Talíbanar banna konum að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 08:06 Afganskar konur mótmæla því að mega ekki sækja sér háskólamenntun. Getty Að sögn Sameinuðu þjóðanna hafa stjórnvöld Talíbana í Afganistan bannað afgönskum konum að starfa fyrir stofnunina. Ekkert skriflegt liggur fyrir um bannið en starfsmenn SÞ segjasta hafa verið upplýstir um þetta munnlega. Hefur starfsmönnum SÞ, bæði konum og körlum, verið sagt að mæta ekki til vinnu næstu 48 klukkustundirnar, fyrr en búið er að ræða málið við fulltrúa stjórnvalda. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði um óásættanlega ákvörðun að ræða. „Þetta er nýjasta skrefið í vegferð til að grafa undan getu hjálparstofnanna til að ná til þeirra sem þurfa mesta því að halda,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði stofnunina ekki geta starfað í landinu án kvenkyns starfsmanna sinna. I strongly condemn the prohibition of our Afghan female colleagues from working in Afghanistan s Nangarhar province.If this measure is not reversed, it will inevitably undermine our ability to deliver life-saving aid to the people who need it.— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2023 Konur gegna lykilhlutverki í neyðaraðstoð, sérstaklega þegar kemur að því að ná til kvenna í viðkvæmri stöðu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir eru konur af erlendum uppruna undanþegnar banninu. Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að því að aðstoða milljónir íbúa Afganistan eftir stanslaus átök í áraraðir. Samkvæmt talsmönnum stofnunarinnar komu staðaryfirvöld í veg fyrir það í gær að afganskar konur kæmust til starfa sinna á starfsstöðvum SÞ í Nangahar. Frá því að Talíbanar komust aftur til valda hefur verulega dregið úr frelsi stúlkna og kvenna; þær verða að hylja allan líkama sinn nema augun og mega ekki ferðast langar vegalengdir nema í fylgd karlmanns. Þá mega þær ekki sækja skóla. Þeim hefur einnig verið bannað að sækja sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Frétt BBC. Afganistan Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Hefur starfsmönnum SÞ, bæði konum og körlum, verið sagt að mæta ekki til vinnu næstu 48 klukkustundirnar, fyrr en búið er að ræða málið við fulltrúa stjórnvalda. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði um óásættanlega ákvörðun að ræða. „Þetta er nýjasta skrefið í vegferð til að grafa undan getu hjálparstofnanna til að ná til þeirra sem þurfa mesta því að halda,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði stofnunina ekki geta starfað í landinu án kvenkyns starfsmanna sinna. I strongly condemn the prohibition of our Afghan female colleagues from working in Afghanistan s Nangarhar province.If this measure is not reversed, it will inevitably undermine our ability to deliver life-saving aid to the people who need it.— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2023 Konur gegna lykilhlutverki í neyðaraðstoð, sérstaklega þegar kemur að því að ná til kvenna í viðkvæmri stöðu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir eru konur af erlendum uppruna undanþegnar banninu. Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að því að aðstoða milljónir íbúa Afganistan eftir stanslaus átök í áraraðir. Samkvæmt talsmönnum stofnunarinnar komu staðaryfirvöld í veg fyrir það í gær að afganskar konur kæmust til starfa sinna á starfsstöðvum SÞ í Nangahar. Frá því að Talíbanar komust aftur til valda hefur verulega dregið úr frelsi stúlkna og kvenna; þær verða að hylja allan líkama sinn nema augun og mega ekki ferðast langar vegalengdir nema í fylgd karlmanns. Þá mega þær ekki sækja skóla. Þeim hefur einnig verið bannað að sækja sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Frétt BBC.
Afganistan Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira