„Hann fær þessi ár ekki aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 12:50 Gylfi Þór Sigurðsson sást fyrst á meðal almennings á EM kvenna í fótbolta í fyrrasumar, ári eftir handtöku, og faðmaði þá frænku sína Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Nú er hann frjáls maður. VÍSIR/VILHELM „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. Lögreglan í Manchester handtók Gylfa í júlí 2021, grunaðan um brot gegn ólögráða einstaklingi. Honum var svo sleppt gegn tryggingu en sætti farbanni allt þar til nú að saksóknaraembætti bresku krúnunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði ekki ákærður. Gylfi var 31 árs þegar hann var handtekinn og átti þá eitt ár eftir af samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Everton. Hann hafði verið keyptur til félagsins fyrir metfé árið 2017 og skrifað þá undir samning til fimm ára. Gylfi spilaði því engan fótbolta síðasta samningsár sitt hjá Everton og er án félags. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Gylfi hins vegar í góðu líkamlegu ástandi og með hug á að endurvekja ferilinn þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins. „Það sem kemur á óvart er að eftir svona langan tíma, þar sem að bornar eru á hann mjög alvarlegar sakir og hann settur í farbann frá Bretlandi, þá finnst manni hálfótrúlegt að þetta sé niðurstaðan. Á sama tíma gleður það mann auðvitað að það virðist ekki fótur fyrir neinu sem þarna átti að hafa verið í gangi,“ segir Arnar Sveinn. „Það fer auðvitað fyrir brjóstið á manni að leikmaður á hátindi ferils síns, besti fótboltamaður í sögu Íslands að öllum líkindum, að hann fær þessi ár aldrei aftur,“ segir Arnar Sveinn en tekur fram að hann viti vissulega ekki meira um málið en aðrir sem lesið hafi um það í fjölmiðlum. Arnar segir Leikmannasamtök Íslands hafa verið i sambandi við kollega sína í Bretlandi og boðið fram aðstoð vegna máls Gylfa en að þeir hafi hingað til haldið spilunum þétt að sér varðandi málið og því óvíst að Gylfi hafi fengið nokkurn stuðning frá þeim. „Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum“ Ljóst er að Gylfi hefur orðið af háum fjárhæðum vegna málsins en Arnar Sveinn bendir á að skaðinn af því að fá ekki að spila fótbolta í tvö ár, auk álagsins sem málið hafi haft á líf Gylfa og fjölskyldu hans, sé óbætanlegur. „Auðvitað er fullt af peningum í spilinu en þetta slær mann mest. Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum, og þar með tækifærið til að gera það sem hann elskar mest sem er að spila fótbolta. Þegar þetta er niðurstaðan þá spyr maður sig hvort nauðsynlegt hafi verið að gera þetta með þessum hætti, en það er auðvitað ekki eitthvað sem hægt er að segja neitt til um án þess að vita allt um málið. En manni finnst þetta allt saman mjög sorglegt. Nú hefur hann ekki spilað fótbolta í tvö ár og spurning hvaða möguleikar eru fyrir hann til að koma til baka. En svo er hann líka með fjölskyldu og fólk í kringum sig sem þetta bitnar á. Það og fótboltinn trompar alltaf alla þá peninga sem hann hefur misst af,“ segir Arnar Sveinn. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
Lögreglan í Manchester handtók Gylfa í júlí 2021, grunaðan um brot gegn ólögráða einstaklingi. Honum var svo sleppt gegn tryggingu en sætti farbanni allt þar til nú að saksóknaraembætti bresku krúnunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði ekki ákærður. Gylfi var 31 árs þegar hann var handtekinn og átti þá eitt ár eftir af samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Everton. Hann hafði verið keyptur til félagsins fyrir metfé árið 2017 og skrifað þá undir samning til fimm ára. Gylfi spilaði því engan fótbolta síðasta samningsár sitt hjá Everton og er án félags. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Gylfi hins vegar í góðu líkamlegu ástandi og með hug á að endurvekja ferilinn þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins. „Það sem kemur á óvart er að eftir svona langan tíma, þar sem að bornar eru á hann mjög alvarlegar sakir og hann settur í farbann frá Bretlandi, þá finnst manni hálfótrúlegt að þetta sé niðurstaðan. Á sama tíma gleður það mann auðvitað að það virðist ekki fótur fyrir neinu sem þarna átti að hafa verið í gangi,“ segir Arnar Sveinn. „Það fer auðvitað fyrir brjóstið á manni að leikmaður á hátindi ferils síns, besti fótboltamaður í sögu Íslands að öllum líkindum, að hann fær þessi ár aldrei aftur,“ segir Arnar Sveinn en tekur fram að hann viti vissulega ekki meira um málið en aðrir sem lesið hafi um það í fjölmiðlum. Arnar segir Leikmannasamtök Íslands hafa verið i sambandi við kollega sína í Bretlandi og boðið fram aðstoð vegna máls Gylfa en að þeir hafi hingað til haldið spilunum þétt að sér varðandi málið og því óvíst að Gylfi hafi fengið nokkurn stuðning frá þeim. „Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum“ Ljóst er að Gylfi hefur orðið af háum fjárhæðum vegna málsins en Arnar Sveinn bendir á að skaðinn af því að fá ekki að spila fótbolta í tvö ár, auk álagsins sem málið hafi haft á líf Gylfa og fjölskyldu hans, sé óbætanlegur. „Auðvitað er fullt af peningum í spilinu en þetta slær mann mest. Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum, og þar með tækifærið til að gera það sem hann elskar mest sem er að spila fótbolta. Þegar þetta er niðurstaðan þá spyr maður sig hvort nauðsynlegt hafi verið að gera þetta með þessum hætti, en það er auðvitað ekki eitthvað sem hægt er að segja neitt til um án þess að vita allt um málið. En manni finnst þetta allt saman mjög sorglegt. Nú hefur hann ekki spilað fótbolta í tvö ár og spurning hvaða möguleikar eru fyrir hann til að koma til baka. En svo er hann líka með fjölskyldu og fólk í kringum sig sem þetta bitnar á. Það og fótboltinn trompar alltaf alla þá peninga sem hann hefur misst af,“ segir Arnar Sveinn.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45