Maðurinn sem lést í Brasilíu ekki talinn höfuðpaur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2023 12:16 Sigurður Bragason hafði búið í Brasilíu um nokkurt skeið. Hann lést ytra á meðan á rannsókn lögreglu stóð. Íslenskur maður sem til stóð að handtaka í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar lést úr krabbameini fyrr á þessu ári á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Því er ljóst að að minnsta kosti tveir Íslendingar tengjast málinu. Umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar á miðvikudagsmorgun voru liður í því að uppræta glæpasamtök sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Líkt og áður hefur komið var var einn þeirra tuttu og sex sem voru handteknir Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. Lést í febrúar úr krabbameini Nú hefur komið í ljós að Sverrir var ekki eini Íslendingurinn sem stóð til að handtaka heldur hafði einnig verið gefin út handtökuskipun á hendur öðrum Íslendingi sem var búsettur í Rio de Janeiro. Sá maður lést hinsvegar í febrúar eftir skammvinn veikindi. Hann hét Sigurður Bragason, var 48 ára gamall og hafði búið í Brasilíu í fjögur ár þegar hann lést. Í viðtali við Vísi í febrúar greindi systir Sigurðar frá því að í ágúst í fyrra hefði hann greinst með heilaæxli. Þegar viðtalið birtist lá Sigurður banaleguna á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Hann lést daginn eftir að viðtalið birtist. Efnt var til söfnunar til styrktar fjölskyldunni þar sem veikindi Sigurðar auk vatnstjóns á húsi þeirra hafði að sögn systur hans sett fjölskylduna í gífurlega erfiða stöðu fjárhagslega. Ekki er ljóst hvert hlutverk Sigurðar var í málinu en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann ekki höfuðpaur líkt og Sverrir Þór er grunaður um að vera. Hann hefur þó áður komið við sögu í slíkum málum, verið vitni og var sýknaður í stóru fíkniefnamáli fyrir tuttugu árum. Þeir sem handteknir hafa verið í aðgerðinni, sem alríkislögreglan kallar Match Point, eru grunaðir um víðtækt fíkniefnasmygl til og frá Brasilíu sem og peningaþvætti. Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 13. apríl 2023 20:47 Fleiri handtökur í Brasilíu í máli Svedda tannar Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu. 14. apríl 2023 09:49 Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11 Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar á miðvikudagsmorgun voru liður í því að uppræta glæpasamtök sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Líkt og áður hefur komið var var einn þeirra tuttu og sex sem voru handteknir Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. Lést í febrúar úr krabbameini Nú hefur komið í ljós að Sverrir var ekki eini Íslendingurinn sem stóð til að handtaka heldur hafði einnig verið gefin út handtökuskipun á hendur öðrum Íslendingi sem var búsettur í Rio de Janeiro. Sá maður lést hinsvegar í febrúar eftir skammvinn veikindi. Hann hét Sigurður Bragason, var 48 ára gamall og hafði búið í Brasilíu í fjögur ár þegar hann lést. Í viðtali við Vísi í febrúar greindi systir Sigurðar frá því að í ágúst í fyrra hefði hann greinst með heilaæxli. Þegar viðtalið birtist lá Sigurður banaleguna á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Hann lést daginn eftir að viðtalið birtist. Efnt var til söfnunar til styrktar fjölskyldunni þar sem veikindi Sigurðar auk vatnstjóns á húsi þeirra hafði að sögn systur hans sett fjölskylduna í gífurlega erfiða stöðu fjárhagslega. Ekki er ljóst hvert hlutverk Sigurðar var í málinu en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann ekki höfuðpaur líkt og Sverrir Þór er grunaður um að vera. Hann hefur þó áður komið við sögu í slíkum málum, verið vitni og var sýknaður í stóru fíkniefnamáli fyrir tuttugu árum. Þeir sem handteknir hafa verið í aðgerðinni, sem alríkislögreglan kallar Match Point, eru grunaðir um víðtækt fíkniefnasmygl til og frá Brasilíu sem og peningaþvætti.
Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 13. apríl 2023 20:47 Fleiri handtökur í Brasilíu í máli Svedda tannar Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu. 14. apríl 2023 09:49 Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11 Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 13. apríl 2023 20:47
Fleiri handtökur í Brasilíu í máli Svedda tannar Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu. 14. apríl 2023 09:49
Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11
Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35