Sjö egg í laup krummapars á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2023 21:04 Grétar Ingi Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Byko á Selfossi bendir hér á laupinn við merki verslunarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Enn og aftur hafa hrafnarnir Hrefna og Hrafn gert sér laup við verslun Byko á Selfossi og þar er Hrefna búin að verpa sjö eggjum. En þetta er ekki eini laupurinn á Selfossi. Sama hrafnaparið hefur komið sér upp laup við Byko síðustu ár. Laupurinn núna er reyndar aðeins neðar en síðustu ár. Hröfnunum virðist líða vel á þessum stað enda eru komin sjö egg í laupinn, sem þykir mjög mikið þegar hrafnar eru annars vegar. „Þetta er níunda árið, sem þeir eru hjá okkur. Þetta er mikil skemmtun fyrir aðra og við settum upp myndavél fyrir nokkrum árum og höfum leyft fólki að fylgjast með. Það er fólk út um allan heim að fylgjast með þessu alveg til Ástralíu og víðar. Mér sýnist þetta vera þannig að kerlingin liggur á og karlinn skaffar æti,“ segir Grétar Ingi Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Byko á Selfossi. Hrefna, sem passar vel upp á eggin sín í laupnum við Byko á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Byko gefa líka fuglunum og þá eru þeir kallaðir í mat. Og það stendur ekki á viðbrögðunum, þá koma Hrefna og Hrafn fljúgandi til að sækja matinn og fara með hann á leynistað skammt frá Byko. Þau ætla greinilega að eiga nóg þegar ungarnir sjö klekjast út úr eggjunum. Hægt er að fylgjast með krummaparinu í beinni útsendingu í gegnum vefmyndavél allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heldur þú að það verði pláss fyrir sjö unga í laupnum? „Já, já, þau hljóta að hafa pláss. Það er allt skemmtilegt í kringum laupinn og fuglana, til dæmis bara í morgun var hér skólahópur af krökkum að skoða og eru búin að vera að kynna sér þetta,“ segir Grétar Ingi. En það er ekki bara laupurinn við Byko, það er annar laupur skammt frá versluninni í þyrpingu grenitrjáa. Ekki hefur verið laupur þarna áður svo vitað sé til og engin hefur hugmynd um hvort það sé komin egg í laupinn og hvað þau eru mörg, enda krummaparið hér ekki í beinni útsendingu allan sólarhringinn eins og parið við Byko. Þeir sem vilja fylgjast með útsendingunni þar gegna farið inn á heimasíðu Byko. Heimasíða Bykos Eggin sjö í laupnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Sama hrafnaparið hefur komið sér upp laup við Byko síðustu ár. Laupurinn núna er reyndar aðeins neðar en síðustu ár. Hröfnunum virðist líða vel á þessum stað enda eru komin sjö egg í laupinn, sem þykir mjög mikið þegar hrafnar eru annars vegar. „Þetta er níunda árið, sem þeir eru hjá okkur. Þetta er mikil skemmtun fyrir aðra og við settum upp myndavél fyrir nokkrum árum og höfum leyft fólki að fylgjast með. Það er fólk út um allan heim að fylgjast með þessu alveg til Ástralíu og víðar. Mér sýnist þetta vera þannig að kerlingin liggur á og karlinn skaffar æti,“ segir Grétar Ingi Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Byko á Selfossi. Hrefna, sem passar vel upp á eggin sín í laupnum við Byko á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Byko gefa líka fuglunum og þá eru þeir kallaðir í mat. Og það stendur ekki á viðbrögðunum, þá koma Hrefna og Hrafn fljúgandi til að sækja matinn og fara með hann á leynistað skammt frá Byko. Þau ætla greinilega að eiga nóg þegar ungarnir sjö klekjast út úr eggjunum. Hægt er að fylgjast með krummaparinu í beinni útsendingu í gegnum vefmyndavél allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heldur þú að það verði pláss fyrir sjö unga í laupnum? „Já, já, þau hljóta að hafa pláss. Það er allt skemmtilegt í kringum laupinn og fuglana, til dæmis bara í morgun var hér skólahópur af krökkum að skoða og eru búin að vera að kynna sér þetta,“ segir Grétar Ingi. En það er ekki bara laupurinn við Byko, það er annar laupur skammt frá versluninni í þyrpingu grenitrjáa. Ekki hefur verið laupur þarna áður svo vitað sé til og engin hefur hugmynd um hvort það sé komin egg í laupinn og hvað þau eru mörg, enda krummaparið hér ekki í beinni útsendingu allan sólarhringinn eins og parið við Byko. Þeir sem vilja fylgjast með útsendingunni þar gegna farið inn á heimasíðu Byko. Heimasíða Bykos Eggin sjö í laupnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira