Íslenski landsliðsmiðherjinn skoraði 14 stig og reif auk þess niður sex fráköst. Tryggvi Snær spilaði 23 mínútur í þessum leik.
Eftir þennan sigur situr Zaragoza í 12. sæti deildarinnar en Tryggvi Snær og samherjar hans hafa 20 stig og eru sex stigum frá sæti sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppni.