Sex skemmtistöðum lokað tímabundið í nótt vegna réttindalausra dyravarða Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 07:40 Föstudagskvöldið hefur eflaust verið sérstaklega langt fyrir marga enda föstudagurinn langi í gær. Vísir/Vilhelm Nokkur erill var á lögreglunni í nótt. Meðal þeirra verkefna sem lögreglan sinnti var eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en þar kom í ljós að fjöldi réttindalausra dyravarða var að störfum. Einnig var aðstoðar lögreglu óskað vegna líkamsárásar í vesturbænum. Þá gerðist fjöldi ökumanna sekir um akstursbrot vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í vesturbænum var lögreglan kölluð til vegna líkamsárásar og eignaspjalla rúmlega tíu í gærkvöldi. Frá tíu til eitt sinnti lögreglan eftirliti með samkomustöðum í miðborg Reykjavíkur. Þar kom í ljós að réttindalausir dyraverðir voru við störf á sex stöðum. Þeim var gert að hætta störfum á meðan vaktstjórar útveguðu dyraverði með réttindi í staðinn. Málin eru rannsökuð sem brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og eiga staðirnir og ábyrgðarmenn þeirra yfir höfði sér sekt vegna þessa. Laust fyrir þrjú voru tveir aðilar kærðir fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri í miðbænum. Það hefur verið dýrt piss. Ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum eða akandi réttindalausir Víða um höfuðborgarsvæðið voru ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum eða þá sektaðir vegna annarra brota. Skömmu fyrir fjögur í nótt var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í Bústaðahverfi. Fyrr um kvöldið höfðu tveir ökumenn verið handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna, annar í miðbæ Kópavogs og hinn í Fellahverfinu í Breiðholti. Allir þrír voru látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Ökumenn voru einnig sektaðir vegna annarra brota. Tveir ökumenn voru sektaðir fyrir að aka bifreið sviptir ökuréttindum, annar um kvöldmatarleytið í Hafnarfirði og hinn um þrjúleytið í nótt í Grafarvoginum. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að aka með of marga farþega og voru börn ekki í viðeigandi öryggisbúnaði þar. Að sögn lögreglu verður málið tilkynnt til barnaverndarnefndar. Reykjavík Lögreglumál Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Leggjast gegn fjölmiðlafrumvarpinu Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í vesturbænum var lögreglan kölluð til vegna líkamsárásar og eignaspjalla rúmlega tíu í gærkvöldi. Frá tíu til eitt sinnti lögreglan eftirliti með samkomustöðum í miðborg Reykjavíkur. Þar kom í ljós að réttindalausir dyraverðir voru við störf á sex stöðum. Þeim var gert að hætta störfum á meðan vaktstjórar útveguðu dyraverði með réttindi í staðinn. Málin eru rannsökuð sem brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og eiga staðirnir og ábyrgðarmenn þeirra yfir höfði sér sekt vegna þessa. Laust fyrir þrjú voru tveir aðilar kærðir fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri í miðbænum. Það hefur verið dýrt piss. Ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum eða akandi réttindalausir Víða um höfuðborgarsvæðið voru ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum eða þá sektaðir vegna annarra brota. Skömmu fyrir fjögur í nótt var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í Bústaðahverfi. Fyrr um kvöldið höfðu tveir ökumenn verið handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna, annar í miðbæ Kópavogs og hinn í Fellahverfinu í Breiðholti. Allir þrír voru látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Ökumenn voru einnig sektaðir vegna annarra brota. Tveir ökumenn voru sektaðir fyrir að aka bifreið sviptir ökuréttindum, annar um kvöldmatarleytið í Hafnarfirði og hinn um þrjúleytið í nótt í Grafarvoginum. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að aka með of marga farþega og voru börn ekki í viðeigandi öryggisbúnaði þar. Að sögn lögreglu verður málið tilkynnt til barnaverndarnefndar.
Reykjavík Lögreglumál Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Leggjast gegn fjölmiðlafrumvarpinu Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira