KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2023 11:45 Gylfi Þór Sigurðsson á leik Íslands og ítalíu á EM kvenna á Englandi síðasta sumar. vísir/vilhelm KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í samtali við fréttastofu að hún sé búin að frétta af vendingum í máli Gylfa líkt og aðrir, en að hún hefði ekki náð að kynna sér málið í þaula og vildi því ekki tjá sig um svo viðkvæmt mál að svo stöddu. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Manchester sem Vísir hefur undir höndum segir: Hinn 33 ára maður sem handtekinn var í tengslum við rannsókn sem hófst í júní 2021 er laus allra mála. Rannsóknarteymið og saksóknarembætti krúnunnar hafa unnið saman og komist að þeirri niðurstöðu að þau sönnunargögn sem liggi fyrir á þessum tímapunkti nái ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar. Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester 16. júlí 2021. Hann var þá leikmaður Everton og breskir fjölmiðlar greindu nokkrum dögum síðar frá því að 31 árs gamall leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefði verið handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi, og síðar sleppt gegn tryggingu. Gylfi var nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum 20. júlí 2021. Degi síðar birtust fréttir þess efnis að hann harðneitaði þeim ásökunum sem bornar voru á hann. Fjórtánda ágúst sama ár var greint frá því að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingu og hann settur í farbann. Það var ítrekað framlengt. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá vorinu 2021 og hann yfirgaf Everton þegar samningur hans við félagið rann út eftir síðasta tímabil. Í júlí í fyrra sást Gylfi í fyrsta sinn á almannafæri síðan hann var handtekinn. Hann mætti á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fór fram í Manchester. Þar fylgdist hann með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, frænku sinni, sem spilar með íslenska landsliðinu. KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í samtali við fréttastofu að hún sé búin að frétta af vendingum í máli Gylfa líkt og aðrir, en að hún hefði ekki náð að kynna sér málið í þaula og vildi því ekki tjá sig um svo viðkvæmt mál að svo stöddu. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Manchester sem Vísir hefur undir höndum segir: Hinn 33 ára maður sem handtekinn var í tengslum við rannsókn sem hófst í júní 2021 er laus allra mála. Rannsóknarteymið og saksóknarembætti krúnunnar hafa unnið saman og komist að þeirri niðurstöðu að þau sönnunargögn sem liggi fyrir á þessum tímapunkti nái ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar. Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester 16. júlí 2021. Hann var þá leikmaður Everton og breskir fjölmiðlar greindu nokkrum dögum síðar frá því að 31 árs gamall leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefði verið handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi, og síðar sleppt gegn tryggingu. Gylfi var nafngreindur í íslenskum fjölmiðlum 20. júlí 2021. Degi síðar birtust fréttir þess efnis að hann harðneitaði þeim ásökunum sem bornar voru á hann. Fjórtánda ágúst sama ár var greint frá því að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingu og hann settur í farbann. Það var ítrekað framlengt. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá vorinu 2021 og hann yfirgaf Everton þegar samningur hans við félagið rann út eftir síðasta tímabil. Í júlí í fyrra sást Gylfi í fyrsta sinn á almannafæri síðan hann var handtekinn. Hann mætti á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fór fram í Manchester. Þar fylgdist hann með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, frænku sinni, sem spilar með íslenska landsliðinu.
KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira