Einar Jónsson: Ýmislegt annað sem má laga í þessum handboltaleik Þorsteinn HJálmsson skrifar 16. apríl 2023 18:55 Einar vonsvikinn. Vísir/Diego Framarar eru lentir undir, 1-0, í einvígi sínu gegn Aftureldingu í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir framlengdan leik liðanna í Úlfarsárdal í kvöld þar sem lokatölur voru 30-33 Aftureldingu í vil. Aðspurður hvað hafi ráðið úrslitum í leiknum, sem var mjög sveiflukenndur, sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, þetta. „Það er von að þú spyrjir. Við áttum að klára þetta í venjulegum leiktíma, það er alveg á hreinu. Mér finnst við slakir í vörn í dag. Byrjum illa sóknarlega líka, mjötlum þetta samt áfram. Það kannski fer þar bara kannski best að segja sem minnst hvað það varðar.“ Fram hóf síðari hálfleik leiksins mjög vel eftir að hafa verið marki undir í hálfleik en misstu þá forystu hratt frá sér. Einar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Diego „Við vorum komnir hérna þrem yfir um miðbik seinni hálfleiks eða einhvers staðar þar um kring. Þá bara köstum við boltanum frá okkur, bara glórulausar ákvarðanir, illa framkvæmdar sóknir og þar vorum við sjálfum okkur verstir því miður. Við hefðum kannski getað verið með stærri forystu og fengið betri tök á leikinn, það er alveg klárt mál. Það er margt sem við getum lagað, alveg klárlega, en það er ýmislegt annað sem má laga í þessum handboltaleik,“ sagði Einar. Aðspurður hvort hann væri að tala um dómgæsluna varðandi það hvað mætti laga í leiknum þá neitaði hann því, þó í kaldhæðnislegum tón. „Nei, ég ætla ekki að segja neitt núna. Þeir eru alltaf frábærir, stóðu sig frábærlega, ekki spurning.“ Næsti leikur í einvíginu er á miðvikudaginn að Varmá í Mosfellsbæ. Einar bendir til himins.Vísir/Diego „Möguleikarnir eru bara að fara og spila betur og vinna þá og koma aftur hingað heim. Við fáum bara alvöru dómara á þann leik, þannig að þetta verður bara frábær umgjörð og ég er ánægður með það. Það er ekkert annað því til fyrirstöðu en bara að vinna þetta en við þurfum að spila betur. Vera betri varnarlega klárlega og sóknarlega erum við svolítið einhæfir. Við erum slakir í framlengingunni líka. Það er margt sem ég get talið upp hérna sem var ábótavant. Svona eru allir leikir búnir að vera, Fram-Afturelding. Við erum ekkert að grafa hausnum í sandinn við bara mætum teinréttir á miðvikudaginn og reynum að ná í topp frammistöðu og þá komum við aftur hingað,“ sagði Einar Jónsson að lokum. Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 30-33 | Mosfellingur unnu í Úlfarsárdalnum Afturelding vann dramatískan þriggja marka sigur á Fram í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Framlengja þurfti leikinn en þar reyndist Afturelding sterkari. 16. apríl 2023 18:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Aðspurður hvað hafi ráðið úrslitum í leiknum, sem var mjög sveiflukenndur, sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, þetta. „Það er von að þú spyrjir. Við áttum að klára þetta í venjulegum leiktíma, það er alveg á hreinu. Mér finnst við slakir í vörn í dag. Byrjum illa sóknarlega líka, mjötlum þetta samt áfram. Það kannski fer þar bara kannski best að segja sem minnst hvað það varðar.“ Fram hóf síðari hálfleik leiksins mjög vel eftir að hafa verið marki undir í hálfleik en misstu þá forystu hratt frá sér. Einar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Diego „Við vorum komnir hérna þrem yfir um miðbik seinni hálfleiks eða einhvers staðar þar um kring. Þá bara köstum við boltanum frá okkur, bara glórulausar ákvarðanir, illa framkvæmdar sóknir og þar vorum við sjálfum okkur verstir því miður. Við hefðum kannski getað verið með stærri forystu og fengið betri tök á leikinn, það er alveg klárt mál. Það er margt sem við getum lagað, alveg klárlega, en það er ýmislegt annað sem má laga í þessum handboltaleik,“ sagði Einar. Aðspurður hvort hann væri að tala um dómgæsluna varðandi það hvað mætti laga í leiknum þá neitaði hann því, þó í kaldhæðnislegum tón. „Nei, ég ætla ekki að segja neitt núna. Þeir eru alltaf frábærir, stóðu sig frábærlega, ekki spurning.“ Næsti leikur í einvíginu er á miðvikudaginn að Varmá í Mosfellsbæ. Einar bendir til himins.Vísir/Diego „Möguleikarnir eru bara að fara og spila betur og vinna þá og koma aftur hingað heim. Við fáum bara alvöru dómara á þann leik, þannig að þetta verður bara frábær umgjörð og ég er ánægður með það. Það er ekkert annað því til fyrirstöðu en bara að vinna þetta en við þurfum að spila betur. Vera betri varnarlega klárlega og sóknarlega erum við svolítið einhæfir. Við erum slakir í framlengingunni líka. Það er margt sem ég get talið upp hérna sem var ábótavant. Svona eru allir leikir búnir að vera, Fram-Afturelding. Við erum ekkert að grafa hausnum í sandinn við bara mætum teinréttir á miðvikudaginn og reynum að ná í topp frammistöðu og þá komum við aftur hingað,“ sagði Einar Jónsson að lokum.
Handbolti Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 30-33 | Mosfellingur unnu í Úlfarsárdalnum Afturelding vann dramatískan þriggja marka sigur á Fram í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Framlengja þurfti leikinn en þar reyndist Afturelding sterkari. 16. apríl 2023 18:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 30-33 | Mosfellingur unnu í Úlfarsárdalnum Afturelding vann dramatískan þriggja marka sigur á Fram í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Framlengja þurfti leikinn en þar reyndist Afturelding sterkari. 16. apríl 2023 18:00