Líta mál skipsins alvarlegum augum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2023 13:49 Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norskt línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna króna sekt. Atvikið kom upp aðfaranótt föstudags en skipinu var tafarlaust vísað til hafnar í Reykjavík, þar sem það kom í fyrrinótt. Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að unnt hafi verið að sjá skipið í fjareftirlitskerfi þeirra, sem hafi stóreflst á síðustu árum. „Varðstjórar í stjórnstöðinni hjá okkur tóku eftir því að þetta tiltekna skip var á veiðihraða inni á svæði sem er lokað fyrir veiðum. Það var haft samband við skipið þar sem skipstjóri játaði að hafa verið á veiðum.“ Veistu hvort þetta hafi verið vísvitandi gert? „Nei, nú fer bara rannsókn í gang þar sem málið verður skoðað og við bara sjáum hvað kemur út úr því.“ Er þetta algengt? „Nei, sem betur fer þá er þetta ekki algengt en þetta kemur fyrir öðru hvoru,“ segir Auðunn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varð vör við skipið.Landhelgisgæslan Liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu fóru um borð í skipið í gærmorgun þar sem rætt var við áhöfn skipsins auk þess sem farið var yfir afladagbók og veiðarfæri. Eftir vettvangsrannsókn hélt skipið frá Reykjavík. Auðunn segir málið alvarlegt. „Þessi svæði eru sett til að friða ákveðna stofna og friða veiðisvæði fyrir ákveðnum tegundum af veiðum. Það er náttúrulega alvarlegt ef að það er verið að veiða inni á þessum svæðum þegar þau eru lokuð þannig þessu máli verður tekið mjög alvarlega.“ Við brotum sem þessum eru viðurlög í formi sekta sem send eru til skipstjóra, sé hann dæmdur. „Þetta er oftast í nokkur hundruð þúsundum og getur farið upp í einhverjar milljónir eftir alvarleika brotsins. Nú fer bara málið til lögreglu og það verður gefin út kæra þegar það er búið að rannsaka málið, ef að ástæða er til, og svo fer þetta bara sinn farveg í kerfinu,“ segir Auðunn F. Kristinsson. Landhelgisgæslan Lögreglumál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Atvikið kom upp aðfaranótt föstudags en skipinu var tafarlaust vísað til hafnar í Reykjavík, þar sem það kom í fyrrinótt. Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að unnt hafi verið að sjá skipið í fjareftirlitskerfi þeirra, sem hafi stóreflst á síðustu árum. „Varðstjórar í stjórnstöðinni hjá okkur tóku eftir því að þetta tiltekna skip var á veiðihraða inni á svæði sem er lokað fyrir veiðum. Það var haft samband við skipið þar sem skipstjóri játaði að hafa verið á veiðum.“ Veistu hvort þetta hafi verið vísvitandi gert? „Nei, nú fer bara rannsókn í gang þar sem málið verður skoðað og við bara sjáum hvað kemur út úr því.“ Er þetta algengt? „Nei, sem betur fer þá er þetta ekki algengt en þetta kemur fyrir öðru hvoru,“ segir Auðunn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varð vör við skipið.Landhelgisgæslan Liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu fóru um borð í skipið í gærmorgun þar sem rætt var við áhöfn skipsins auk þess sem farið var yfir afladagbók og veiðarfæri. Eftir vettvangsrannsókn hélt skipið frá Reykjavík. Auðunn segir málið alvarlegt. „Þessi svæði eru sett til að friða ákveðna stofna og friða veiðisvæði fyrir ákveðnum tegundum af veiðum. Það er náttúrulega alvarlegt ef að það er verið að veiða inni á þessum svæðum þegar þau eru lokuð þannig þessu máli verður tekið mjög alvarlega.“ Við brotum sem þessum eru viðurlög í formi sekta sem send eru til skipstjóra, sé hann dæmdur. „Þetta er oftast í nokkur hundruð þúsundum og getur farið upp í einhverjar milljónir eftir alvarleika brotsins. Nú fer bara málið til lögreglu og það verður gefin út kæra þegar það er búið að rannsaka málið, ef að ástæða er til, og svo fer þetta bara sinn farveg í kerfinu,“ segir Auðunn F. Kristinsson.
Landhelgisgæslan Lögreglumál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04