Íslenski boltinn

Út­skýrði af hverju Stjarnan getur ekki skipt á heima­leikjum við FH

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Helgi Hrannar og Þorvaldur Örlygsson.
Helgi Hrannar og Þorvaldur Örlygsson. Stjarnan

Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, hefur útskýrt af hverju félagið vildi ekki skipta á heimaleikjum við FH í Bestu deild karla í knattspyrnu. Allar líkur eru á að leikur liðanna í 2. umferð fari fram á frjálsíþróttarvelli FH-inga.

Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, hefur útskýrt af hverju félagið vildi ekki skipta á heimaleikjum við FH í Bestu deild karla í knattspyrnu. Allar líkur eru á að leikur liðanna í 2. umferð fari fram á frjálsíþróttarvelli FH-inga.

Fyrr í dag staðfesti Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, að Stjarnan hefði neitað að víxla á heimaleikjum.

Helgi Hrannarr ræddi við Fótbolti.net og útskýrði af hverju Stjarnan gæti ekki skipt um heimavöll sísvona. Hann sagði þetta einfaldlega ekki ganga upp.

„Stjarnan í Garðabæ er með einn völl, er líklegast næst fjölmennasta félagið á landinu og með óheyrilegan fjölda af leikjum. Erum búnir að skipuleggja allt okkar starf og starfsfólk og annað út frá einhverju plani. Þar fyrir utan er mótið sett upp þannig að ef við myndum skipta þá myndum við spila fleiri útileiki yfir hásumarið.“

Helgi Hrannarr segir að ef víxla yrði á leikjum myndi Stjarnan ekki heima heimaleik frá 3. júní til 17. júlí.

„Getum ekki boðið okkar stuðningsfólki upp á það. Þetta var slæmt fyrir að vera bara með þennan eina heimaleik á þessum vikum.“

Helgi Hrannar þvertekur fyrir að um leiðindi sé að ræða af hálfu Stjörnunnar.

„Það er ekki þannig, við bara getum það ekki. Mér finnst þetta bara mjög ófagmannlegt að þetta sé ekki klárt. FH-ingar eru búnir að vita af því mjög lengi að þeir ættu heimaleik í annarri umferð,“ sagði hann að endingu við Fótbolti.net.

2. umferð Bestu deildarinnar

  • Laugardagur 15. apríl
  • 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin)
  • 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin)
  • 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5)


  • Sunnudagur 16. apríl
  • 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin)
  • 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin)
  • 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×