Páskaumferðin hefur gengið vel Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. apríl 2023 13:14 Mikil umferð hefur verið um Reykjanesbraut síðustu daga enda margir á leið erlendis um helgina. Vísir/Egill Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig í gær að sögn lögreglu. Mikill straumur ökutækja var út úr höfuðborginni enda páskahelgin ein stærsta ferðahelgi ársins. Viðburðir eru um allt land og þá var mikil umferð á leið til Keflavíkurflugvallar og þaðan til suðlægari slóða. Margir hafa lagt land undir fót þessa helgina enda viðburðir úti um allt land. Umferðin hefur gengið vel að sögn lögreglu og lítið hefur verið um slys á fólki. Þó nokkrir ökumenn hafi ekið of geyst þá hafi allflestir farið sér hægt og komist heilu og höldnu á áfangastað. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði eins og alltaf um páskahelgina, það er blásið til heljarinnar veislu sem kölluð er Tindastuð á Sauðárkróki í tengslum við páskana sem og leik í úrslitakeppninni í körfubolta. Talsverð umferð hefur verið á Suðurlandsvegi enda fólk að skella sér í sumarbústað og svo er Siglufjörður alltaf vinsæll viðkomustaður á þessum árstíma og dagskrá á börum og veitingahúsum bæjarins alla helgina. Þá eru ótaldir þeir sem fara erlendis, en stríður straumur fólks liggur til Keflavíkur og þaðan til Tenerife en flugfélög hafa vart undan að flytja sólarþyrsta Íslendinga til eyjarinnar grænu. Bílastæði á Keflavíkurflugvelli eru full og umferð um Reykjanesbraut hefur verið mikil síðustu daga. Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir umferðina um Reykjanesbraut hafa gengið vel. „Það hefur verið talsverð umferð á brautinni, en allt bara gengið mjög vel. Öllu meiri umferð en venjulega, en það er svo sem alltaf mikil umferð á Reykjanesbraut.“ Talað hefur verið um að vegna bílastæðaleysis á flugvellinum séu ferðamenn að leggja í Keflavík og taka leigubíl þaðan á flugvöllinn. Þórir segist ekki hafa orðið var við slíkt. „Það hefur ekki komið neitt til okkar í dag. En auðvitað hefur maður heyrt umræðu um að þetta sé stundað.“ Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Umferð Páskar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Margir hafa lagt land undir fót þessa helgina enda viðburðir úti um allt land. Umferðin hefur gengið vel að sögn lögreglu og lítið hefur verið um slys á fólki. Þó nokkrir ökumenn hafi ekið of geyst þá hafi allflestir farið sér hægt og komist heilu og höldnu á áfangastað. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði eins og alltaf um páskahelgina, það er blásið til heljarinnar veislu sem kölluð er Tindastuð á Sauðárkróki í tengslum við páskana sem og leik í úrslitakeppninni í körfubolta. Talsverð umferð hefur verið á Suðurlandsvegi enda fólk að skella sér í sumarbústað og svo er Siglufjörður alltaf vinsæll viðkomustaður á þessum árstíma og dagskrá á börum og veitingahúsum bæjarins alla helgina. Þá eru ótaldir þeir sem fara erlendis, en stríður straumur fólks liggur til Keflavíkur og þaðan til Tenerife en flugfélög hafa vart undan að flytja sólarþyrsta Íslendinga til eyjarinnar grænu. Bílastæði á Keflavíkurflugvelli eru full og umferð um Reykjanesbraut hefur verið mikil síðustu daga. Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir umferðina um Reykjanesbraut hafa gengið vel. „Það hefur verið talsverð umferð á brautinni, en allt bara gengið mjög vel. Öllu meiri umferð en venjulega, en það er svo sem alltaf mikil umferð á Reykjanesbraut.“ Talað hefur verið um að vegna bílastæðaleysis á flugvellinum séu ferðamenn að leggja í Keflavík og taka leigubíl þaðan á flugvöllinn. Þórir segist ekki hafa orðið var við slíkt. „Það hefur ekki komið neitt til okkar í dag. En auðvitað hefur maður heyrt umræðu um að þetta sé stundað.“
Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Umferð Páskar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira