„Leikmennirnir sem eru með mér hafa lært að gefa inn á línu“ Jón Már Ferro skrifar 13. apríl 2023 12:01 Einar Ingi Hrafnsson, leikmaður Aftureldingar. Vísir/Bára „Leikmennirnir sem eru með mér hafa lært að gefa inn á línu. Ég er búinn að tuða í þeim í 6 ár, það er byrjað að skila sér. Svo er nálgunin búin að vera rétt allt tímabilið,“ sagði hinn 39 ára gamli leikmaður Aftureldingar, Einar Ingi Hrafnsson. Einar var valinn besti línumaður Olís deildar karla í handbolta af sérfræðingum Handkastsins. Ágúst Birgisson og Jón Bjarni Ólafsson, leikmenn FH, Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV og Þórður Tandri Ágústsson, leikmaður Stjörnunnar, voru einnig tilnefndir. „Þegar menn átta sig á að þegar þú gefur á línu kemur það alltaf allt til baka til þín aftur. Það skilar sér margfalt til baka til skyttana og miðjunnar þegar þú gefur á línu. Það er stór þáttur í því að menn eru búnir að vaxa og þroskast í Mosfellsbænum.“ Einar segist ekki vilja gefa út hvort hann hætti eftir tímabilið vegna þess hve spennandi hlutir séu að gerast í Aftureldingu. Hann segir aukna trú vera að byggjast upp og spilamennska liðsins hafi vaxið í vetur. Það geri honum erfitt fyrir að hætta. „Ég er allavega ekki að fara að opinbera neitt í Handkastinu. Ég er allavega undir feldi, mjög þykkum feldi.“ Einar Ingi Hrafnsson er erfiður viðureignar.Vísir/Daníel Einar var spurður að því hvort hann væri í betra líkamlegu formi á nú á lokametrum ferilsins en áður á ferlinum. „Þetta er ósköp svipað þannig séð. Ég held að hausinn sé kærulausari. Framan af á ferlinum hugsaði maður bara um að skora mörk, maður hélt að það væri það sem skipti máli. Aldurinn hefur kennt manni að það skiptir ekki mestu máli heldur stoðsendingar. Án stoðsendinga eru engin mörk.“ Á dögunum varð Afturelding bikarmeistari. „Já það var eitthvað sem losnaði við þennan bikartitil. Ég sagði við ykkur síðast, ungu strákarnir eru svolítið vitlausir, vita ekki alveg hvað þetta þýðir. Við bara lentum, tókum 95oktan bensín á vélina og aftur á loft. Við erum bara á leiðinni hærra.“ Umræðu um þetta má hlusta í spilarnum að neðan. Umræðan um Einar Inga byrjar eftir 29 mínútur. Olís-deild karla Handkastið Afturelding Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Einar var valinn besti línumaður Olís deildar karla í handbolta af sérfræðingum Handkastsins. Ágúst Birgisson og Jón Bjarni Ólafsson, leikmenn FH, Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV og Þórður Tandri Ágústsson, leikmaður Stjörnunnar, voru einnig tilnefndir. „Þegar menn átta sig á að þegar þú gefur á línu kemur það alltaf allt til baka til þín aftur. Það skilar sér margfalt til baka til skyttana og miðjunnar þegar þú gefur á línu. Það er stór þáttur í því að menn eru búnir að vaxa og þroskast í Mosfellsbænum.“ Einar segist ekki vilja gefa út hvort hann hætti eftir tímabilið vegna þess hve spennandi hlutir séu að gerast í Aftureldingu. Hann segir aukna trú vera að byggjast upp og spilamennska liðsins hafi vaxið í vetur. Það geri honum erfitt fyrir að hætta. „Ég er allavega ekki að fara að opinbera neitt í Handkastinu. Ég er allavega undir feldi, mjög þykkum feldi.“ Einar Ingi Hrafnsson er erfiður viðureignar.Vísir/Daníel Einar var spurður að því hvort hann væri í betra líkamlegu formi á nú á lokametrum ferilsins en áður á ferlinum. „Þetta er ósköp svipað þannig séð. Ég held að hausinn sé kærulausari. Framan af á ferlinum hugsaði maður bara um að skora mörk, maður hélt að það væri það sem skipti máli. Aldurinn hefur kennt manni að það skiptir ekki mestu máli heldur stoðsendingar. Án stoðsendinga eru engin mörk.“ Á dögunum varð Afturelding bikarmeistari. „Já það var eitthvað sem losnaði við þennan bikartitil. Ég sagði við ykkur síðast, ungu strákarnir eru svolítið vitlausir, vita ekki alveg hvað þetta þýðir. Við bara lentum, tókum 95oktan bensín á vélina og aftur á loft. Við erum bara á leiðinni hærra.“ Umræðu um þetta má hlusta í spilarnum að neðan. Umræðan um Einar Inga byrjar eftir 29 mínútur.
Olís-deild karla Handkastið Afturelding Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti