Glæpahringur sem svindlaði á túristum upprættur Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. apríl 2023 16:00 Spænska lögreglan (Guardia Civil) hefur rannsakað skipulagt svindl á erlendum ferðamönnum sem leita sér að leiguhúsnæði í u.þ.b. átta mánuði. Guardia Civil Spænska lögreglan handtók 29 manns í vikunni sem hafa stundað að leigja útlendum ferðamönnum íbúðir til lengri og skemmri tíma. Fólkið greiðir leiguna fyrir fram og svo grípur það í tómt þegar það kemur til Spánar. Rannsóknin hófst fyrir átta mánuðum Rannsókn málsins hefur staðið yfir síðan í september í fyrra. Auk þeirra 29 sem hafa verið handteknir eru 13 til viðbótar grunaðir um aðild að svikamyllunni. Rannsóknin hófst eftir að tilkynningum frá útlendingum um svindl tók að rigna yfir lögregluna. Svindlið á sér stað um allan Spán, frá Galisíu og Baskalandi í norðri niður í gegnum höfuðborgina, austur til Katalóníu og alla leið suður til Andalúsíu. Alls eru 18 sýslur og héruð tiltekin í tilkynningu lögreglunnar og 128 einstök mál eru til rannsóknar. Buðu mun lægri leigu en gengur og gerist Svindlararnir tóku myndir tilviljanakennt af íbúðum og húsum, auglýstu þau til leigu á vel þekktum leigusíðum á miklu lægra verði en gengur og gerist. Margir létu glepjast, svo sem sjá má, þeir voru látnir greiða fyrir fram og þegar þeir komu svo loks á áfangastað gripu þeir vitaskuld í tómt, orðnir tugum og hundruð þúsunda króna fátækari. Lögreglan segir að svindlið hafi verið afskaplega vel skipulagt. Einn hópur sá um að finna fallegar eignir og taka myndirnar, annar hópur sá um að auglýsa og koma eignunum inn á góðar vefsíður. Þriðji hópurinn sá svo um skjalagerð, bankareikninga, tölvupósta o.fl. Svo sá enn einn hópur um að millifæra peningana á bankareikninga sem erfitt var að rekja. Höfuðpaurinn sjálfur situr reyndar þegar í fangelsi, þar sem hann afplánar dóm fyrir umfangsmikið tölvusvindl. Lögreglan hefur nú þegar lokað um 75 bankareikningum sem notaðir voru við svindlið. Lögreglan ráðleggur erlendum ferðamönnum Spænska lögreglan hefur sett nokkur heilræði á vef sinn svo fólk sem leitar sér að húsnæði lendi síður í klóm svikahrappa. Þar sem fjöldi Íslendinga leigir húsnæði á Spáni á ári hverju er ekki úr vegi að renna yfir það helsta að lokum. Ekki láta flytja samskipti um leigu á annan vef en hinn viðurkennda leiguvef. Ekki treysta auglýsingum þar sem húsnæði og umhverfi er afar glæsilegt, en leiguverð undarlega lágt. Aldrei að greiða leiguverð að fullu fyrir fram. Eðlilegt er að greiða einhverja tryggingu sem aldrei nemur meira en 20-30% af heildarverði. Það er grundvallaratriði að samningurinn sé traustvekjandi og réttur, sem og að allar kvittanir fyrir greiðslu séu fyrir hendi. Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef spænsku lögreglunnar (Guardia Civil), fréttatilkynningin er því miður ekki tiltæk á ensku. Spánn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Rannsóknin hófst fyrir átta mánuðum Rannsókn málsins hefur staðið yfir síðan í september í fyrra. Auk þeirra 29 sem hafa verið handteknir eru 13 til viðbótar grunaðir um aðild að svikamyllunni. Rannsóknin hófst eftir að tilkynningum frá útlendingum um svindl tók að rigna yfir lögregluna. Svindlið á sér stað um allan Spán, frá Galisíu og Baskalandi í norðri niður í gegnum höfuðborgina, austur til Katalóníu og alla leið suður til Andalúsíu. Alls eru 18 sýslur og héruð tiltekin í tilkynningu lögreglunnar og 128 einstök mál eru til rannsóknar. Buðu mun lægri leigu en gengur og gerist Svindlararnir tóku myndir tilviljanakennt af íbúðum og húsum, auglýstu þau til leigu á vel þekktum leigusíðum á miklu lægra verði en gengur og gerist. Margir létu glepjast, svo sem sjá má, þeir voru látnir greiða fyrir fram og þegar þeir komu svo loks á áfangastað gripu þeir vitaskuld í tómt, orðnir tugum og hundruð þúsunda króna fátækari. Lögreglan segir að svindlið hafi verið afskaplega vel skipulagt. Einn hópur sá um að finna fallegar eignir og taka myndirnar, annar hópur sá um að auglýsa og koma eignunum inn á góðar vefsíður. Þriðji hópurinn sá svo um skjalagerð, bankareikninga, tölvupósta o.fl. Svo sá enn einn hópur um að millifæra peningana á bankareikninga sem erfitt var að rekja. Höfuðpaurinn sjálfur situr reyndar þegar í fangelsi, þar sem hann afplánar dóm fyrir umfangsmikið tölvusvindl. Lögreglan hefur nú þegar lokað um 75 bankareikningum sem notaðir voru við svindlið. Lögreglan ráðleggur erlendum ferðamönnum Spænska lögreglan hefur sett nokkur heilræði á vef sinn svo fólk sem leitar sér að húsnæði lendi síður í klóm svikahrappa. Þar sem fjöldi Íslendinga leigir húsnæði á Spáni á ári hverju er ekki úr vegi að renna yfir það helsta að lokum. Ekki láta flytja samskipti um leigu á annan vef en hinn viðurkennda leiguvef. Ekki treysta auglýsingum þar sem húsnæði og umhverfi er afar glæsilegt, en leiguverð undarlega lágt. Aldrei að greiða leiguverð að fullu fyrir fram. Eðlilegt er að greiða einhverja tryggingu sem aldrei nemur meira en 20-30% af heildarverði. Það er grundvallaratriði að samningurinn sé traustvekjandi og réttur, sem og að allar kvittanir fyrir greiðslu séu fyrir hendi. Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vef spænsku lögreglunnar (Guardia Civil), fréttatilkynningin er því miður ekki tiltæk á ensku.
Spánn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent