Innlent

Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Vigfús segir að kýrnar hafa varla legið lengi dauðar í fjörunni.
Vigfús segir að kýrnar hafa varla legið lengi dauðar í fjörunni. Vigfús Andrésson

„Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni.

„Þær hafa ekki verið þarna lengi enda ekkert farið að sjá á þeim. Það er búið að taka eyrnamerkin úr þeim þannig að maður eru engi nær hvaðan þær koma, þetta eru varla sækýr, “ bætir Vigfús við.

Búið er að taka eyrnamerkin úr báðum gripunum.Vigfús Andrésson

Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×