Um 70 prósent fæðinga landsins fara fram á Landspítalanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2023 10:30 Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, sem er alsæl í sínu starfi. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er lífstíll og list“ að vera ljósmóðir segir rúmlega þrítug ljósmóðir, sem segist vera í draumastarfinu. Um 70% allra fæðinga landsins á hverju ári fara fram á fæðingadeild Landspítalans. Við fengum að kynnast störfum ljósmæðra í þættinum „Mig langar að vita“, sem sýndur var á Stöð 2 mánudagskvöldið 10. apríl. Hægt er að nálgast þáttinn í heild sinn á Stöð 2+. Magnús Hlynur Hreiðarsson er umsjónarmaður þáttanna. Mér hefur alltaf fundist eitthvað heillandi við orðið „Ljósmóðir” og starf ljósmæðra, þær eru að vinna svo magnað starf, taka á móti nýjum lífi í heiminn, það er eitthvað svo stórkostlegt við það. Í þættinum fáum við að kynnast störfum ljósmæðra. Við byrjum á fæðingardeild Landspítalans, sem er langstærsta fæðingardeild landsins en þar fæðast um og yfir 70 % allra barna á hverju ári í landinu. Níu fæðingarstofur eru á deildinni. Birna Gerður Jónsdóttir er yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Ég hugsa að ég sé með 90 manns í allt, bæði ljósmæður, sjúkraliða og sérhæfða starfsmenn, þannig að þetta er svolítið stór deild og mikið utanumhald en þetta er líka mjög skemmtilegt. Það eina, sem ég sakna að ég tek ekki á móti börnum á meðan ég er í þessu. Það er dálítið erfitt,“ segir Birna Gerður. Birna Gerður Jónsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. Hún er með um 90 starfsmenn í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna María, 31 árs ljósmóðir segist vera í draumastarfinu. Hún segir starfið vera lífsstíl og list. „Mér finnst mjög gaman að vinna með fólki og hef áhuga á málefnum kvenna. Maður þarf ekki að vera nörd eða sérfræðingur í neinu, heldur medium í mjög mörgu og það hentar mér bara fínt,“ segir Sunna María. En hvernig lýsir hún starfinu? „Það er ógeðslega erfitt að lýsa því. Þetta er svona tilfinningarússíbani. Maður er endalaust að lesa nýtt fólk og nýjar aðstæður hverju sinni. Maður þarf að vera rosalega næmur á bara karaktera og andrúmsloft finnst mér. Maður má ekki heldur trana sér of mikið fram en vera sterk á réttum augnablikum,“ segir Sunna María. Sunna María Helgadóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, sem segist vera í draumastarfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Börn og uppeldi Landspítalinn Mig langar að vita Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Mér hefur alltaf fundist eitthvað heillandi við orðið „Ljósmóðir” og starf ljósmæðra, þær eru að vinna svo magnað starf, taka á móti nýjum lífi í heiminn, það er eitthvað svo stórkostlegt við það. Í þættinum fáum við að kynnast störfum ljósmæðra. Við byrjum á fæðingardeild Landspítalans, sem er langstærsta fæðingardeild landsins en þar fæðast um og yfir 70 % allra barna á hverju ári í landinu. Níu fæðingarstofur eru á deildinni. Birna Gerður Jónsdóttir er yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Ég hugsa að ég sé með 90 manns í allt, bæði ljósmæður, sjúkraliða og sérhæfða starfsmenn, þannig að þetta er svolítið stór deild og mikið utanumhald en þetta er líka mjög skemmtilegt. Það eina, sem ég sakna að ég tek ekki á móti börnum á meðan ég er í þessu. Það er dálítið erfitt,“ segir Birna Gerður. Birna Gerður Jónsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. Hún er með um 90 starfsmenn í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna María, 31 árs ljósmóðir segist vera í draumastarfinu. Hún segir starfið vera lífsstíl og list. „Mér finnst mjög gaman að vinna með fólki og hef áhuga á málefnum kvenna. Maður þarf ekki að vera nörd eða sérfræðingur í neinu, heldur medium í mjög mörgu og það hentar mér bara fínt,“ segir Sunna María. En hvernig lýsir hún starfinu? „Það er ógeðslega erfitt að lýsa því. Þetta er svona tilfinningarússíbani. Maður er endalaust að lesa nýtt fólk og nýjar aðstæður hverju sinni. Maður þarf að vera rosalega næmur á bara karaktera og andrúmsloft finnst mér. Maður má ekki heldur trana sér of mikið fram en vera sterk á réttum augnablikum,“ segir Sunna María. Sunna María Helgadóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, sem segist vera í draumastarfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Börn og uppeldi Landspítalinn Mig langar að vita Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira