinni á Ísafirði. Þar fékk hann lifrarpylsu sem þakklætisvott fyrir framúrskarandi þjónustu en lifrarpylsa er það besta sem hann fær. Hann hefur nú verið afhentur til umsjónarmanns síns og þjálfara, Þóris Guðmundssonar og fjölskyldu.
Lögreglan á Vestfjörðum birti færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem Tindi er þakkað fyrir þjónustuna öll þessi ár.