Allt fullt af fólki í sumarbústöðum yfir páskana Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. apríl 2023 13:05 Fjöldi fólks dvelur í sumarbústöðum í Uppsveitum Árnessýslu yfir páskana. Aðsend Allir sumarbústaðir, sem skipta þúsundum í Uppsveitum Árnessýslu eru fullir af fólki nú um páskahelgina. Sundlaugarnar eru vinsælasti afþreyingastaður fólksins í fríinu sínu. Það hefur verið mikil umferð í Uppsveitum Árnessýslu það sem af er páskum, enda fullt af fólki alls staðar, bæði Íslendingar, sem eru að njóta páskafrísins og erlendir ferðamenn eru áberandi á vegunum og á fjölmennum ferðamannastöðum eins og á Gullfossi og Geysi. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveitanna segir að allt hafa gengið ljómandi vel það sem af er páskum og fólk njóti þess greinilega að vera í fríi með sínu fólki. „Heyrðu, það er bara ljómandi góð stemming, mikið af fólki á ferðinni og allt opið, öll þjónusta og allt slíkt, þannig að það er bara fínt. Páskarnir eru nú yfirleitt góður tími í Uppsveitunum. Fólk notar bústaðina mikið og fjölskyldurnar eru á ferðinni að gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Ásborg. Hvað eru svona vinsælustu staðirnir? „Eru ekki alltaf sundlaugarnar aðalatriðið, ég held að það sé nú það, sem flestir gera þegar þeir fara eitthvað að ferðast og svo eru gönguferðir vinsælar og svo er fólk bara að njóta og vera saman og hafa gaman.“ Ásborg segir að nú sé búið að opna dýragarðinn í Slakka í Laugarási eftir veturinn, það sé alltaf mjög vinsæll staður og þá séu veitingastaðirnir í uppsveitunum alltaf mjög vinsælir hjá Íslendingum og útlendingum. En það er ekki bara íslenskir ferðamenn á ferðinni í Uppsveitum Árnessýslu um páskana. „Það er bara töluvert mikið af erlendum ferðamönnum líka á kreiki, þeir eru bæði í rútum og í bílaleigubílum, þannig að þeir eru á þessum helstu ferðamannastöðum og eru að njóta náttúrunnar. Það er gríðarlega mikið af þeim á ferðinni,“ segir Ásborg að lokum. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, sem er mjög ánægð með hvað fólk er duglegt að heimsækja hennar svæði yfir páskana.Aðsend Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Páskar Sundlaugar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Það hefur verið mikil umferð í Uppsveitum Árnessýslu það sem af er páskum, enda fullt af fólki alls staðar, bæði Íslendingar, sem eru að njóta páskafrísins og erlendir ferðamenn eru áberandi á vegunum og á fjölmennum ferðamannastöðum eins og á Gullfossi og Geysi. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveitanna segir að allt hafa gengið ljómandi vel það sem af er páskum og fólk njóti þess greinilega að vera í fríi með sínu fólki. „Heyrðu, það er bara ljómandi góð stemming, mikið af fólki á ferðinni og allt opið, öll þjónusta og allt slíkt, þannig að það er bara fínt. Páskarnir eru nú yfirleitt góður tími í Uppsveitunum. Fólk notar bústaðina mikið og fjölskyldurnar eru á ferðinni að gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Ásborg. Hvað eru svona vinsælustu staðirnir? „Eru ekki alltaf sundlaugarnar aðalatriðið, ég held að það sé nú það, sem flestir gera þegar þeir fara eitthvað að ferðast og svo eru gönguferðir vinsælar og svo er fólk bara að njóta og vera saman og hafa gaman.“ Ásborg segir að nú sé búið að opna dýragarðinn í Slakka í Laugarási eftir veturinn, það sé alltaf mjög vinsæll staður og þá séu veitingastaðirnir í uppsveitunum alltaf mjög vinsælir hjá Íslendingum og útlendingum. En það er ekki bara íslenskir ferðamenn á ferðinni í Uppsveitum Árnessýslu um páskana. „Það er bara töluvert mikið af erlendum ferðamönnum líka á kreiki, þeir eru bæði í rútum og í bílaleigubílum, þannig að þeir eru á þessum helstu ferðamannastöðum og eru að njóta náttúrunnar. Það er gríðarlega mikið af þeim á ferðinni,“ segir Ásborg að lokum. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, sem er mjög ánægð með hvað fólk er duglegt að heimsækja hennar svæði yfir páskana.Aðsend
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Páskar Sundlaugar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira