Efling fundar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2023 17:57 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilheilm Trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafa samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins verður til umræðu. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar við fréttastofu og segir að fundurinn fari fram á næstunni. RÚV greinir frá því að til standi að leggja fram tillögu um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu á umræddum félagsfundi en slík aðgerð hefur verið til umræðu innan stéttarfélagsins í nokkurn tíma. Efling er stærsta aðildarfélagið innan heildarsamtakanna sem tilheyra Alþýðusambandi Íslands. Klofningur innan sambandsins Óánægju hefur gætt meðal stjórnar Eflingar í garð Starfsgreinasambandsins, ekki síst eftir að ágreiningur reis milli þeirra í síðustu kjarasamningslotu þar sem Starfsgreinasambandið skildi við Eflingu og undirritaði kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Sólveigu Önnu þóknaðist ekki þessi niðurstaða og sagði samninginn vera óásættanlegan fyrir Eflingarfólk. Í kjölfar undirritunarinnar var þrýst á að kjaraamningurinn yrði fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar og silgdu viðræður þess við Samtök atvinnulífsins um tíma í strand. Sólveig Anna gagnrýndi stjórn Starfsgreinasambandsins á þessum tíma en lengi vel átti hún náið samstarf við formanninn Vilhjálm Birgisson. Þá var Vilhjálmur harðorður í garð Sólveigar Önnu og gerði athugasemdir við að hún hafi ekki viljað taka þátt í samfloti Starfsgreinasambandsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Stéttarfélög Tengdar fréttir Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar við fréttastofu og segir að fundurinn fari fram á næstunni. RÚV greinir frá því að til standi að leggja fram tillögu um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu á umræddum félagsfundi en slík aðgerð hefur verið til umræðu innan stéttarfélagsins í nokkurn tíma. Efling er stærsta aðildarfélagið innan heildarsamtakanna sem tilheyra Alþýðusambandi Íslands. Klofningur innan sambandsins Óánægju hefur gætt meðal stjórnar Eflingar í garð Starfsgreinasambandsins, ekki síst eftir að ágreiningur reis milli þeirra í síðustu kjarasamningslotu þar sem Starfsgreinasambandið skildi við Eflingu og undirritaði kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Sólveigu Önnu þóknaðist ekki þessi niðurstaða og sagði samninginn vera óásættanlegan fyrir Eflingarfólk. Í kjölfar undirritunarinnar var þrýst á að kjaraamningurinn yrði fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar og silgdu viðræður þess við Samtök atvinnulífsins um tíma í strand. Sólveig Anna gagnrýndi stjórn Starfsgreinasambandsins á þessum tíma en lengi vel átti hún náið samstarf við formanninn Vilhjálm Birgisson. Þá var Vilhjálmur harðorður í garð Sólveigar Önnu og gerði athugasemdir við að hún hafi ekki viljað taka þátt í samfloti Starfsgreinasambandsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16
„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55