Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 12:00 Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar. Vísir/Hulda Margrét Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. Greint var frá því á Fótbolti.net í gær að Fantasy leikur fyrir Bestu-deild karla myndi fara í loftið í dag þar sem spilarar velja sín draumalið skipuð leikmönnum deildarinnar. Leikmenn safna svo stigum fyrir ýmis atriði, svo sem mörk, stoðsendingar og að halda hreinu. ÍTF sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem samtökin greina frá ástæðu þess að aðeins verði haldið úti Fantasy leik fyrir karladeildina í ár, en kvennadeildin sitji á hakanum. Í yfirlýsingu ÍTF kemur fram að leikurinn verði keyrður á lifandi tölfræði frá gagnafyrirtækinu Opta - Stats Perform sem sé leiðandi á sviði íþróttagagna í heiminum. Þau gögn séu hins vegar ekki til fyrir Bestu-deild kvenna og því sé ekki hægt að bjóða upp á Fantasy leik fyrir deildina. Tweets by Toppfotbolti Íris Dögg birti svo færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hún virðist ekki sátt við ákvörðun ÍTF. Hún bendir á að þegar skoaður sé listi yfir sterkustu deildir Evrópu sé Besta-deild kvenna mun ofar í kvennaboltanum en Besta-deild karla í karlaboltanum. „Allt mjög áhugavert sérstaklega þegar Besta-deild kvenna er í 16. sæti á Evrópulistanum og Besta-deild karla kemst ekki í top 30!!“ segir Íris á Facebook-síðu sinni. Facebook-færslan sem Íris birti í morgun.Skjáskot Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ÍTF sætir gagnrýni fyrir misræmi í umfjöllun um karla- og kvennadeildirnar sem nú eru í þann mund að hefjast. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu til að mynda ýmislegt út á auglýsingu ÍTF fyrir deildirnar að setja þar sem samtökunum þykir halla verulega á þátttöku leikmanna kvennadeildarinnar í auglýsingunni. Besta deild kvenna Besta deild karla Tengdar fréttir „Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Sjá meira
Greint var frá því á Fótbolti.net í gær að Fantasy leikur fyrir Bestu-deild karla myndi fara í loftið í dag þar sem spilarar velja sín draumalið skipuð leikmönnum deildarinnar. Leikmenn safna svo stigum fyrir ýmis atriði, svo sem mörk, stoðsendingar og að halda hreinu. ÍTF sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem samtökin greina frá ástæðu þess að aðeins verði haldið úti Fantasy leik fyrir karladeildina í ár, en kvennadeildin sitji á hakanum. Í yfirlýsingu ÍTF kemur fram að leikurinn verði keyrður á lifandi tölfræði frá gagnafyrirtækinu Opta - Stats Perform sem sé leiðandi á sviði íþróttagagna í heiminum. Þau gögn séu hins vegar ekki til fyrir Bestu-deild kvenna og því sé ekki hægt að bjóða upp á Fantasy leik fyrir deildina. Tweets by Toppfotbolti Íris Dögg birti svo færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hún virðist ekki sátt við ákvörðun ÍTF. Hún bendir á að þegar skoaður sé listi yfir sterkustu deildir Evrópu sé Besta-deild kvenna mun ofar í kvennaboltanum en Besta-deild karla í karlaboltanum. „Allt mjög áhugavert sérstaklega þegar Besta-deild kvenna er í 16. sæti á Evrópulistanum og Besta-deild karla kemst ekki í top 30!!“ segir Íris á Facebook-síðu sinni. Facebook-færslan sem Íris birti í morgun.Skjáskot Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ÍTF sætir gagnrýni fyrir misræmi í umfjöllun um karla- og kvennadeildirnar sem nú eru í þann mund að hefjast. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu til að mynda ýmislegt út á auglýsingu ÍTF fyrir deildirnar að setja þar sem samtökunum þykir halla verulega á þátttöku leikmanna kvennadeildarinnar í auglýsingunni.
Besta deild kvenna Besta deild karla Tengdar fréttir „Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Sjá meira
„Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01