„Leikmennirnir sem eru með mér hafa lært að gefa inn á línu“ Jón Már Ferro skrifar 13. apríl 2023 12:01 Einar Ingi Hrafnsson, leikmaður Aftureldingar. Vísir/Bára „Leikmennirnir sem eru með mér hafa lært að gefa inn á línu. Ég er búinn að tuða í þeim í 6 ár, það er byrjað að skila sér. Svo er nálgunin búin að vera rétt allt tímabilið,“ sagði hinn 39 ára gamli leikmaður Aftureldingar, Einar Ingi Hrafnsson. Einar var valinn besti línumaður Olís deildar karla í handbolta af sérfræðingum Handkastsins. Ágúst Birgisson og Jón Bjarni Ólafsson, leikmenn FH, Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV og Þórður Tandri Ágústsson, leikmaður Stjörnunnar, voru einnig tilnefndir. „Þegar menn átta sig á að þegar þú gefur á línu kemur það alltaf allt til baka til þín aftur. Það skilar sér margfalt til baka til skyttana og miðjunnar þegar þú gefur á línu. Það er stór þáttur í því að menn eru búnir að vaxa og þroskast í Mosfellsbænum.“ Einar segist ekki vilja gefa út hvort hann hætti eftir tímabilið vegna þess hve spennandi hlutir séu að gerast í Aftureldingu. Hann segir aukna trú vera að byggjast upp og spilamennska liðsins hafi vaxið í vetur. Það geri honum erfitt fyrir að hætta. „Ég er allavega ekki að fara að opinbera neitt í Handkastinu. Ég er allavega undir feldi, mjög þykkum feldi.“ Einar Ingi Hrafnsson er erfiður viðureignar.Vísir/Daníel Einar var spurður að því hvort hann væri í betra líkamlegu formi á nú á lokametrum ferilsins en áður á ferlinum. „Þetta er ósköp svipað þannig séð. Ég held að hausinn sé kærulausari. Framan af á ferlinum hugsaði maður bara um að skora mörk, maður hélt að það væri það sem skipti máli. Aldurinn hefur kennt manni að það skiptir ekki mestu máli heldur stoðsendingar. Án stoðsendinga eru engin mörk.“ Á dögunum varð Afturelding bikarmeistari. „Já það var eitthvað sem losnaði við þennan bikartitil. Ég sagði við ykkur síðast, ungu strákarnir eru svolítið vitlausir, vita ekki alveg hvað þetta þýðir. Við bara lentum, tókum 95oktan bensín á vélina og aftur á loft. Við erum bara á leiðinni hærra.“ Umræðu um þetta má hlusta í spilarnum að neðan. Umræðan um Einar Inga byrjar eftir 29 mínútur. Olís-deild karla Handkastið Afturelding Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Einar var valinn besti línumaður Olís deildar karla í handbolta af sérfræðingum Handkastsins. Ágúst Birgisson og Jón Bjarni Ólafsson, leikmenn FH, Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV og Þórður Tandri Ágústsson, leikmaður Stjörnunnar, voru einnig tilnefndir. „Þegar menn átta sig á að þegar þú gefur á línu kemur það alltaf allt til baka til þín aftur. Það skilar sér margfalt til baka til skyttana og miðjunnar þegar þú gefur á línu. Það er stór þáttur í því að menn eru búnir að vaxa og þroskast í Mosfellsbænum.“ Einar segist ekki vilja gefa út hvort hann hætti eftir tímabilið vegna þess hve spennandi hlutir séu að gerast í Aftureldingu. Hann segir aukna trú vera að byggjast upp og spilamennska liðsins hafi vaxið í vetur. Það geri honum erfitt fyrir að hætta. „Ég er allavega ekki að fara að opinbera neitt í Handkastinu. Ég er allavega undir feldi, mjög þykkum feldi.“ Einar Ingi Hrafnsson er erfiður viðureignar.Vísir/Daníel Einar var spurður að því hvort hann væri í betra líkamlegu formi á nú á lokametrum ferilsins en áður á ferlinum. „Þetta er ósköp svipað þannig séð. Ég held að hausinn sé kærulausari. Framan af á ferlinum hugsaði maður bara um að skora mörk, maður hélt að það væri það sem skipti máli. Aldurinn hefur kennt manni að það skiptir ekki mestu máli heldur stoðsendingar. Án stoðsendinga eru engin mörk.“ Á dögunum varð Afturelding bikarmeistari. „Já það var eitthvað sem losnaði við þennan bikartitil. Ég sagði við ykkur síðast, ungu strákarnir eru svolítið vitlausir, vita ekki alveg hvað þetta þýðir. Við bara lentum, tókum 95oktan bensín á vélina og aftur á loft. Við erum bara á leiðinni hærra.“ Umræðu um þetta má hlusta í spilarnum að neðan. Umræðan um Einar Inga byrjar eftir 29 mínútur.
Olís-deild karla Handkastið Afturelding Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira