„Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína fortíð“ Árni Sæberg og Þórdís Valsdóttir skrifa 9. apríl 2023 17:02 Kristmundur Axel hefur verið allsgáður í um tvö ár. Hann kveðst hafa verið ungur og vitlaus á árum áður. Samsett Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru. Rætt var við Kristmund Axel í Íslandi í dag á Stöð 2 í síðustu viku og þar sagði hann frá erfiðum heimilisaðstæðum sem hann ólst upp við. Báðir foreldrar hans glímdu við fíknivanda en voru á beinu brautinni mest alla barnæsku Kristmundar. Það var honum mikið áfall þegar faðir hans féll eftir að hafa verið edrú í mörg ár en þá samdi hann textann við lagið Komdu til baka. Pabbi hans varð edrú eftir sigur Kristmundar en árið 2017 féll hann aftur og lést skömmu síðar. „Það sem gerðist er að þarna var alkóhólisti sem féll, sem er ekkert óeðlilegt, og hann bara deyr. Hann hélt hann réði við of mikið, hann var orðinn gamall karlinn,“ segir Kristmundur og segir að hann og faðir hans hafi verið bestu vinir. Kristmundur byrjaði sjálfur í neyslu á unglingsárum þrátt fyrir varnaðarorð annarra fjölskyldumeðlima sem barist hafa við Bakkus í áraraðir. Komst oftar en einu sinni í kast við lögin Á þeim tíma sem faðir hans lést var Kristmundur á slæmum stað að eigin sögn. Hann var í neyslu og komst í kast við lögin. „Ég var bara ungur, vitlaus, heimskur. Það er bara erfitt að tala um þetta í raun og veru en mér finnst líka svo mikilvægt að gangast við því sem maður gerði en þetta var mjög slæmt tímabil í mínu lífi og í raun og veru mjög stutt líka.“ Hann segist hafa verið kominn á vafasaman stað í lífinu á þessum tíma. Nú er hann búinn að vera edrú í tæplega tvö ár en hans vegferð í átt að betra lífi hófst þó fyrr því skömmu eftir að faðir hans lést fékk hann þær fréttir að hann ætti von á barni og nú er dóttir hans á fimmta ári. „Það er svo gott að vera pabbi. Hún bjargaði lífi mínu sko, án gríns.“ Kristmundur Axel er stoltur faðir stúlku á fimmta ári.Aðsend Á góðum stað „Ég er á mjög góðum stað, bæði andlega og líkamlega, og er rosa sáttur í eigin skinni,“ segir Kristmundur en hann segist ekki óttast það að falla. „Tónlistin er náttúrulega það sem ég elska mest fyrir utan dóttur mína, hún er mér bara allt. Ég er mikill músíkant og ég elska að gera tónlist þannig að það er mikill heiður og þakklæti að fá að gera það.“ Hann segist nota tónlistina til að tjá sig og semur ljóð og hefur gert frá því að hann var barn. „Ég tek eftir því að þetta eru alltaf einhverjar tilfinningar hjá mér. Ég á alveg lög þar sem ég er að rífa kjaft og tala um klúbbinn eða eitthvað, en ég er bestur þegar ég tala um söguna mína, heiminn og lífið.“ „Ég hélt að þetta væri búið“ Kristmundur segir að hann vilji nýta sína reynslu til að hjálpa öðrum og segir að hann sé að láta drauma sína rætast. Þegar hann hugsar til baka um sitt erfiðasta tímabil segir hann að hann hefði ekki getað ímyndað sér að vera kominn á þann stað sem hann er í dag. „Ég hélt að þetta væri búið. Mómentið þegar ég var búinn að gera þessa heimskulegu hluti, búinn að vera í rugli og pabbi að deyja, þá skal ég alveg viðurkenna það ég hugsaði að ég ætti ekki séns. Ég vissi alveg að ég gæti lifað einhversstaðar, látið lítið fyrir mér fara og haft það alveg ágætt, en draumurinn minn var mjög fjarlægur þá.“ Kristmundur segist ekki uppfullur af eftirsjá en að hann taki þó ábyrgð á því sem gerst hefur og hefur gert upp sínar sakir, bæði við fjölskyldu sína og aðra. „Ég held að ég taki bara þann pól á þetta að ég trúi því að allt það sem gerðist átti að gerast.“ Ef að þú gætir talað við sjálfan þig þegar þú varst fjórtán ára, hvað myndir þú segja? „Ég myndi segja ekki fara í neitt rugl augljóslega. En fyrir utan það þá myndi ég segja aldrei hætta að trúa á þig, hlustaðu bara á jákvætt fólk, losaðu þig við neikvætt fólk og bara let‘s go, fljúga.“ Ísland í dag Tengdar fréttir „Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ Tónlistarmamaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson er tæplega þrítugur og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður í Grafarvogi. 4. apríl 2023 10:30 Fagnaðarlæti er Kristmundur og Júlí komu til baka: „Þetta lag...“ Þeir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar slógu eftirminnilega í gegn fyrir þrettán árum. Nú hafa þeir snúið bökum saman á ný en þeir frumfluttu nýtt lag á Hlustendaverðlaununum í gær. Þá tóku þeir einnig smellinn sinn, við mikinn fögnuð viðstaddra. 18. mars 2023 20:14 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Rætt var við Kristmund Axel í Íslandi í dag á Stöð 2 í síðustu viku og þar sagði hann frá erfiðum heimilisaðstæðum sem hann ólst upp við. Báðir foreldrar hans glímdu við fíknivanda en voru á beinu brautinni mest alla barnæsku Kristmundar. Það var honum mikið áfall þegar faðir hans féll eftir að hafa verið edrú í mörg ár en þá samdi hann textann við lagið Komdu til baka. Pabbi hans varð edrú eftir sigur Kristmundar en árið 2017 féll hann aftur og lést skömmu síðar. „Það sem gerðist er að þarna var alkóhólisti sem féll, sem er ekkert óeðlilegt, og hann bara deyr. Hann hélt hann réði við of mikið, hann var orðinn gamall karlinn,“ segir Kristmundur og segir að hann og faðir hans hafi verið bestu vinir. Kristmundur byrjaði sjálfur í neyslu á unglingsárum þrátt fyrir varnaðarorð annarra fjölskyldumeðlima sem barist hafa við Bakkus í áraraðir. Komst oftar en einu sinni í kast við lögin Á þeim tíma sem faðir hans lést var Kristmundur á slæmum stað að eigin sögn. Hann var í neyslu og komst í kast við lögin. „Ég var bara ungur, vitlaus, heimskur. Það er bara erfitt að tala um þetta í raun og veru en mér finnst líka svo mikilvægt að gangast við því sem maður gerði en þetta var mjög slæmt tímabil í mínu lífi og í raun og veru mjög stutt líka.“ Hann segist hafa verið kominn á vafasaman stað í lífinu á þessum tíma. Nú er hann búinn að vera edrú í tæplega tvö ár en hans vegferð í átt að betra lífi hófst þó fyrr því skömmu eftir að faðir hans lést fékk hann þær fréttir að hann ætti von á barni og nú er dóttir hans á fimmta ári. „Það er svo gott að vera pabbi. Hún bjargaði lífi mínu sko, án gríns.“ Kristmundur Axel er stoltur faðir stúlku á fimmta ári.Aðsend Á góðum stað „Ég er á mjög góðum stað, bæði andlega og líkamlega, og er rosa sáttur í eigin skinni,“ segir Kristmundur en hann segist ekki óttast það að falla. „Tónlistin er náttúrulega það sem ég elska mest fyrir utan dóttur mína, hún er mér bara allt. Ég er mikill músíkant og ég elska að gera tónlist þannig að það er mikill heiður og þakklæti að fá að gera það.“ Hann segist nota tónlistina til að tjá sig og semur ljóð og hefur gert frá því að hann var barn. „Ég tek eftir því að þetta eru alltaf einhverjar tilfinningar hjá mér. Ég á alveg lög þar sem ég er að rífa kjaft og tala um klúbbinn eða eitthvað, en ég er bestur þegar ég tala um söguna mína, heiminn og lífið.“ „Ég hélt að þetta væri búið“ Kristmundur segir að hann vilji nýta sína reynslu til að hjálpa öðrum og segir að hann sé að láta drauma sína rætast. Þegar hann hugsar til baka um sitt erfiðasta tímabil segir hann að hann hefði ekki getað ímyndað sér að vera kominn á þann stað sem hann er í dag. „Ég hélt að þetta væri búið. Mómentið þegar ég var búinn að gera þessa heimskulegu hluti, búinn að vera í rugli og pabbi að deyja, þá skal ég alveg viðurkenna það ég hugsaði að ég ætti ekki séns. Ég vissi alveg að ég gæti lifað einhversstaðar, látið lítið fyrir mér fara og haft það alveg ágætt, en draumurinn minn var mjög fjarlægur þá.“ Kristmundur segist ekki uppfullur af eftirsjá en að hann taki þó ábyrgð á því sem gerst hefur og hefur gert upp sínar sakir, bæði við fjölskyldu sína og aðra. „Ég held að ég taki bara þann pól á þetta að ég trúi því að allt það sem gerðist átti að gerast.“ Ef að þú gætir talað við sjálfan þig þegar þú varst fjórtán ára, hvað myndir þú segja? „Ég myndi segja ekki fara í neitt rugl augljóslega. En fyrir utan það þá myndi ég segja aldrei hætta að trúa á þig, hlustaðu bara á jákvætt fólk, losaðu þig við neikvætt fólk og bara let‘s go, fljúga.“
Ísland í dag Tengdar fréttir „Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ Tónlistarmamaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson er tæplega þrítugur og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður í Grafarvogi. 4. apríl 2023 10:30 Fagnaðarlæti er Kristmundur og Júlí komu til baka: „Þetta lag...“ Þeir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar slógu eftirminnilega í gegn fyrir þrettán árum. Nú hafa þeir snúið bökum saman á ný en þeir frumfluttu nýtt lag á Hlustendaverðlaununum í gær. Þá tóku þeir einnig smellinn sinn, við mikinn fögnuð viðstaddra. 18. mars 2023 20:14 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
„Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ Tónlistarmamaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson er tæplega þrítugur og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður í Grafarvogi. 4. apríl 2023 10:30
Fagnaðarlæti er Kristmundur og Júlí komu til baka: „Þetta lag...“ Þeir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar slógu eftirminnilega í gegn fyrir þrettán árum. Nú hafa þeir snúið bökum saman á ný en þeir frumfluttu nýtt lag á Hlustendaverðlaununum í gær. Þá tóku þeir einnig smellinn sinn, við mikinn fögnuð viðstaddra. 18. mars 2023 20:14