Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2023 20:00 Dagur B. Eggertsson segir stóran hluta skulda Reykjavíkurborgar vera óverðtryggð lán. Meðal annars þess vegna standi borgin betur en flest sveitarfélög varðandi vöxt skulda. Stöð 2/Arnar Borgarstjóri segir Reykjavik nú þegar búna að afla sér um 7 milljarða af þeim 21 milljarði sem áætlað væri að taka að láni í ár. Borgin væri með minni skuldir miðað við tekjur en nágrannasveitarfélögin og önnur stærstu sveitarfélög landsins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Reykjavík hratt vaxandi borg. Miklar framkvæmdir væru framundan í nýjum hverfum, viðhaldsátaki í skólum og fjölgun leikskólaplássa. „Því fylgja ákveðnir vaxtaverkir og við neitum því ekki að verðbólgan og staðan á markaði er þess vegna ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Dagur. Fjármálasviðið borgarinnar hafi því talið rétt að fresta skuldabréfaútboði í dag enda ekki þörf á frekari lántöku á þessum tímapunkti. Staða Reykjavíkur væri betri en allra annarra sveitarfélaga varðandi skuldir. Dagur B. Eggertsson segir stjórnvöld hér ólíkt stjórnvöldum víða annars staðar hafa gert sveitarfélögunum að skila tapi og auka skuldir í covid faraldrinum.Stöð 2/Arnar „Borgin hefur reyndar þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að við erum með umtalsverðan hluta af okkar lántöku í óverðtryggðu. Njótum þess núna þegar verðbólgan er svona mikil. Önnur sveitarfélög hafa ekki átt jafn góðra kosta völ á síðustu misserum. Þannig að við erum enn í raun í ágætis meðallánakjörum miðað við sögulegar tölur,“ segir borgarstjóri. Mestu skipti fyrir borgina eins og aðra að ná verðbólgunni niður. Rekstur borgarsjóðs væri ekki sjálfbær um þessar mundir frekar en rekstur annarra sveitarfélaga. Í faraldrinum hafi sveitarfélögum verið gefin þau skýru skilaboð frá stjórnvöldum að skila tapi og safna skuldum. „Það hafa þau öll gert og munu öll skila neikvæðri niðurstöðu fyrir síðasta ár. Þarna skilur Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum. Raunar Evrópu og Bandaríkjunum líka, þar sem ríkissjóður stóðu mun betur bæði með borgum og sveitarfélögum. En íslenska leiðin var sú að sveitarfélögin tækju þetta á sig og þau eru öll hvert með sínum hætti að vinna sig út úr því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Klippa: Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Reykjavík hratt vaxandi borg. Miklar framkvæmdir væru framundan í nýjum hverfum, viðhaldsátaki í skólum og fjölgun leikskólaplássa. „Því fylgja ákveðnir vaxtaverkir og við neitum því ekki að verðbólgan og staðan á markaði er þess vegna ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Dagur. Fjármálasviðið borgarinnar hafi því talið rétt að fresta skuldabréfaútboði í dag enda ekki þörf á frekari lántöku á þessum tímapunkti. Staða Reykjavíkur væri betri en allra annarra sveitarfélaga varðandi skuldir. Dagur B. Eggertsson segir stjórnvöld hér ólíkt stjórnvöldum víða annars staðar hafa gert sveitarfélögunum að skila tapi og auka skuldir í covid faraldrinum.Stöð 2/Arnar „Borgin hefur reyndar þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að við erum með umtalsverðan hluta af okkar lántöku í óverðtryggðu. Njótum þess núna þegar verðbólgan er svona mikil. Önnur sveitarfélög hafa ekki átt jafn góðra kosta völ á síðustu misserum. Þannig að við erum enn í raun í ágætis meðallánakjörum miðað við sögulegar tölur,“ segir borgarstjóri. Mestu skipti fyrir borgina eins og aðra að ná verðbólgunni niður. Rekstur borgarsjóðs væri ekki sjálfbær um þessar mundir frekar en rekstur annarra sveitarfélaga. Í faraldrinum hafi sveitarfélögum verið gefin þau skýru skilaboð frá stjórnvöldum að skila tapi og safna skuldum. „Það hafa þau öll gert og munu öll skila neikvæðri niðurstöðu fyrir síðasta ár. Þarna skilur Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum. Raunar Evrópu og Bandaríkjunum líka, þar sem ríkissjóður stóðu mun betur bæði með borgum og sveitarfélögum. En íslenska leiðin var sú að sveitarfélögin tækju þetta á sig og þau eru öll hvert með sínum hætti að vinna sig út úr því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Klippa: Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44