„Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 13:30 Pavel er að gera góða hluti á Króknum. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, segir ekkert pláss fyrir værukærð hjá sínum mönnum fyrir leik kvöldsins við Keflavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Tindstóll leiðir einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur enn til að tryggja sæti í undanúrslitum. „Þetta hafa verið líkamlegir leikir og mikil barátta. Ég á ekki von á því að Keflavík gefist upp og á heldur ekki von á því frá mínum mönnum að vera of þægilegir, að halda að þeir megi tapa einhverjum leikjum,“ segir Pavel. „Þrátt fyrir stöðuna í þessu einvígi finnst mér við bara byrja á núlli og keyrum áfram,“ bætir hann við. „Eitthvað ferðalag sem þeir fóru á“ Fyrsti leikur liðanna var afar spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Tindastóll vann 114-107 sigur í Keflavík. Annar leikurinn fór fram í Síkinu á Sauðárkróki og var jafn framan af. Stólarnir sýndu svo fyrirmyndar frammistöðu á síðari hluta leiksins og völtuðu hreinlega yfir Keflvíkinga. Þeir unnu þar 26 stiga sigur, 107-81. Aðspurður hvort hann geti endurskapað slíka frammistöðu hjá sínum mönnum segir Pavel: „Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því. Það var eitthvað ferðalag sem þeir fóru á og bjuggu til einhverja stemningu. Ég á svo sem ekkert von á því að ná þessum hæðum strax í næsta leik, það myndi koma mér á óvart. Ég væri til í að fá einhverja útgáfu af þessu en svo er líka það að halda dampi allan leikinn, að vera ekki að bíða eitthvað með það,“ „Við getum alveg spilað jafnan og góðan í 40 mínúrur og unnið. Það væri æðislegt að sjá svona kafla aftur en ég á ekki von á því og ég þarf þess ekki,“ segir Pavel. „Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð“ Pavel segir það þá geta verið hættulega stöðu að leiða einvígið 2-0. Leikmenn hans þurfi að gæta þess að fara af fullum krafti inn í leikinn og treysta ekki á að vinna einvígið í næsta eða hvað þá þarnæsta leik. „Einhver hugsun um að eiga eitthvað inni, eiga einhvern mjúkan kodda til að lenda á, sem er Síkið. Það gæti orðið hættuleg hugsun. Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð. Ef við töpum leiknum ýtum við á rauða hnappinn, förum heim og spilum þar og reynum að vinna. En ég vil ekki að það sé í hausnum á mönnum í dag,“ segir Pavel. Keflavík tekur á móti Tindastóli klukkan 18:15 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. Síðar um kvöldið, klukkan 20:15 er leikur Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn á sömu rás. Staðan í einvígi þeirra er jöfn, 1-1. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Þetta hafa verið líkamlegir leikir og mikil barátta. Ég á ekki von á því að Keflavík gefist upp og á heldur ekki von á því frá mínum mönnum að vera of þægilegir, að halda að þeir megi tapa einhverjum leikjum,“ segir Pavel. „Þrátt fyrir stöðuna í þessu einvígi finnst mér við bara byrja á núlli og keyrum áfram,“ bætir hann við. „Eitthvað ferðalag sem þeir fóru á“ Fyrsti leikur liðanna var afar spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Tindastóll vann 114-107 sigur í Keflavík. Annar leikurinn fór fram í Síkinu á Sauðárkróki og var jafn framan af. Stólarnir sýndu svo fyrirmyndar frammistöðu á síðari hluta leiksins og völtuðu hreinlega yfir Keflvíkinga. Þeir unnu þar 26 stiga sigur, 107-81. Aðspurður hvort hann geti endurskapað slíka frammistöðu hjá sínum mönnum segir Pavel: „Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því. Það var eitthvað ferðalag sem þeir fóru á og bjuggu til einhverja stemningu. Ég á svo sem ekkert von á því að ná þessum hæðum strax í næsta leik, það myndi koma mér á óvart. Ég væri til í að fá einhverja útgáfu af þessu en svo er líka það að halda dampi allan leikinn, að vera ekki að bíða eitthvað með það,“ „Við getum alveg spilað jafnan og góðan í 40 mínúrur og unnið. Það væri æðislegt að sjá svona kafla aftur en ég á ekki von á því og ég þarf þess ekki,“ segir Pavel. „Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð“ Pavel segir það þá geta verið hættulega stöðu að leiða einvígið 2-0. Leikmenn hans þurfi að gæta þess að fara af fullum krafti inn í leikinn og treysta ekki á að vinna einvígið í næsta eða hvað þá þarnæsta leik. „Einhver hugsun um að eiga eitthvað inni, eiga einhvern mjúkan kodda til að lenda á, sem er Síkið. Það gæti orðið hættuleg hugsun. Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð. Ef við töpum leiknum ýtum við á rauða hnappinn, förum heim og spilum þar og reynum að vinna. En ég vil ekki að það sé í hausnum á mönnum í dag,“ segir Pavel. Keflavík tekur á móti Tindastóli klukkan 18:15 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. Síðar um kvöldið, klukkan 20:15 er leikur Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn á sömu rás. Staðan í einvígi þeirra er jöfn, 1-1.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira