Þungir dómar í ljósi þess að mennirnir voru ekki höfuðpaurar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. apríl 2023 22:37 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræddi þunga dóma sem féllu í stóra kókaínmálinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/einar Þungir dómar féllu í stóra kókaínmálinu svokallaða í héraðsdómi í dag. Afbrotafræðingur segir dómana þunga í ljósi þess að hinir sakfelldu hafi ekki verið höfuðpaurar. Huga verði að eftirspurnarhliðinni þar sem ljóst sé að refsistefnan sé ekki að bera tilætlaðan árangur. Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Ákæruvaldið taldi ljóst að hlutverk sakfelldu hefði verið veigamikið en þeir væru þó ekki „efstir í keðjunni“. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar, tæplega sjötugs timbursala, sagðist að lokinni dómsuppkvaðningu hafa vonast til að dómurinn yrði vægari. Páll hlaut þyngsta dóminn, 10 ára fangelsi, fyrir sinn þátt í málinu. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, hlaut átta ára fangelsisdóm. Jóhannes Páll Durr 28 ára hlaut sex ára fangelsisdóm og Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Þungir dómar frá aldamótum Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að í ljósi magns fíkniefna séu dómarnir ekki mjög þungir. „En ef við skoðum mál af svipuðu tagi á síðustu árum höfum við verið að sjá burðardýr fá mjög þunga dóma, sex til tíu ár í héraðsdómi. Þetta hófst í lok síðustu aldar með e-pillu dómunum. Það má segja að síðan þá höfum við verið að sjá mjög þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutning. Í því ljósi eru þetta kannski ekki þungir dómar en það er samt ekki verið að fylla refsirammann.“ segir Helgi sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Refsiramminn fyrir stórfelld fíkniefnabrot er 12 ára fangelsi og var ramminn rýmkaður úr 10 árum í apríl 2001, í ráðherratíð Sólveigar Pétursdóttur. Alltaf einhver sem fyllir skarðið „Dómurinn telur að þarna séu ekki endilega höfuðpaurarnir en samt sem áður stórir leikarar á sviðinu. Þeir eru að fá mjög þunga dóma,“ bætir Helgi við. Hann telur að komið sé að endimörkum refsistefnu í málaflokknum. „Ég held varðandi markaðinn þá slái þetta á magn í umferð eða framboð efna í stuttan tíma, svo koma alltaf aðrir og fylla skarðið. Það virðist alltaf vera efni á markaðnum þrátt fyrir þessa þungu dóma, þannig að menn eru að sjá þarna einhverja ágóðavon. Ég held að fyrir okkur sem þjóð og samfélag þurfum við að huga að þessari eftirspurnarhlið. Hvað er það sem veldur því að það er svona mikil eftirspurn eftir þessum efnum,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Sjá meira
Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Ákæruvaldið taldi ljóst að hlutverk sakfelldu hefði verið veigamikið en þeir væru þó ekki „efstir í keðjunni“. Unnsteinn Elvarsson, verjandi Páls Jónssonar, tæplega sjötugs timbursala, sagðist að lokinni dómsuppkvaðningu hafa vonast til að dómurinn yrði vægari. Páll hlaut þyngsta dóminn, 10 ára fangelsi, fyrir sinn þátt í málinu. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður, hlaut átta ára fangelsisdóm. Jóhannes Páll Durr 28 ára hlaut sex ára fangelsisdóm og Daði Björnsson, þrítugur karlmaður, hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Þungir dómar frá aldamótum Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir að í ljósi magns fíkniefna séu dómarnir ekki mjög þungir. „En ef við skoðum mál af svipuðu tagi á síðustu árum höfum við verið að sjá burðardýr fá mjög þunga dóma, sex til tíu ár í héraðsdómi. Þetta hófst í lok síðustu aldar með e-pillu dómunum. Það má segja að síðan þá höfum við verið að sjá mjög þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutning. Í því ljósi eru þetta kannski ekki þungir dómar en það er samt ekki verið að fylla refsirammann.“ segir Helgi sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Refsiramminn fyrir stórfelld fíkniefnabrot er 12 ára fangelsi og var ramminn rýmkaður úr 10 árum í apríl 2001, í ráðherratíð Sólveigar Pétursdóttur. Alltaf einhver sem fyllir skarðið „Dómurinn telur að þarna séu ekki endilega höfuðpaurarnir en samt sem áður stórir leikarar á sviðinu. Þeir eru að fá mjög þunga dóma,“ bætir Helgi við. Hann telur að komið sé að endimörkum refsistefnu í málaflokknum. „Ég held varðandi markaðinn þá slái þetta á magn í umferð eða framboð efna í stuttan tíma, svo koma alltaf aðrir og fylla skarðið. Það virðist alltaf vera efni á markaðnum þrátt fyrir þessa þungu dóma, þannig að menn eru að sjá þarna einhverja ágóðavon. Ég held að fyrir okkur sem þjóð og samfélag þurfum við að huga að þessari eftirspurnarhlið. Hvað er það sem veldur því að það er svona mikil eftirspurn eftir þessum efnum,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Sjá meira
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent