Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2023 15:53 Hér má sjá Cory Galloway þegar hann og Nickolas Wilt nálgast bankann. AP/Lögreglan í Louisville Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. Lögreglan segir að tilkynning um árásina hafi borist klukkan 8:38 að staðartíma á mánudaginn og að lögregluþjónarnir Nickolas Wilt og Cory Galloway hafi verið mættir á vettvang um þremur mínútum síðar. Wilt er nýliði í lögreglunni og var í starfsþjálfun. Hann útskrifaðist úr lögregluskólanum tíu dögum fyrir árásina. Þeir voru ekki komnir úr bíl þeirra þegar fyrst var skotið á þá, eins og myndbandið sýnir. Á þessum tímapunkti hafði árásarmaðurinn skotið fólk inn í Old National bankanum og hafði tekið sér stöðu til að sitja fyrir lögregluþjónum. Sjá einnig: Samstarfsmennirnir voru skotmark árásarinnar Lögregluþjónarnir nálguðust aðaldyr bankans þar sem árásarmaðurinn beið þeirra. Sá gat séð þá í gegnum glugga bankans en lögregluþjónarnir sáu hann ekki vegna endurspeglunar. Þegar skothríðin hófst fékk Wilt skot í höfuðið og Galloway særðist á öxl. Þá bar fleiri lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við árásarmanninn. Um þremur mínútum eftir að hann mætti fyrst á vettvang með Wilt, skaut Galloway árásarmanninn til bana. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér að neðan. Wilt er enn á sjúkrahúsi og mun vera í alvarlegu ástandi. Here are our HERO Officers. Ofc. Nickolas Wilt (L) and Ofc. Cory "CJ" Galloway (R). Both are assigned to LMPD's First Division. Officer Wilt graduated on 3-31-23. Officer Galloway is a Training Officer and has been an Officer since 2018. #LMPD #Heroes pic.twitter.com/Ai8lvJQBTh— LMPD (@LMPD) April 11, 2023 Lögreglan í Nashville í Tennessee birti nýverið einnig sambærilegt myndband úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem mættu fyrst á vettvang þegar fyrrverandi nemandi hóf skothríð í skóla í borginni. Þá dóu þrjú níu ára gömul börn og þrír starfsmenn skólans. Viðbrögð við þessum tveimur árásum þykja frábrugðin viðbrögðum lögreglunnar í Uvalde í Texas í fyrra þegar nítján börn og tveir kennarar voru skotin til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Lögreglan segir að tilkynning um árásina hafi borist klukkan 8:38 að staðartíma á mánudaginn og að lögregluþjónarnir Nickolas Wilt og Cory Galloway hafi verið mættir á vettvang um þremur mínútum síðar. Wilt er nýliði í lögreglunni og var í starfsþjálfun. Hann útskrifaðist úr lögregluskólanum tíu dögum fyrir árásina. Þeir voru ekki komnir úr bíl þeirra þegar fyrst var skotið á þá, eins og myndbandið sýnir. Á þessum tímapunkti hafði árásarmaðurinn skotið fólk inn í Old National bankanum og hafði tekið sér stöðu til að sitja fyrir lögregluþjónum. Sjá einnig: Samstarfsmennirnir voru skotmark árásarinnar Lögregluþjónarnir nálguðust aðaldyr bankans þar sem árásarmaðurinn beið þeirra. Sá gat séð þá í gegnum glugga bankans en lögregluþjónarnir sáu hann ekki vegna endurspeglunar. Þegar skothríðin hófst fékk Wilt skot í höfuðið og Galloway særðist á öxl. Þá bar fleiri lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við árásarmanninn. Um þremur mínútum eftir að hann mætti fyrst á vettvang með Wilt, skaut Galloway árásarmanninn til bana. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér að neðan. Wilt er enn á sjúkrahúsi og mun vera í alvarlegu ástandi. Here are our HERO Officers. Ofc. Nickolas Wilt (L) and Ofc. Cory "CJ" Galloway (R). Both are assigned to LMPD's First Division. Officer Wilt graduated on 3-31-23. Officer Galloway is a Training Officer and has been an Officer since 2018. #LMPD #Heroes pic.twitter.com/Ai8lvJQBTh— LMPD (@LMPD) April 11, 2023 Lögreglan í Nashville í Tennessee birti nýverið einnig sambærilegt myndband úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem mættu fyrst á vettvang þegar fyrrverandi nemandi hóf skothríð í skóla í borginni. Þá dóu þrjú níu ára gömul börn og þrír starfsmenn skólans. Viðbrögð við þessum tveimur árásum þykja frábrugðin viðbrögðum lögreglunnar í Uvalde í Texas í fyrra þegar nítján börn og tveir kennarar voru skotin til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira