Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 11:30 Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorun til menntamálaráðherra að jafna stöðu listdansnáms. Arnar Halldórsson Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. „Ég velti því fyrir mér hvort áhuga og metnaðarleysið sé af því að þetta eru aðallega stúlkur,“ segir Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi íslenskra listdansara. Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorunina. „Við undirrituð skorum á háttvirtan mennta- og barnamálaráðherra að koma á réttmætum stuðningi við starfsemi listdansskóla vegna kennslu grunnnáms í listdansi. Mikið misræmi og ójafnræði ríkir í fjárúthlutunum ríkis og sveitarfélaga til listnáms og er aðstöðumunur listgreina mjög mikill er kemur að starfsumhverfi og aðbúnaði,“ segir við áskorunina. Einum ríkisskóla lokað en annar opnaður Árið 2006 var Listdansskóli Íslands tekinn af fjárlögum og námið gefið frjálst. Markaðurinn átti að sjá um greinina en löggjöf um fjármögnun var aldrei kláruð. Til stóð að skrifuð yrði sams konar lagaumgjörð og við tónlist. Síðan eru liðin 17 ár og 6 menntamálaráðherrar hafa setið á stóli. „Það er ekki verið að sinna einni grein en annarri er sinnt mjög vel,“ segir Guðmundur. Augljóst sé að verið sé að mismuna nemendum eftir greinum. Ráðamenn setji tíma og fjármuni í að setja lög um tónlistarskóla. Eftir að ríkisskóli í listdansi var lagður niður hafi svo ríkisskóli í tónlist, það er MÍT, verið settur á fót. Vilja ekki elítunám „Við eigum ekki pening fyrir öllu skólaárinu,“ segir Guðmundur um stöðu Listdansskóla Íslands sem er í dag sjálfseignarstofnun. „Menntamálaráðuneytið segist ætla að draga okkur að landi núna en svo er óvissa með næsta vetur. Við erum enn þá að bíða. Við áttum að fá svör í lok mars en nú er kominn apríl,“ segir hann. Guðmundur segir að frá ráðuneytinu hafi komið athugasemdir um að hækka skólagjöldin til að mæta fjármögnunarþörfinni. „Þá værum við komin með eitthvað elítunám sem aðeins efnað fólk hefur efni á,“ segir hann. „Það er ekki það sem við viljum. Hæfileikar liggja víða og börn eiga að fá að rækta þá. Efnahagur foreldra á að ekki að spila stórt hlutverk þar.“ Dans Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Ég velti því fyrir mér hvort áhuga og metnaðarleysið sé af því að þetta eru aðallega stúlkur,“ segir Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi íslenskra listdansara. Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorunina. „Við undirrituð skorum á háttvirtan mennta- og barnamálaráðherra að koma á réttmætum stuðningi við starfsemi listdansskóla vegna kennslu grunnnáms í listdansi. Mikið misræmi og ójafnræði ríkir í fjárúthlutunum ríkis og sveitarfélaga til listnáms og er aðstöðumunur listgreina mjög mikill er kemur að starfsumhverfi og aðbúnaði,“ segir við áskorunina. Einum ríkisskóla lokað en annar opnaður Árið 2006 var Listdansskóli Íslands tekinn af fjárlögum og námið gefið frjálst. Markaðurinn átti að sjá um greinina en löggjöf um fjármögnun var aldrei kláruð. Til stóð að skrifuð yrði sams konar lagaumgjörð og við tónlist. Síðan eru liðin 17 ár og 6 menntamálaráðherrar hafa setið á stóli. „Það er ekki verið að sinna einni grein en annarri er sinnt mjög vel,“ segir Guðmundur. Augljóst sé að verið sé að mismuna nemendum eftir greinum. Ráðamenn setji tíma og fjármuni í að setja lög um tónlistarskóla. Eftir að ríkisskóli í listdansi var lagður niður hafi svo ríkisskóli í tónlist, það er MÍT, verið settur á fót. Vilja ekki elítunám „Við eigum ekki pening fyrir öllu skólaárinu,“ segir Guðmundur um stöðu Listdansskóla Íslands sem er í dag sjálfseignarstofnun. „Menntamálaráðuneytið segist ætla að draga okkur að landi núna en svo er óvissa með næsta vetur. Við erum enn þá að bíða. Við áttum að fá svör í lok mars en nú er kominn apríl,“ segir hann. Guðmundur segir að frá ráðuneytinu hafi komið athugasemdir um að hækka skólagjöldin til að mæta fjármögnunarþörfinni. „Þá værum við komin með eitthvað elítunám sem aðeins efnað fólk hefur efni á,“ segir hann. „Það er ekki það sem við viljum. Hæfileikar liggja víða og börn eiga að fá að rækta þá. Efnahagur foreldra á að ekki að spila stórt hlutverk þar.“
Dans Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30
Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41